Útskrifaður af gjörgæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2025 15:58 Bílarnir tveir sem aldan hrifsaði í sjóinn komnir á þurrt land. Vísir/Bjarni Starfsmaður verktakafyrirtækisins Hagtaks sem hafnaði í Akraneshöfn þegar alda hrifsaði bíl í höfnina hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Forstjóri fyrirtækisins segir vonir standa til að hann nái sér að fullu en það komi í ljós á næstu vikum. Það var að morgni 3. mars sem tveir menn lögðu bíl sínum á bryggjuna við Akraneshöfn. Þeir eru báðir starfsmenn Hagtaks sem hefur á árinu unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Sólarhringinn á undan hafði mikið óveður gengið yfir landið með suðvestanhátt og mikilli ölduhæð. Annar maðurinn, um þrítugt, hafði farið úr bílnum og stóð nærri honum þegar alda hrifsaði hann, bílinn með ökumanni um sextugt og annan bíl út í sjóinn. Yngri starfsmaðurinn náði að synd í land af sjálfsdáðum. Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks, segir hann alveg búinn að ná sér. Honum hafi verið boðið upp á áfallahjálp en misjafnt sé hvernig áföll fái á fólk. Það sé einstaklingsbundið. Kafarar á Akranesi að gera sig klára í að kafa eftir bílunum tveimur sem fóru í höfnina.Vísir/Sigurjón Eldri starfsmanninum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans í tæpar tvær vikur. Bergþór segir manninn kominn til meðvitundar, geti tjáð sig og til standi að halda honum á almennri deild Landspítalans næstu tvær vikurnar. „Vonandi kemur í ljós að það verður allt í lagi með hann. Við verðum að bíða og sjá hvernig batinn verður,“ segir Bergþór. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði á dögunum að til stæði að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum. Hvort lærdómurinn fæli í sér breytt verklag eða annað kæmi kæmi í ljós á næstunni. Akranes Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Það var að morgni 3. mars sem tveir menn lögðu bíl sínum á bryggjuna við Akraneshöfn. Þeir eru báðir starfsmenn Hagtaks sem hefur á árinu unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Sólarhringinn á undan hafði mikið óveður gengið yfir landið með suðvestanhátt og mikilli ölduhæð. Annar maðurinn, um þrítugt, hafði farið úr bílnum og stóð nærri honum þegar alda hrifsaði hann, bílinn með ökumanni um sextugt og annan bíl út í sjóinn. Yngri starfsmaðurinn náði að synd í land af sjálfsdáðum. Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks, segir hann alveg búinn að ná sér. Honum hafi verið boðið upp á áfallahjálp en misjafnt sé hvernig áföll fái á fólk. Það sé einstaklingsbundið. Kafarar á Akranesi að gera sig klára í að kafa eftir bílunum tveimur sem fóru í höfnina.Vísir/Sigurjón Eldri starfsmanninum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans í tæpar tvær vikur. Bergþór segir manninn kominn til meðvitundar, geti tjáð sig og til standi að halda honum á almennri deild Landspítalans næstu tvær vikurnar. „Vonandi kemur í ljós að það verður allt í lagi með hann. Við verðum að bíða og sjá hvernig batinn verður,“ segir Bergþór. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði á dögunum að til stæði að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum. Hvort lærdómurinn fæli í sér breytt verklag eða annað kæmi kæmi í ljós á næstunni.
Akranes Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira