Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2025 19:15 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar að bíða með endurreisn í Grindavík. Fannar Jónasson bæjarstjóri vill hins vegar verja innviði og hefja uppbyggingu sem fyrst. Vísir Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. Ríkisstjórnin hefur kynnt áherslur sínar fyrir Grindavík. Meðal þess sem kemur fram er að vegna óvissu um jarðhræringar hafi verið ákveðið að hefja ekki strax endurreisnarstarf í bænum. Lög um húsnæðisstuðning falla niður um næstu mánaðamót. Þó verður sérstaklega stutt við tekjuminni heimili til áramóta. Frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu er framlengdur um þrjá mánuði. Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um ríflega ár en rekstrarstuðningur fellur úr gildi um mánaðamótin. Loks ætla stjórnvöld ekki að kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Kostnaður nú yfir hundrað milljarða króna Ríkissjóður hefur nú þegar lagt til ríflega hundrað milljarða króna í aðgerðir frá því að eldhræringarnar hófust á Reykjanesi árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu. Þar ber hæst uppkaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á ríflega níu hundruð fasteignum í Grindavík fyrir ríflega sjötíu milljarða króna og framkvæmdir við varnargarða á svæðinu sem hafa kostað ríkissjóð um tíu milljarða króna. Níutíu heimili fá sérstaka aðstoð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfitt að leggja mat á hvað aðgerðirnar nú þýða fyrir ríkissjóð. „Við erum ekki búin að reikna út hvað sparast með aðgerðunum enda er það ekki útgangspunkturinn,“ segir Kristrún. Hún segir að nú verði áherslan lögð á styðja við tekjulægri fjölskyldur í húsnæðisvanda. „Við erum að draga úr húsnæðisstuðningi. Stór hluti Grindvíkinga er komin í varanlegt húsnæði. Það hafa verið heimili sem hafa verið að fá húsnæðisstuðning sem eru nú metin þannig að þau þurfi ekki lengur á honum að halda. Þar er fjárhagurinn ekki stærsta áskorunin, heldur andlega heilsan. Við vitum hins vegar af kringum níutíu tekjulágum heimilum sem eru ekki komin í varanlegt húsnæði. Við ætlum að einblína á að aðstoða þau,“ segir Kristrún en í aðgerðum ríkisstjórnar kemur fram að sú aðgerð standi til næstu áramóta. Saknar áætlunar um innviði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur saknar áætlunar um að halda við grunnkerfum í bænum. „Við þurfum að halda við innviðum í Grindavík vegna íbúa- og atvinnuhúsnæðis. Þar á meðal um níu hundruð eignum sem fasteignafélagið Þórkatla á. Fráveita, vatnsveita og gatnagerðakerfið þurfa að vera í lagi. Það þarf að styðja við þessu verkefni svo verðmæti ríkisins fari ekki forgörðum,“ segir Fannar. Hann segir að bæjarstjórnin telji að enduruppbygging geti hafist fljótlega. „Það er tímabært að fylla upp í sprungur og halda sambærilegum verkefnum áfram nú þegar hyllir undir það að þessum atburðum fari að ljúka. Við teljum tímabært að hefja enduruppbygginguna en ríkisstjórnin vill doka við. Það er áherslumunur hvað það varðar,“ segir Fannar. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt áherslur sínar fyrir Grindavík. Meðal þess sem kemur fram er að vegna óvissu um jarðhræringar hafi verið ákveðið að hefja ekki strax endurreisnarstarf í bænum. Lög um húsnæðisstuðning falla niður um næstu mánaðamót. Þó verður sérstaklega stutt við tekjuminni heimili til áramóta. Frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu er framlengdur um þrjá mánuði. Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um ríflega ár en rekstrarstuðningur fellur úr gildi um mánaðamótin. Loks ætla stjórnvöld ekki að kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Kostnaður nú yfir hundrað milljarða króna Ríkissjóður hefur nú þegar lagt til ríflega hundrað milljarða króna í aðgerðir frá því að eldhræringarnar hófust á Reykjanesi árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu. Þar ber hæst uppkaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á ríflega níu hundruð fasteignum í Grindavík fyrir ríflega sjötíu milljarða króna og framkvæmdir við varnargarða á svæðinu sem hafa kostað ríkissjóð um tíu milljarða króna. Níutíu heimili fá sérstaka aðstoð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir erfitt að leggja mat á hvað aðgerðirnar nú þýða fyrir ríkissjóð. „Við erum ekki búin að reikna út hvað sparast með aðgerðunum enda er það ekki útgangspunkturinn,“ segir Kristrún. Hún segir að nú verði áherslan lögð á styðja við tekjulægri fjölskyldur í húsnæðisvanda. „Við erum að draga úr húsnæðisstuðningi. Stór hluti Grindvíkinga er komin í varanlegt húsnæði. Það hafa verið heimili sem hafa verið að fá húsnæðisstuðning sem eru nú metin þannig að þau þurfi ekki lengur á honum að halda. Þar er fjárhagurinn ekki stærsta áskorunin, heldur andlega heilsan. Við vitum hins vegar af kringum níutíu tekjulágum heimilum sem eru ekki komin í varanlegt húsnæði. Við ætlum að einblína á að aðstoða þau,“ segir Kristrún en í aðgerðum ríkisstjórnar kemur fram að sú aðgerð standi til næstu áramóta. Saknar áætlunar um innviði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur saknar áætlunar um að halda við grunnkerfum í bænum. „Við þurfum að halda við innviðum í Grindavík vegna íbúa- og atvinnuhúsnæðis. Þar á meðal um níu hundruð eignum sem fasteignafélagið Þórkatla á. Fráveita, vatnsveita og gatnagerðakerfið þurfa að vera í lagi. Það þarf að styðja við þessu verkefni svo verðmæti ríkisins fari ekki forgörðum,“ segir Fannar. Hann segir að bæjarstjórnin telji að enduruppbygging geti hafist fljótlega. „Það er tímabært að fylla upp í sprungur og halda sambærilegum verkefnum áfram nú þegar hyllir undir það að þessum atburðum fari að ljúka. Við teljum tímabært að hefja enduruppbygginguna en ríkisstjórnin vill doka við. Það er áherslumunur hvað það varðar,“ segir Fannar.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira