Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2025 13:14 Sigrún Árnadóttir hefur stýrt Félagsbústöðum frá 2019. Síðustu árin hefur starfsánægja á vinnustaðnum fallið í könnunum. Skyndilegur brottrekstur starfsmanns á starfsmannafundi var það sem gerði útslagið fyrir starfsfólkið sem sendi í kjölfarið vantraustsyfirlýsingu á stjórn stofnunarinnar. Vísir Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. Yfirlýsingin var send stjórn Félagsbústaða í síðustu viku, nokkrum dögum eftir uppákomuna þar sem Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, rak starfsmann sem spurði út í nýlega starfsánægjukönnun á starfsmannafundi í lok febrúar. Allir starfsmenn stofnunarinnar fyrir utan þrjá stjórnendur skrifuðu undir yfirlýsinguna. Vísar starfsfólkið til vaxandi óánægju og ótta vegna starfshátta Sigrúnar. Vanlíðan starfsfólks hafi aukist vegna óviðunandi stjórnarhátta hennar, skorts á virðingu og stuðningi auk almenns óöryggis sem starfsmenn upplifi í daglegu starfi hjá stofnuninni. „Þetta hefur leitt til mikillar streitu, veikinda, óöryggis og óánægju, sem aftur hefur áhrif á fagleg vinnubrögð og getu fyrirtækisins til að sinna lögbundnu hlutverki sínu,“ segir í yfirlýsingunni sem var einnig send á Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarstjóra, og borgarfulltrúa. Óskar starfsfólkið eftir því að stjórn Félagsbústaða fái fagaðila til þess að skoða starfsemina og stjórnarhætti Sigrúnar og að hún verði send í tímabundið leyfi á meðan. Varar það við því að óbreytt ástand geti valdið varanlegum skaða á starfseminni ásamt tapaðri þekkingu vegna brotthvarfs starfsfólks. Félagsbústaðir eru sjálfseignastofnun sem er að öllu leyti í eigu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um þúsundir félagslegra íbúða sem félagsþjónusta borgarinnar úthlutar og sýslar þannig með margmilljarða króna eignir. Félagið tilheyrir svonefndum B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar og starfsmenn þess njóta ekki sama starfsöryggis og borgarstarfsmenn A-hluta. Brottreksturinn áfall fyrir starfsfólkið Óánægja starfsfólksins endurspeglast í starfsánægjukönnunum sem stéttarfélagið Sameyki hefur látið gera undanfarin ár. Frá árinu 2022 hefur sú einkunn sem starfsmenn stofnunarinnar gefa henni, stjórnunarháttum og starfsanda fallið umtalsvert. Utanaðkomandi ráðgjafi var fenginn til þess að taka starfsmannaviðtöl til þess að bregðast við ástandinu á vinnustaðnum í vetur. Starfsfólk fékk hins vegar ekki afrit af niðurstöðum þeirrar úttektar, aðeins munnlega kynningu, þrátt fyrir að eftir því hefði verið kallað. Sama átti við um stjórn Félagsbústaða. Hún fékk aðeins munnlega kynningu á niðurstöðunum en ekki skýrslu ráðgjafans til framkvæmdastjórans. Atvikið sem varð kveikjan að því að starfsfólkið lýsti yfir vantrausti á Sigrúnu átti sér stað á starfsmannafundi föstudaginn 28. febrúar. Þá rak framkvæmdastjórinn starfsmann sem spurði fyrir hönd starfsfólksins hvort ekki stæði til að kynna niðurstöður nýjustu starfsánægjukönnunar Sameykis sem birtar voru í febrúar, þær verstu til þessa, fyrir framan samstarfsfélaga hans. Í yfirlýsingunni segir að uppákoman hafi verið „mjög niðurlægjandi“ og mikið áfall fyrir starfsfólkið. Hún hafi verið „lýsandi dæmi um þá ógnarstjórnun, óásættanlegt virðingarleysi gagnvart starfsfólki og undirstrikar alvarleika málsins.“ Kalla til ráðgjafarfyrirtæki en Sigrún ekki send í leyfi Sigrún vildi ekki tjá sig um vantraustsyfirlýsingu starfsfólksins þegar eftir því var leitað í dag. Hún vísaði á Ellý Öldu Þorsteinsdóttur, stjórnarformann Félagsbústaða. Ellý Alda segir stjórnina taka málið alvarlega. Tveir stjórnarfundir hafi verið haldnir um málið og stjórnin vilji tryggja eins sanngjarna og faglega úrlausn og hægt sé. Funda eigi með starfsfólki stofnunarinnar í dag en Ellý vildi ekki segja hver viðbrögð stjórnarinnar yrðu áður en þau yrðu kynnt starfsfólkinu. Á fundi með starfsfólki Félagsbústaða í dag greindi Ellý Alda frá því að stjórnin væri að ganga frá samkomulagi við Auðnast, ráðgjafarfyrirtæki um heilsu og vinnuvernd, sem ætti að greina umhverfið á vinnustaðnum og vinna áhættumat í samræmi við óskirnar sem komu fram í vantraustsyfirlýsingunni. Stjórnin teldi hins vegar ekki æskilegt að taka frekari ákvarðanir um starfsemi félagsins fyrr en greining og áætlun sem Auðnast á að skila henni liggur fyrir. Vinna Auðnast ætti að hefjast með viðtölum við starfsfólk strax í næstu viku og taka um fjórar vikur. Sigrún var ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir að forveri hennar sagði af sér vegna hundruð milljóna króna framúrkeyrslu við framkvæmdir í Breiðholti árið 2019. Hún var áður bæjarstjóri Sandgerðis í tíð meirihluta Samfylkingarinnar og óháðra. Áður var hún framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára. Fréttin var uppfærð eftir að stjórnarformaður Félagsbústaða fundaði með starfsfólki í dag. Reykjavík Stjórnsýsla Mannauðsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Yfirlýsingin var send stjórn Félagsbústaða í síðustu viku, nokkrum dögum eftir uppákomuna þar sem Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, rak starfsmann sem spurði út í nýlega starfsánægjukönnun á starfsmannafundi í lok febrúar. Allir starfsmenn stofnunarinnar fyrir utan þrjá stjórnendur skrifuðu undir yfirlýsinguna. Vísar starfsfólkið til vaxandi óánægju og ótta vegna starfshátta Sigrúnar. Vanlíðan starfsfólks hafi aukist vegna óviðunandi stjórnarhátta hennar, skorts á virðingu og stuðningi auk almenns óöryggis sem starfsmenn upplifi í daglegu starfi hjá stofnuninni. „Þetta hefur leitt til mikillar streitu, veikinda, óöryggis og óánægju, sem aftur hefur áhrif á fagleg vinnubrögð og getu fyrirtækisins til að sinna lögbundnu hlutverki sínu,“ segir í yfirlýsingunni sem var einnig send á Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarstjóra, og borgarfulltrúa. Óskar starfsfólkið eftir því að stjórn Félagsbústaða fái fagaðila til þess að skoða starfsemina og stjórnarhætti Sigrúnar og að hún verði send í tímabundið leyfi á meðan. Varar það við því að óbreytt ástand geti valdið varanlegum skaða á starfseminni ásamt tapaðri þekkingu vegna brotthvarfs starfsfólks. Félagsbústaðir eru sjálfseignastofnun sem er að öllu leyti í eigu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um þúsundir félagslegra íbúða sem félagsþjónusta borgarinnar úthlutar og sýslar þannig með margmilljarða króna eignir. Félagið tilheyrir svonefndum B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar og starfsmenn þess njóta ekki sama starfsöryggis og borgarstarfsmenn A-hluta. Brottreksturinn áfall fyrir starfsfólkið Óánægja starfsfólksins endurspeglast í starfsánægjukönnunum sem stéttarfélagið Sameyki hefur látið gera undanfarin ár. Frá árinu 2022 hefur sú einkunn sem starfsmenn stofnunarinnar gefa henni, stjórnunarháttum og starfsanda fallið umtalsvert. Utanaðkomandi ráðgjafi var fenginn til þess að taka starfsmannaviðtöl til þess að bregðast við ástandinu á vinnustaðnum í vetur. Starfsfólk fékk hins vegar ekki afrit af niðurstöðum þeirrar úttektar, aðeins munnlega kynningu, þrátt fyrir að eftir því hefði verið kallað. Sama átti við um stjórn Félagsbústaða. Hún fékk aðeins munnlega kynningu á niðurstöðunum en ekki skýrslu ráðgjafans til framkvæmdastjórans. Atvikið sem varð kveikjan að því að starfsfólkið lýsti yfir vantrausti á Sigrúnu átti sér stað á starfsmannafundi föstudaginn 28. febrúar. Þá rak framkvæmdastjórinn starfsmann sem spurði fyrir hönd starfsfólksins hvort ekki stæði til að kynna niðurstöður nýjustu starfsánægjukönnunar Sameykis sem birtar voru í febrúar, þær verstu til þessa, fyrir framan samstarfsfélaga hans. Í yfirlýsingunni segir að uppákoman hafi verið „mjög niðurlægjandi“ og mikið áfall fyrir starfsfólkið. Hún hafi verið „lýsandi dæmi um þá ógnarstjórnun, óásættanlegt virðingarleysi gagnvart starfsfólki og undirstrikar alvarleika málsins.“ Kalla til ráðgjafarfyrirtæki en Sigrún ekki send í leyfi Sigrún vildi ekki tjá sig um vantraustsyfirlýsingu starfsfólksins þegar eftir því var leitað í dag. Hún vísaði á Ellý Öldu Þorsteinsdóttur, stjórnarformann Félagsbústaða. Ellý Alda segir stjórnina taka málið alvarlega. Tveir stjórnarfundir hafi verið haldnir um málið og stjórnin vilji tryggja eins sanngjarna og faglega úrlausn og hægt sé. Funda eigi með starfsfólki stofnunarinnar í dag en Ellý vildi ekki segja hver viðbrögð stjórnarinnar yrðu áður en þau yrðu kynnt starfsfólkinu. Á fundi með starfsfólki Félagsbústaða í dag greindi Ellý Alda frá því að stjórnin væri að ganga frá samkomulagi við Auðnast, ráðgjafarfyrirtæki um heilsu og vinnuvernd, sem ætti að greina umhverfið á vinnustaðnum og vinna áhættumat í samræmi við óskirnar sem komu fram í vantraustsyfirlýsingunni. Stjórnin teldi hins vegar ekki æskilegt að taka frekari ákvarðanir um starfsemi félagsins fyrr en greining og áætlun sem Auðnast á að skila henni liggur fyrir. Vinna Auðnast ætti að hefjast með viðtölum við starfsfólk strax í næstu viku og taka um fjórar vikur. Sigrún var ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir að forveri hennar sagði af sér vegna hundruð milljóna króna framúrkeyrslu við framkvæmdir í Breiðholti árið 2019. Hún var áður bæjarstjóri Sandgerðis í tíð meirihluta Samfylkingarinnar og óháðra. Áður var hún framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára. Fréttin var uppfærð eftir að stjórnarformaður Félagsbústaða fundaði með starfsfólki í dag.
Reykjavík Stjórnsýsla Mannauðsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent