Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2025 10:49 Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin á þing í kosningunum í nóvember síðastliðnum. Vísir/Arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að hætta í bæjarstjórn í Hafnarfirði á næstu vikum. Þá ætlar hún einnig að halda setu áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sé með heilan hug á báðum stöðum og hún vilji fylgja ákveðnum málum eftir. Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Þá varð Rósa að almennum bæjarfulltrúa og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. „Það eru í landinu mörg hundruð bæjarfulltrúar um land allt sem sinna þeim störfum í hlutastarfi með fullri annarri vinnu jafnt hjá hinu opinbera sem og almenna markaðnum. Þingmennska er að mínu mati ekkert öðruvísu en hvert annað starf. Á meðan þetta er ekki að rekast neitt á og þetta gengur bara vel þá sinni ég þessu hvorutveggja. Það verður til einhverra mánaða, ég mun ekki sitja út allt kjörtímabilið eins og margir hafa gert í gegnum árin og mörg dæmi eru um.“ Rósa útilokar ekki að klára kjörtímabilið í bæjarstjórn. „Eins og staðan er núna þá hef ég hugsað mér af því ég er oddviti í Hafnarfirði og hef verið í tíu ár, er að koma úr starfi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, þá langar mig að fylgja eftir stórum og mikilvægum málum sem við höfum veirð að vina að undanfarin ár og klára þau. Þegar ég er orðin sátt við það þá segi ég mig frá sveitarstjórnarstörfunum.“ Störfin skarist ekki á. „Ég er með heilan hug á báðum stöðum. Ég vinn bara mjög langa vinnudaga eins og ég hef alltaf gert.“ Hún bendir á að ráðherrar séu líka þingmenn. Það hafi aldrei verið spurt hvernig það gangi upp. „Af hverju geta þeir gert hvorttveggja?“ Næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri greindi frá því í gær að hún myndi láta af formennsku í sambandinu. Guðmundur Ari Sigurjónsson sagði sig úr stjórn þegar hann náði kjöri á þing, en hann var áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Rósa hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 2006, og var bæjarstjóri frá 2018 og til síðustu áramóta, þegar Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, tók við embættinu. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Þá varð Rósa að almennum bæjarfulltrúa og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. „Það eru í landinu mörg hundruð bæjarfulltrúar um land allt sem sinna þeim störfum í hlutastarfi með fullri annarri vinnu jafnt hjá hinu opinbera sem og almenna markaðnum. Þingmennska er að mínu mati ekkert öðruvísu en hvert annað starf. Á meðan þetta er ekki að rekast neitt á og þetta gengur bara vel þá sinni ég þessu hvorutveggja. Það verður til einhverra mánaða, ég mun ekki sitja út allt kjörtímabilið eins og margir hafa gert í gegnum árin og mörg dæmi eru um.“ Rósa útilokar ekki að klára kjörtímabilið í bæjarstjórn. „Eins og staðan er núna þá hef ég hugsað mér af því ég er oddviti í Hafnarfirði og hef verið í tíu ár, er að koma úr starfi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, þá langar mig að fylgja eftir stórum og mikilvægum málum sem við höfum veirð að vina að undanfarin ár og klára þau. Þegar ég er orðin sátt við það þá segi ég mig frá sveitarstjórnarstörfunum.“ Störfin skarist ekki á. „Ég er með heilan hug á báðum stöðum. Ég vinn bara mjög langa vinnudaga eins og ég hef alltaf gert.“ Hún bendir á að ráðherrar séu líka þingmenn. Það hafi aldrei verið spurt hvernig það gangi upp. „Af hverju geta þeir gert hvorttveggja?“ Næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri greindi frá því í gær að hún myndi láta af formennsku í sambandinu. Guðmundur Ari Sigurjónsson sagði sig úr stjórn þegar hann náði kjöri á þing, en hann var áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Rósa hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 2006, og var bæjarstjóri frá 2018 og til síðustu áramóta, þegar Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, tók við embættinu.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22