Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2025 18:24 Kosið verður á ný dagana 26. og 27. mars. Háskóli Íslands Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ hlutu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands í dag. Þar sem hvorugt þeirra hlaut meirihluta atkvæða fer fram önnur atkvæðagreiðsla að viku liðinni. Niðurstöðurnar úr fyrri umferð rektorskjörsins voru kunngjörðar í aðalbyggingu Háskóla Íslands rétt í þessu. Víðir Smári Petersen prófessor við lagadeild HÍ og formaður kjörstjórnar kynnti úrslitin. Magnús hlaut 33,6 prósent atkvæða og Silja 29,3 prósent. Atkvæði starfsfólks vógu 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. „Þetta gekk eins og í sögu, þessar rafrænu kosningar. Þetta er í fyrsta skipti sem þær eru alfarið rafrænar og kosningaþátttaka var mjög góð,“ sagði Víðir Smári við fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir skynjar mikinn áhuga innan skólans á kosningunum. „Bæði starfsfólk og nemendur átta sig á því að þetta er starf sem skiptir miklu máli fyrir starfsemi Háskólans.“ Sjö voru í framboði í embættið. Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði í HÍ, sem hlaut 9,3 prósent atkvæða. Ganna Pogrebna, prófessor, hlaut 0,7 prósent atkvæða. Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags og prófessor, hlaut 13,6 prósent atkvæða. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og dósent, hlaut 11,5 prósent. og Oluwafemi E Idowu prófessor, hlaut 0,5 prósent. Auðir seðlar voru 1,3 prósent. Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Kosning hófst í gærmorgun og lauk síðdegis í dag. Víðir segir kosningaþátttöku góða en 88,5 prósent starfsmanna og 37,3 prósent nemenda greiddu atkvæði. Heildarkjörsókn var þannig 43,48 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Niðurstöðurnar úr fyrri umferð rektorskjörsins voru kunngjörðar í aðalbyggingu Háskóla Íslands rétt í þessu. Víðir Smári Petersen prófessor við lagadeild HÍ og formaður kjörstjórnar kynnti úrslitin. Magnús hlaut 33,6 prósent atkvæða og Silja 29,3 prósent. Atkvæði starfsfólks vógu 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. „Þetta gekk eins og í sögu, þessar rafrænu kosningar. Þetta er í fyrsta skipti sem þær eru alfarið rafrænar og kosningaþátttaka var mjög góð,“ sagði Víðir Smári við fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir skynjar mikinn áhuga innan skólans á kosningunum. „Bæði starfsfólk og nemendur átta sig á því að þetta er starf sem skiptir miklu máli fyrir starfsemi Háskólans.“ Sjö voru í framboði í embættið. Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði í HÍ, sem hlaut 9,3 prósent atkvæða. Ganna Pogrebna, prófessor, hlaut 0,7 prósent atkvæða. Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags og prófessor, hlaut 13,6 prósent atkvæða. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og dósent, hlaut 11,5 prósent. og Oluwafemi E Idowu prófessor, hlaut 0,5 prósent. Auðir seðlar voru 1,3 prósent. Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Kosning hófst í gærmorgun og lauk síðdegis í dag. Víðir segir kosningaþátttöku góða en 88,5 prósent starfsmanna og 37,3 prósent nemenda greiddu atkvæði. Heildarkjörsókn var þannig 43,48 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda