„Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2025 13:15 Guðbjörg Eyjólfsdóttir er formaður Járngerðar sem eru hollvinasamtök um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur. Fyrsti fundur var haldinn í mánuðinum og mættu um 200 manns á hann. Grindavík Íbúi í Grindavík og formaður hollvinasamtaka um framtíðaruppbyggingu í bænum varð fyrir vonbrigðum með þær breytingar ríkisstjórnin mun gera á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Breytingarnar geri endurreisnarstarfið mun erfiðara og þyngra. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin um breytingar sem munu verða á stuðningi við Grindvíkinga. Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfaranna falla úr gildi í lok mánaðar en í stað þeirra verður stutt við tekju- og eignaminni heimili til áramóta. Þá verður frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum Þórkötlu framlengdur um þrjá mánuði. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur segir að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með breytingarnar. „Það er að raungerast sem við óttuðumst; að ríkisstjórnin ætli að draga svolítið lappirnar varðandi ákvarðanatöku um uppbyggingu í Grindavík. Það sem við erum nú kannski ekki að leita eftir í fyrstu skrefunum er einhver stórtæk uppbygging sem forsætisráðherra er tíðrætt um. Við viljum bara byrja á því að fá að hefja búsetu og það er í sjálfu sér engin haldbær rök sem mæla gegn því.“ Guðbjörg hefur búið í Grindavík í meira er fimmtíu ár. Hún segir að hollvinasamtökin vilji helst fá að halda fasteignum sínum í Grindavík í lagi og að ljósin verði kveikt í bænum. „Mér finnst verið að róa að því öllum árum að uppbygging eigi í sjálfu sér að dragast til 2035 og hvernig verður þá umhorfs í bænum okkar?“ Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um eitt ár, eða til júní 2026 en rekstrarstuðningur við rekstraraðila verður hins vegar ekki framlengdur og fellur úr gildi í lok mánaðar. „Hvernig þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki koma út úr þessari ákvörðun þeirra um að hætta alfarið stuðningi, jú það verður eitthvað rekstrarlán en það er allt annað dæmi og við óttumst að þessi fyrirtæki fari úr bænum og komi ekki til baka. Allt þetta hjálpar þetta við að gera endurreisn erfiðari og þyngri,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar. Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15 Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira
Í gær tilkynnti ríkisstjórnin um breytingar sem munu verða á stuðningi við Grindvíkinga. Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfaranna falla úr gildi í lok mánaðar en í stað þeirra verður stutt við tekju- og eignaminni heimili til áramóta. Þá verður frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum Þórkötlu framlengdur um þrjá mánuði. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur segir að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með breytingarnar. „Það er að raungerast sem við óttuðumst; að ríkisstjórnin ætli að draga svolítið lappirnar varðandi ákvarðanatöku um uppbyggingu í Grindavík. Það sem við erum nú kannski ekki að leita eftir í fyrstu skrefunum er einhver stórtæk uppbygging sem forsætisráðherra er tíðrætt um. Við viljum bara byrja á því að fá að hefja búsetu og það er í sjálfu sér engin haldbær rök sem mæla gegn því.“ Guðbjörg hefur búið í Grindavík í meira er fimmtíu ár. Hún segir að hollvinasamtökin vilji helst fá að halda fasteignum sínum í Grindavík í lagi og að ljósin verði kveikt í bænum. „Mér finnst verið að róa að því öllum árum að uppbygging eigi í sjálfu sér að dragast til 2035 og hvernig verður þá umhorfs í bænum okkar?“ Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um eitt ár, eða til júní 2026 en rekstrarstuðningur við rekstraraðila verður hins vegar ekki framlengdur og fellur úr gildi í lok mánaðar. „Hvernig þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki koma út úr þessari ákvörðun þeirra um að hætta alfarið stuðningi, jú það verður eitthvað rekstrarlán en það er allt annað dæmi og við óttumst að þessi fyrirtæki fari úr bænum og komi ekki til baka. Allt þetta hjálpar þetta við að gera endurreisn erfiðari og þyngri,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar.
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15 Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira
Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15
Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17