Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Jón Þór Stefánsson skrifar 13. mars 2025 15:11 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimmtán mánaða fangelsisdóm karlmanns vegna ráns og stunguárásar. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem mun hafa átt sér stað á júníkvöldi árið 2022. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um fimmtán mánaða fangelsisvist. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað og konunni eina milljón króna í miskabætur. Honum var gefið að sök að brjótast inn í íbúð í Hafnarfirði vopnaður hnífi, neyða konu til að afhenda sér fimmtíu þúsund krónur, og síðan reisa hnífinn upp og neyða hana til að afhenda sér rúmlega tíu þúsund krónur til viðbótar. Í ákæru segir að þar á eftir hafi maðurinn ruðst inn í herbergi annarrar konu sem lá sofandi. Hann hafi vakið hana með öskrum, tekið hana hálstaki, og stungið hana tvisvar með hnífnum, annars vegar í framhandlegg og síðan í fótlegg. Fyrir vikið hlaut konan ýmsa áverka, líkt og eins sentímetra langan skurð á fæti og tíu sentímetra langan skurð á framhandlegg sínum. Taldi manninn hafa komið inn af svölunum Önnur konan, sú sem var rænd, lýsti því í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hefði verið nýkomin heim úr búðinni umrætt kvöld og hefði verið að elda kvöldmat þegar atburðarásin hófst. Hún hafði verið nýbúin að opna út á svalir og skyndilega hafi hún séð manninn, sem var kominn inn í íbúðina. Hún taldi að hann hefði greinilega komið sér inn á svalirnar og komist þaðan inn. Maðurinn hefði áður lánað henni 30 þúsund krónur og krafið hana um að fá peninginn aftur. Hún hafi sagt honum að hún væri ekki með pening, og hann byrjað að ota hnífnum að henni. Hún hefði þá náð í veskið sitt og látið hana fá peninga, fyrst hluta af því sem var í veskinu sínu, og síðan allan peninginn eftir að hann krafði hana um meira. Síðan hafi hann spurt hana hvar hin konan væri og hann rokið beint inn í herbergi til hennar. „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Hin konan gaf einnig skýrslu í héraði. Hún sagði að hún hefði átt erfiðan dag, daginn sem árásin átti sér stað. Maðurinn hefði verið að senda henni stöðug skilaboð og spurt hvar hún væri. Því hafi hún lagt sig. Hún hafi síðan vaknað við það að maðurinn hefði staðið yfir henni og spurt: „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Samkvæmt framburði konunnar öskraði hann á hana, en hún reyndi að ýta honum burt. Síðan hafi hann tekið um háls hennar. Hún hafi talið að um grín væri að ræða af hans hálfu, en snerist hugur þegar hún hafi fundið fyrir höggum. Fram kemur að í átökum þeirra hafi henni tekist að hringja í vin sinn og taldi að hann hefði heyrt öskrin í sér. Á einhverjum tímapunkti hafi manninum brugðið og farið burt. Hún taldi hugsanlegt að hann hafi annað hvort séð að einhver væri í símanum, eða að hann hefði áttað sig á því hvað hann hefði gert. Því næst hafi hún staðið upp úr rúminu og gengið úr herbergi sínu og mætt hinni konunni sem hafi öskrað. Þá hafi hún litið niður og séð mikið blóð og áttað sig á því að maðurinn hefði stungið hana. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Að sögn hans fór hann ekki heim til kvennanna umræddan dag. Hann hefði verið í vinnunni og síðan farið heim til sín. Daginn eftir hafi hann vaknað við sérsveitina. Maðurinn sagðist ekki skilja hvers vegna konurnar væru að saka hann um þetta. Þá kannaðist hann heldur ekki við að hafa lánað þeim peninga. Dómsmál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem mun hafa átt sér stað á júníkvöldi árið 2022. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um fimmtán mánaða fangelsisvist. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað og konunni eina milljón króna í miskabætur. Honum var gefið að sök að brjótast inn í íbúð í Hafnarfirði vopnaður hnífi, neyða konu til að afhenda sér fimmtíu þúsund krónur, og síðan reisa hnífinn upp og neyða hana til að afhenda sér rúmlega tíu þúsund krónur til viðbótar. Í ákæru segir að þar á eftir hafi maðurinn ruðst inn í herbergi annarrar konu sem lá sofandi. Hann hafi vakið hana með öskrum, tekið hana hálstaki, og stungið hana tvisvar með hnífnum, annars vegar í framhandlegg og síðan í fótlegg. Fyrir vikið hlaut konan ýmsa áverka, líkt og eins sentímetra langan skurð á fæti og tíu sentímetra langan skurð á framhandlegg sínum. Taldi manninn hafa komið inn af svölunum Önnur konan, sú sem var rænd, lýsti því í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hefði verið nýkomin heim úr búðinni umrætt kvöld og hefði verið að elda kvöldmat þegar atburðarásin hófst. Hún hafði verið nýbúin að opna út á svalir og skyndilega hafi hún séð manninn, sem var kominn inn í íbúðina. Hún taldi að hann hefði greinilega komið sér inn á svalirnar og komist þaðan inn. Maðurinn hefði áður lánað henni 30 þúsund krónur og krafið hana um að fá peninginn aftur. Hún hafi sagt honum að hún væri ekki með pening, og hann byrjað að ota hnífnum að henni. Hún hefði þá náð í veskið sitt og látið hana fá peninga, fyrst hluta af því sem var í veskinu sínu, og síðan allan peninginn eftir að hann krafði hana um meira. Síðan hafi hann spurt hana hvar hin konan væri og hann rokið beint inn í herbergi til hennar. „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Hin konan gaf einnig skýrslu í héraði. Hún sagði að hún hefði átt erfiðan dag, daginn sem árásin átti sér stað. Maðurinn hefði verið að senda henni stöðug skilaboð og spurt hvar hún væri. Því hafi hún lagt sig. Hún hafi síðan vaknað við það að maðurinn hefði staðið yfir henni og spurt: „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Samkvæmt framburði konunnar öskraði hann á hana, en hún reyndi að ýta honum burt. Síðan hafi hann tekið um háls hennar. Hún hafi talið að um grín væri að ræða af hans hálfu, en snerist hugur þegar hún hafi fundið fyrir höggum. Fram kemur að í átökum þeirra hafi henni tekist að hringja í vin sinn og taldi að hann hefði heyrt öskrin í sér. Á einhverjum tímapunkti hafi manninum brugðið og farið burt. Hún taldi hugsanlegt að hann hafi annað hvort séð að einhver væri í símanum, eða að hann hefði áttað sig á því hvað hann hefði gert. Því næst hafi hún staðið upp úr rúminu og gengið úr herbergi sínu og mætt hinni konunni sem hafi öskrað. Þá hafi hún litið niður og séð mikið blóð og áttað sig á því að maðurinn hefði stungið hana. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Að sögn hans fór hann ekki heim til kvennanna umræddan dag. Hann hefði verið í vinnunni og síðan farið heim til sín. Daginn eftir hafi hann vaknað við sérsveitina. Maðurinn sagðist ekki skilja hvers vegna konurnar væru að saka hann um þetta. Þá kannaðist hann heldur ekki við að hafa lánað þeim peninga.
Dómsmál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira