Í tilkynningu Veðurstofu Íslands frá 11. mars segir að gera þurfi ráð fyrir að eldgos geti hafist með mjög skömmum fyrirvara.
Að neðan má sjá útsendinguna á Stöð 2 Vísi.
Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023.
Í tilkynningu Veðurstofu Íslands frá 11. mars segir að gera þurfi ráð fyrir að eldgos geti hafist með mjög skömmum fyrirvara.
Að neðan má sjá útsendinguna á Stöð 2 Vísi.
Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni.
Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli.
Eldfjallafræðingur telur að Sundhnjúksgígaröðin gæti kannski náð einu eldgosi í viðbót en segist þó frekar á því að goshrinunni þar sé lokið. Hann spáir því að Eldvörp og Reykjanestá verði næstu gossvæði.