Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Lillý Valgerður Pétursdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 7. mars 2025 18:57 Vísir/Lýður Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman á sögulegum neyðarfundi í Brussel í gær til að ræða öryggis og varnarmál í Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eftir að hann tók við embætti gert ráðamönnum í Evrópu ljóst að þeir geti ekki reitt sig á sama hátt á Bandaríkin og áður þegar kemur að varnarmálum heldur þurfi að efla sínar varnir sjálfir. Vendingarnar hafa verið tíðar í heimsmálunum undanfarið og margir uggandi. Í vikunni frystu Bandaríkin alla hernaðaraðstoð til Úkraínumanna eftir hitafund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í vikunni áður. Í dag hótaði Trump svo Rússum bæði refsiaðgerðum og tollum eftir árásir þeirra á Úkraínu í nótt. Hann sagðist þó jafnframt trúa að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji frið. Evrópusambandið telur að bregðast þurfi breyttri stöðu og tilkynnti í gær að rúmir 118 þúsund milljarðar króna verði settir í varnarmál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat í morgun fjarfund með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands þar sem farið var yfir hvernig þetta fjármagn verði notað. „Þetta eru auðvitað lönd sem eru í NATO líka og ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ segir Kristrún. Trump hefur sagt til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en 2 prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er eitt af þeim ríkjum. Varnarsamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna frá miðri síðustu öld. Kristrún segir yfirlýsingar Trump undanfarið ekki hafa áhrif á hana. „Varnarsamningurinn stendur sterkt og við eigum í góðum samskiptum við Bandaríkin. Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ segir hún. Þá þurfi Íslendingar að vera tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað. Við höfum ákveðið verk að vinna. Við getum styrkt okkur. Við getum styrkt okkur í gegnum Landhelgisgæslunnar. Við getum styrkt okkur í gegnum lögregluna. Þannig það skiptir máli fyrir okkur að sýna að við töku stöðuna alvarlega,“ segir Kristrún. NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman á sögulegum neyðarfundi í Brussel í gær til að ræða öryggis og varnarmál í Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eftir að hann tók við embætti gert ráðamönnum í Evrópu ljóst að þeir geti ekki reitt sig á sama hátt á Bandaríkin og áður þegar kemur að varnarmálum heldur þurfi að efla sínar varnir sjálfir. Vendingarnar hafa verið tíðar í heimsmálunum undanfarið og margir uggandi. Í vikunni frystu Bandaríkin alla hernaðaraðstoð til Úkraínumanna eftir hitafund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í vikunni áður. Í dag hótaði Trump svo Rússum bæði refsiaðgerðum og tollum eftir árásir þeirra á Úkraínu í nótt. Hann sagðist þó jafnframt trúa að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji frið. Evrópusambandið telur að bregðast þurfi breyttri stöðu og tilkynnti í gær að rúmir 118 þúsund milljarðar króna verði settir í varnarmál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat í morgun fjarfund með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands þar sem farið var yfir hvernig þetta fjármagn verði notað. „Þetta eru auðvitað lönd sem eru í NATO líka og ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ segir Kristrún. Trump hefur sagt til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en 2 prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er eitt af þeim ríkjum. Varnarsamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna frá miðri síðustu öld. Kristrún segir yfirlýsingar Trump undanfarið ekki hafa áhrif á hana. „Varnarsamningurinn stendur sterkt og við eigum í góðum samskiptum við Bandaríkin. Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ segir hún. Þá þurfi Íslendingar að vera tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað. Við höfum ákveðið verk að vinna. Við getum styrkt okkur. Við getum styrkt okkur í gegnum Landhelgisgæslunnar. Við getum styrkt okkur í gegnum lögregluna. Þannig það skiptir máli fyrir okkur að sýna að við töku stöðuna alvarlega,“ segir Kristrún.
NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira