Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. mars 2025 07:03 Árni við skrifborðið sitt þar sem mörg myndbandanna hafa fæðst. Árni Árnason mannauðsstjóri hjá Elju hefur slegið í gegn á Facebook með allskyns ádeilugrínmyndböndum þar sem hann hefur hinar ýmsu stofnanir og stjórnmálamenn að háði og spotti. Þar má nefna Isavia og skipulagssvið Reykjavíkurborgar svo fátt eitt sé nefnt. Vinsældirnar eru orðnar svo miklar að búið er að bóka Árna í uppistand. Árni ræddi grínið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni. Hugmyndin að myndböndunum kviknaði fyrst fyrir síðustu Alþingiskosningar en Árni segist lengi vel hafa birt föstudagspistla um ástandið í þjóðfélaginu. Það hafi byrjað eftir hrun en Árni hætti nýverið með pistlana þar sem hann upplifði takmarkaðan áhuga. Horfa má á nokkur af myndböndunum sem slegið hafa í gegn neðar í fréttinni. Fólk að tengja „Fólk kannski nennir ekki að lesa eitthvað tuð og þarna fann ég leið til þess að koma sannleikskornum á framfæri með grínívafi og smá vitleysisgangi og þá nennir fólk að hlusta,“ segir Árni léttur í bragði í Bítinu. Hann prófaði sig áfram með gríni um Miðflokkinn á Tik-Tok og svo fór sem fór. „Það bara sló ótrúlega í gegn þannig ég fór að fíflast og gera eitthver fleiri og svo hefur þetta bara undið upp á sig,“ segir Árni í Bítinu. Hann bregður sér í hlutverk persónu sinnar Uglu Trés í myndböndunum og þar er Gógó aðstoðarkona hennar aldrei langt undan. Árni segist aldrei skipuleggja sig langt fram í tímann, hann skrifar yfirleitt nokkra punkta niður á blað og notar spuna til að draga sig að landi. „Ég fylgist mjög vel með í fréttum og pikka eitthvað upp sem gerist akkúrat núna,“ segir Árni sem hefur mest fengið um áttatíu þúsund áhorf á eitt myndband á Facebook og á Tik-Tok. Hann segir reglulega rigna yfir hann athugasemdum þar sem fólk segist tengja mikið við grínið. „Svo er þetta svo skemmtilegt að ég hef verið að hitta fólk úti á götu sem hefur talað við mig og þá vinnur það hjá einhverri stofnun og þau segjast bíða spennt eftir því að sín stofnun verði tekin fyrir. Það eru margir að benda á sína stofnun, sem segir manni að auðvitað náttúrulega eru margir sem vinna hjá hinu opinbera sem vita hvað kerfið getur verið svifaseint og stundum asnalegt.“ Uppistand á næsta leyti Árni ræddi myndböndin ekki bara í Bítinu á Bylgjunni heldur líka við Vísi. Hann segir grínið vera farið að vinda svo mikið upp á sig að hann hafi nú verið beðinn um að koma fram á uppistandi á væntanlegum vorfögnuði. „Þetta er farið að vinda upp á sig og fólk vill fá mig á svið. Ég er að skoða þetta betur, upp á að hafa nægan tíma til að undirbúa mig,“ segir Árni. Hann segist strax vera farinn að hugsa næstu skref. „Við heyrum það í hverri kosningabaráttu að það á að einfalda kerfið, láta kerfið þjóna almenningi en svo gerist aldrei neitt. Ég hef einhvern veginn komið því til skila með þessum aulahúmor. Svo er bara spurning hvernig maður þróar þetta, Ugla Tré og Gógó geta kannski ekki lifað að eilífu, maður vill ekki að majónesið verði gult,“ segir Árni hlæjandi. Hann slær á létta strengi og segist vera miðaldra, tæknihefur maður sem væri til í að láta á það reyna að þróa myndböndin og gera þau flottari. Hingað til hefur hann notast við símann sinn og bara það. „Ég átti aldrei von á að ég myndi ná hljómgrunni hjá stórum hluta þjóðarinnar. Það var svo æðislegt um daginn, að ég fékk skilaboð frá bændum í Húnavatnssýslu og sama dag fékk ég skilaboð frá sjómanni á togara. Þannig maður virðist vera að ná til fólks, hvort sem það er til sjávar eða sveita.“ Grín og gaman Bítið Bylgjan Uppistand Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
Árni ræddi grínið meðal annars í Bítinu á Bylgjunni. Hugmyndin að myndböndunum kviknaði fyrst fyrir síðustu Alþingiskosningar en Árni segist lengi vel hafa birt föstudagspistla um ástandið í þjóðfélaginu. Það hafi byrjað eftir hrun en Árni hætti nýverið með pistlana þar sem hann upplifði takmarkaðan áhuga. Horfa má á nokkur af myndböndunum sem slegið hafa í gegn neðar í fréttinni. Fólk að tengja „Fólk kannski nennir ekki að lesa eitthvað tuð og þarna fann ég leið til þess að koma sannleikskornum á framfæri með grínívafi og smá vitleysisgangi og þá nennir fólk að hlusta,“ segir Árni léttur í bragði í Bítinu. Hann prófaði sig áfram með gríni um Miðflokkinn á Tik-Tok og svo fór sem fór. „Það bara sló ótrúlega í gegn þannig ég fór að fíflast og gera eitthver fleiri og svo hefur þetta bara undið upp á sig,“ segir Árni í Bítinu. Hann bregður sér í hlutverk persónu sinnar Uglu Trés í myndböndunum og þar er Gógó aðstoðarkona hennar aldrei langt undan. Árni segist aldrei skipuleggja sig langt fram í tímann, hann skrifar yfirleitt nokkra punkta niður á blað og notar spuna til að draga sig að landi. „Ég fylgist mjög vel með í fréttum og pikka eitthvað upp sem gerist akkúrat núna,“ segir Árni sem hefur mest fengið um áttatíu þúsund áhorf á eitt myndband á Facebook og á Tik-Tok. Hann segir reglulega rigna yfir hann athugasemdum þar sem fólk segist tengja mikið við grínið. „Svo er þetta svo skemmtilegt að ég hef verið að hitta fólk úti á götu sem hefur talað við mig og þá vinnur það hjá einhverri stofnun og þau segjast bíða spennt eftir því að sín stofnun verði tekin fyrir. Það eru margir að benda á sína stofnun, sem segir manni að auðvitað náttúrulega eru margir sem vinna hjá hinu opinbera sem vita hvað kerfið getur verið svifaseint og stundum asnalegt.“ Uppistand á næsta leyti Árni ræddi myndböndin ekki bara í Bítinu á Bylgjunni heldur líka við Vísi. Hann segir grínið vera farið að vinda svo mikið upp á sig að hann hafi nú verið beðinn um að koma fram á uppistandi á væntanlegum vorfögnuði. „Þetta er farið að vinda upp á sig og fólk vill fá mig á svið. Ég er að skoða þetta betur, upp á að hafa nægan tíma til að undirbúa mig,“ segir Árni. Hann segist strax vera farinn að hugsa næstu skref. „Við heyrum það í hverri kosningabaráttu að það á að einfalda kerfið, láta kerfið þjóna almenningi en svo gerist aldrei neitt. Ég hef einhvern veginn komið því til skila með þessum aulahúmor. Svo er bara spurning hvernig maður þróar þetta, Ugla Tré og Gógó geta kannski ekki lifað að eilífu, maður vill ekki að majónesið verði gult,“ segir Árni hlæjandi. Hann slær á létta strengi og segist vera miðaldra, tæknihefur maður sem væri til í að láta á það reyna að þróa myndböndin og gera þau flottari. Hingað til hefur hann notast við símann sinn og bara það. „Ég átti aldrei von á að ég myndi ná hljómgrunni hjá stórum hluta þjóðarinnar. Það var svo æðislegt um daginn, að ég fékk skilaboð frá bændum í Húnavatnssýslu og sama dag fékk ég skilaboð frá sjómanni á togara. Þannig maður virðist vera að ná til fólks, hvort sem það er til sjávar eða sveita.“
Grín og gaman Bítið Bylgjan Uppistand Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira