Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2025 11:12 Halla Tómasdóttir og Davíð Oddsson hafa hvort sinn háttinn á þegar kemur að undirskriftum. Vísir/Vilhelm/Sara Þingmaður Samfylkingarinnar veltir því fyrir sér hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi skrifað undir „Gmmtnnnnm“ í opinberum störfum sínum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins um undirskrift Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Morgunblaðið hefur fjallað um undirskrift forsetans og vakið athygli á því að hún skrifar undir Halla Tomas í tónleikaskrá á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum. Ávarp Höllu í tónleikaskránni og undirskriftin neðst.Sinfóníuhljómsveit Íslands Þau svör fengust frá forsetaembættinu að Halla hefði notað umrædda undirskrift um áratugaskeið og haldið henni óbreyttri eftir að hún tók við embætti forseta. Guðrún Kvaran, sem auk starfa sinna við HÍ og Árnastofnun hefur til að mynda verið formaður Íslenskrar málnefndar og formaður mannanafnanefndar, furðar sig á athæfi forseta Íslands í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst mjög mikilvægt að Íslendingar skrifi nöfn sín á eðlilegan hátt. Þá á hún nú ekki að skammast sín fyrir að vera dóttir einhvers, hún á bara að skrifa „Tómasdóttir“,“ segir Guðrún. Það sé engin réttlæting að svona hafi hún alltaf skrifað undir. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku við HÍ, er ekki sátt við undirskrift forseta Íslands.Vísir „Það er ekkert betra. Hún var mikið í erlendum samskiptum og þá var kannski erfitt að hafa „dóttir“. En hún býr á Íslandi og er að skrifa undir íslenskt plagg. Þá á hún að skrifa undir „Halla Tómasdóttir“ og ekkert annað.“ Umfjöllunin hefur vakið mikla athygli en Halla var búsett í Bandaríkjunum um árabil þar til hún flutti til Íslands eftir forsetakjörið. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, er meðal þeirra sem hefur stungið niður penna á Facebook. Hann gagnrýnir ekki forsetann heldur setur fréttaflutninginn í samhengi við undirskrift ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar. Undirskrift Davíðs Oddssonar fyrir hálfum öðrum áratug, þá seðlabankstjóri. Ð-ið í Davíð virðist greinilegt en erfiðara að lesa úr öðrum stöfum. „Ég fagna því gríðarlega að Morgunblaðið hafi rofið þögnina sem hefur ríkt um rithönd ráðamanna. Blaðið hefur greinilega ákveðið að byrja á okkar ágæta forseta Höllu Tómasdóttur. Mogga finnst hún alls ekki skrifa vel og vill að hún breyti undirritun sinni,“ segir Dagur og vísar til fréttarinnar í dag og í gær. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar, vonast eftir frekari umfjöllun um undirskriftir ráðamanna.Vísir/Vilhelm Hann óskar eftir því að fréttirnar af undirskrift Höllu verði upphafið að greinarflokki um þessi efni og beinir spjótum sínum að Davíð, fyrrverandi borgarstjóra, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Ég hef lengi þráð að fá skýringar á því hvers vegna ritstjóri blaðsins skrifar alltaf undir með einhverju sem líkist “Gmmtnnnnm” en alls ekki Davið Odsson eins og víða má sjá í opinberum skjölum. Hér er dæmi af fyrsta Icesave-samningnum sem ritstjórinn skrifaði undir með Árna Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra haustið 2008. MÁ ÞETTA BARA????“ spyr Dagur og birtir skjáskot. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Íslensk tunga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Morgunblaðið hefur fjallað um undirskrift forsetans og vakið athygli á því að hún skrifar undir Halla Tomas í tónleikaskrá á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum. Ávarp Höllu í tónleikaskránni og undirskriftin neðst.Sinfóníuhljómsveit Íslands Þau svör fengust frá forsetaembættinu að Halla hefði notað umrædda undirskrift um áratugaskeið og haldið henni óbreyttri eftir að hún tók við embætti forseta. Guðrún Kvaran, sem auk starfa sinna við HÍ og Árnastofnun hefur til að mynda verið formaður Íslenskrar málnefndar og formaður mannanafnanefndar, furðar sig á athæfi forseta Íslands í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst mjög mikilvægt að Íslendingar skrifi nöfn sín á eðlilegan hátt. Þá á hún nú ekki að skammast sín fyrir að vera dóttir einhvers, hún á bara að skrifa „Tómasdóttir“,“ segir Guðrún. Það sé engin réttlæting að svona hafi hún alltaf skrifað undir. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku við HÍ, er ekki sátt við undirskrift forseta Íslands.Vísir „Það er ekkert betra. Hún var mikið í erlendum samskiptum og þá var kannski erfitt að hafa „dóttir“. En hún býr á Íslandi og er að skrifa undir íslenskt plagg. Þá á hún að skrifa undir „Halla Tómasdóttir“ og ekkert annað.“ Umfjöllunin hefur vakið mikla athygli en Halla var búsett í Bandaríkjunum um árabil þar til hún flutti til Íslands eftir forsetakjörið. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, er meðal þeirra sem hefur stungið niður penna á Facebook. Hann gagnrýnir ekki forsetann heldur setur fréttaflutninginn í samhengi við undirskrift ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar. Undirskrift Davíðs Oddssonar fyrir hálfum öðrum áratug, þá seðlabankstjóri. Ð-ið í Davíð virðist greinilegt en erfiðara að lesa úr öðrum stöfum. „Ég fagna því gríðarlega að Morgunblaðið hafi rofið þögnina sem hefur ríkt um rithönd ráðamanna. Blaðið hefur greinilega ákveðið að byrja á okkar ágæta forseta Höllu Tómasdóttur. Mogga finnst hún alls ekki skrifa vel og vill að hún breyti undirritun sinni,“ segir Dagur og vísar til fréttarinnar í dag og í gær. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar, vonast eftir frekari umfjöllun um undirskriftir ráðamanna.Vísir/Vilhelm Hann óskar eftir því að fréttirnar af undirskrift Höllu verði upphafið að greinarflokki um þessi efni og beinir spjótum sínum að Davíð, fyrrverandi borgarstjóra, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Ég hef lengi þráð að fá skýringar á því hvers vegna ritstjóri blaðsins skrifar alltaf undir með einhverju sem líkist “Gmmtnnnnm” en alls ekki Davið Odsson eins og víða má sjá í opinberum skjölum. Hér er dæmi af fyrsta Icesave-samningnum sem ritstjórinn skrifaði undir með Árna Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra haustið 2008. MÁ ÞETTA BARA????“ spyr Dagur og birtir skjáskot.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Íslensk tunga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira