„Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 17:45 Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska. Bjarni/Aðsend Maður sem missti hundinn sinn í upphafi árs segir það hafa þónokkur áhrif á sorgarferlið að vita ekki hvað varð um hræ hundsins en það týndist í meðhöndlun dýraspítala. Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, var erlendis þegar að hundurinn hans Prins kvaddi þennan heim í janúar eftir tólf ára samfylgd. Vinur Hjörleifs sem var með hundinn í pössun fór með hræið á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti sem heitir nú Animalía þar sem til stóð senda leifarnar í brennslu og koma öskunni fyrir í sérstakri krukku með loppufari hundsins. Það átti að taka um fimm vikur að fá kerið afhent en sú varð ekki raunin. „Svo hringi ég hérna í gær og athuga stöðuna og þá finnst ekkert um hundinn. Hann kom þarna inn sextánda janúar enn eftir það er ekkert vitað hvar hann endaði.“ Endaði í almennri sorpbrennslu Hundshræið átti að senda í brennslu á dýraspítala í Garðabæ en þangað barst það aldrei. „Líklegasta skýringin er að, þær nota Terra sem er sorpeyðingarferilsstöð, Terra nota Kölku sem er á Suðurnesjum og það er líklegasta skýringin að hann hafi endað í sorpeyðingarstöðinni þar,“ sagði Hjörleifur í samtali við fréttastofu í gær en í dag fékk hann þær fregnir staðfestar að hræ hundsins hafi endað í ruslinu. „Hundurinn minn er sóttur á Dýraspítalann í Grafarholti af Terra. Terra fer með hann til Kölku í Reykjanesbæ sem er sorpeyðingarstöð. En þegar þangað er komið þá enda dýrin í almennri sorpbrennslu með almennu rusli. Kalka skráir ekki hvaða dýr eða hversu mörg dýr koma til þeirra. Einungis vigtuð þyngd, enda fyrir þeim er bara verið að brenna úrgang. Það er því staðfest hér með að litli besti vinur minn endaði í ruslinu,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Boðið tómt ker sem sárabætur Animalía hafi boðið Hjörleifi tómt ker til minningar um hundinn þegar að mistökin urðu ljós. Í tilkynningu frá stjórnendum Animalíu kemur fram að fyrirtækið harmi að mannleg mistök hafi átt sér stað. Þá er áréttað að atvikið hafi átt sér stað á meðan fyrirtækið starfaði sem Dýralæknamiðstöðin Grafarholti. Nýir eigendur hafi tekið við í janúar og ekki gefist kostur á að yfirfara alla verkferla, núverandi starfsemi sé með allt öðru sniði. „Ég óska engum að lenda í þessu með gæludýrið sitt. Flestir vilja hafa það hjá sér, það sem eftir er. Þetta er náttúrulega leiðinlegt. Maður hefði fengið lok, svona með þetta ker. Svo er náttúrulega líka vont að ég var úti þegar þetta gerðist svo ég fékk svo sem ekki að kveðja hann sjálfur.“ Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, var erlendis þegar að hundurinn hans Prins kvaddi þennan heim í janúar eftir tólf ára samfylgd. Vinur Hjörleifs sem var með hundinn í pössun fór með hræið á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti sem heitir nú Animalía þar sem til stóð senda leifarnar í brennslu og koma öskunni fyrir í sérstakri krukku með loppufari hundsins. Það átti að taka um fimm vikur að fá kerið afhent en sú varð ekki raunin. „Svo hringi ég hérna í gær og athuga stöðuna og þá finnst ekkert um hundinn. Hann kom þarna inn sextánda janúar enn eftir það er ekkert vitað hvar hann endaði.“ Endaði í almennri sorpbrennslu Hundshræið átti að senda í brennslu á dýraspítala í Garðabæ en þangað barst það aldrei. „Líklegasta skýringin er að, þær nota Terra sem er sorpeyðingarferilsstöð, Terra nota Kölku sem er á Suðurnesjum og það er líklegasta skýringin að hann hafi endað í sorpeyðingarstöðinni þar,“ sagði Hjörleifur í samtali við fréttastofu í gær en í dag fékk hann þær fregnir staðfestar að hræ hundsins hafi endað í ruslinu. „Hundurinn minn er sóttur á Dýraspítalann í Grafarholti af Terra. Terra fer með hann til Kölku í Reykjanesbæ sem er sorpeyðingarstöð. En þegar þangað er komið þá enda dýrin í almennri sorpbrennslu með almennu rusli. Kalka skráir ekki hvaða dýr eða hversu mörg dýr koma til þeirra. Einungis vigtuð þyngd, enda fyrir þeim er bara verið að brenna úrgang. Það er því staðfest hér með að litli besti vinur minn endaði í ruslinu,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Boðið tómt ker sem sárabætur Animalía hafi boðið Hjörleifi tómt ker til minningar um hundinn þegar að mistökin urðu ljós. Í tilkynningu frá stjórnendum Animalíu kemur fram að fyrirtækið harmi að mannleg mistök hafi átt sér stað. Þá er áréttað að atvikið hafi átt sér stað á meðan fyrirtækið starfaði sem Dýralæknamiðstöðin Grafarholti. Nýir eigendur hafi tekið við í janúar og ekki gefist kostur á að yfirfara alla verkferla, núverandi starfsemi sé með allt öðru sniði. „Ég óska engum að lenda í þessu með gæludýrið sitt. Flestir vilja hafa það hjá sér, það sem eftir er. Þetta er náttúrulega leiðinlegt. Maður hefði fengið lok, svona með þetta ker. Svo er náttúrulega líka vont að ég var úti þegar þetta gerðist svo ég fékk svo sem ekki að kveðja hann sjálfur.“
Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira