Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 16. mars 2025 21:21 Sigrún Ósk Steinarsdóttir setti af stað undirskriftarlista til að koma í veg fyrir lokun Janusar endurhæfingar. Hún segir að úrræðið hafi breytt lífi hennar. Vísir/Sigurjón Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið. Sigrún Ósk Steinarsdóttir er rúmlega tvítug ung kona sem hefur verið þátttakandi í starfi Janusar endurhæfingar í eitt ár og segir það hafa breytt lífi sínu. Hún segir þátttakendur kvíða framhaldinu sem vita ekki hvað tekur við þegar Janus endurhæfing lokar þann 1. júní. Janus hefur veitt geðheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda á aldrinum 18-30 ára. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem einnig var rætt við aðstandendur ungmennis. „Það hefur náttúrlega verið stór hluti af lífinu mínu að komast aftur í samfélagið og Janus hefur virkilega hjálpað með það. Þetta hefur náttúrlega verið erfitt en örugglega besti hlutur sem ég hef gert. Það væri bara skömm að því að loka þessu og gefa ekki öðrum séns á að fá hjálpina sem þau þurfa. Að komast úr holunni sem við öll í Janus vorum í,“ segir Sigrún Ósk. Skorar á stjórnvöld með undirskriftalista Sigrún Ósk setti af stað undirskriftasöfun undir nafninu Áskorun til stjórnvalda að loka ekki Janus endurhæfingu. Rúmlega átján hundruð manns hafa þegar skrifað undir. Hún segist hafa viljað vera rödd þeirra sem enn bíða þjónustu. Sigrún Ósk setti af stað undirskriftarlista til að reyna að koma í veg fyrir lokun Janusar svo fleiri fái tækifæri til að komast út úr holunni, líkt og lýsir því sjálf.Vísir/Sigurjón „Ég ákvað að setja af stað undirskriftalista til þess að bara ekki loka, náttúrlega þetta hefur svo mikil áhrif á þátttakendur og bara þátttakendur á biðlista. Það er ekkert úrræði eins og Janus. Við viljum ekki loka því og við viljum gefa öllum séns á að fá sömu aðstoð og við fengum, með því að halda Janusi áfram. Þetta var það mesta sem ég gat gert á þessum tíma,“ heldur Sigrún Ósk áfram. Sigrún segir það mikilvægt fyrir fólk í hennar stöðu að þjónusta sem hún þurfi að sækja sé öll á sama stað. Hún segist hafa sótt þjónustu VIRK áður sem hafi ekki verið með eins gott utanumhald og sú þjónusta sem hún hefur fengið hjá Janusi undanfarið ár. „Þá var ég með sálfræðing niðri í bæ og iðjuþjálfinn var í Hafnarfirðinum. Það er mjög erfitt að fara á marga staði og hitta margt fók, hérna er bara allt á einum stað, sálfræðingar, geðlæknir, iðjuþjálfar, tengiliðir, fólk sem þú ert í samvinnu með, það er allt hérna,“ segir Sigrún sem kvíðir lokun Janusar. Sigrún Ósk fann aftur lífsneistann hjá Janusi endurhæfingu. Hún var alveg hætt að sinna áhugamálum sínum en íhugar nú að fara í nám í myndlist eða húsgagnasmíði.Vísir/Sigurjón Sigrún segist hafa verið hætt að sinna sínum áhugamálum en hjá Janusi hafi hún aftur fundið neistann og hyggst nú fara í myndlistarnám eða húsgagnasmíði. Hjá Janusi hefur hún einbeitt sér að því að gera tækifæriskort, jólakort og afmæliskort. Þá hefur hún einnig verið í tálgun hjá Janusi endurhæfingu sem hefur kveikt áhuga hennar á því að fara í húsgagnasmíði. „En áður en ég kom hingað þá var ég hætt öllu.“ Aðspurð um hvað hún telji að taki við segir hún að það ríki mikil óvissa. „Það er þessi hræðsla. Ég er búin að vera áður hjá VIRK og það virkaði ekki. Ég er hrædd um að það muni ekki virka aftur og að ég fari aftur á sama stað og var á áður en ég kom hingað. Ég held að það sé eins hjá mörgum. Vonandi þarf það ekki að gerast.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun. 5. mars 2025 14:52 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Sigrún Ósk Steinarsdóttir er rúmlega tvítug ung kona sem hefur verið þátttakandi í starfi Janusar endurhæfingar í eitt ár og segir það hafa breytt lífi sínu. Hún segir þátttakendur kvíða framhaldinu sem vita ekki hvað tekur við þegar Janus endurhæfing lokar þann 1. júní. Janus hefur veitt geðheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda á aldrinum 18-30 ára. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem einnig var rætt við aðstandendur ungmennis. „Það hefur náttúrlega verið stór hluti af lífinu mínu að komast aftur í samfélagið og Janus hefur virkilega hjálpað með það. Þetta hefur náttúrlega verið erfitt en örugglega besti hlutur sem ég hef gert. Það væri bara skömm að því að loka þessu og gefa ekki öðrum séns á að fá hjálpina sem þau þurfa. Að komast úr holunni sem við öll í Janus vorum í,“ segir Sigrún Ósk. Skorar á stjórnvöld með undirskriftalista Sigrún Ósk setti af stað undirskriftasöfun undir nafninu Áskorun til stjórnvalda að loka ekki Janus endurhæfingu. Rúmlega átján hundruð manns hafa þegar skrifað undir. Hún segist hafa viljað vera rödd þeirra sem enn bíða þjónustu. Sigrún Ósk setti af stað undirskriftarlista til að reyna að koma í veg fyrir lokun Janusar svo fleiri fái tækifæri til að komast út úr holunni, líkt og lýsir því sjálf.Vísir/Sigurjón „Ég ákvað að setja af stað undirskriftalista til þess að bara ekki loka, náttúrlega þetta hefur svo mikil áhrif á þátttakendur og bara þátttakendur á biðlista. Það er ekkert úrræði eins og Janus. Við viljum ekki loka því og við viljum gefa öllum séns á að fá sömu aðstoð og við fengum, með því að halda Janusi áfram. Þetta var það mesta sem ég gat gert á þessum tíma,“ heldur Sigrún Ósk áfram. Sigrún segir það mikilvægt fyrir fólk í hennar stöðu að þjónusta sem hún þurfi að sækja sé öll á sama stað. Hún segist hafa sótt þjónustu VIRK áður sem hafi ekki verið með eins gott utanumhald og sú þjónusta sem hún hefur fengið hjá Janusi undanfarið ár. „Þá var ég með sálfræðing niðri í bæ og iðjuþjálfinn var í Hafnarfirðinum. Það er mjög erfitt að fara á marga staði og hitta margt fók, hérna er bara allt á einum stað, sálfræðingar, geðlæknir, iðjuþjálfar, tengiliðir, fólk sem þú ert í samvinnu með, það er allt hérna,“ segir Sigrún sem kvíðir lokun Janusar. Sigrún Ósk fann aftur lífsneistann hjá Janusi endurhæfingu. Hún var alveg hætt að sinna áhugamálum sínum en íhugar nú að fara í nám í myndlist eða húsgagnasmíði.Vísir/Sigurjón Sigrún segist hafa verið hætt að sinna sínum áhugamálum en hjá Janusi hafi hún aftur fundið neistann og hyggst nú fara í myndlistarnám eða húsgagnasmíði. Hjá Janusi hefur hún einbeitt sér að því að gera tækifæriskort, jólakort og afmæliskort. Þá hefur hún einnig verið í tálgun hjá Janusi endurhæfingu sem hefur kveikt áhuga hennar á því að fara í húsgagnasmíði. „En áður en ég kom hingað þá var ég hætt öllu.“ Aðspurð um hvað hún telji að taki við segir hún að það ríki mikil óvissa. „Það er þessi hræðsla. Ég er búin að vera áður hjá VIRK og það virkaði ekki. Ég er hrædd um að það muni ekki virka aftur og að ég fari aftur á sama stað og var á áður en ég kom hingað. Ég held að það sé eins hjá mörgum. Vonandi þarf það ekki að gerast.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun. 5. mars 2025 14:52 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun. 5. mars 2025 14:52