„Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. mars 2025 12:29 Kristrún Frostadótir fundaði með leiðtogum ESB og nokkurra annarra ríkja. Hún segir Ísland munu leggja sitt af mörkum til varnarmála. Vísir/Lýður Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. „Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur til þess að segja okkur aðeins nánar frá fundinum sem átti sér stað meðal Evrópusambandsríkja í gær. Það var auðvitað sögulegur fundur í gær þar sem tilkynnt var um 800 milljarða evra framlag til varnarmál,“ sagði Kristrún um fjarfund sem hún átti með æðstu embættismönnum ESB og nokkurra ríkja. Kristrún á fjarfundinum í Stjórnarráðinu.Stjórnarráðið „Það var verið að ræða í þessum breiðari hópi, þar sem leiðtogar Íslands, Bretlands, Evrópusambandsins, Tyrklands og síðan Kanada líka komu saman til þess að átta sig á því hvernig þessi samningur í raun og þessi framlög myndu hafa áhrif líka á þessi lönd,“ sagði hún. Um væri að ræða lönd sem væru líka í NATO. „Ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ sagði Kristrún. Passa upp á að íslenskt fjármagn rati á rétta staði Kristrún sagði fundinn fyrst og fremst hafa verið til að upplýsa um stöðu mála og til að tryggja að þessi ríki sem hafi unnið saman, til að mynda í gegnum Atlantshafsbandalagið, nýti fjármuni sína rétt. „Við vorum nýlega í ríkisstjórninni að samþykkja aukið framlag, til dæmis til Úkraínu í varnartengdum stuðningi. Við viljum tryggja að það fjármagn nýtist í rétt verkefni þannig við getum nýtt svona fundi til að ræða hvaða verkefni það eru sem eru raunverulega að skila árangri,“ sagði hún. Kristrún sagði að það ætti til dæmis við um danska módelið sem fælist í því að fjármagna vopnaframleiðslu í Úkraínu „Þannig við erum að samhæfa, passa upp á að íslenskt fjármagn rati á rétta staði og síðan erum við líka að halda okkar hagsmunum til haga innan Atlantshafsbandalagsins,“ sagði Kristrún. Starmer, Erdogan og fleiri til Kristrún sagði hljóðið í fundarmönnum hafa verið gott og það hafi fagnað aðgerðunum sem jákvæðu skrefi. „Þetta styrkir auðvitað varnir Evrópu en styrkir líka varnir þessara landa sem voru á fundinum vegna þess að öll erum við að vinna saman undir Atlantshafsbandalaginu og við höfum verið bandamenn þegar kemur að stórum málum,“ sagði Kristrún. „Allt sem styrkir Evrópu mun styrkja samskiptin þvert á þessi lönd. Það koma líka fram mjög skýrt af þeim aðilum sem töluðu þarna að það þarf að vinna áfram saman með Bandaríkjum og styrkja það samband,“ sagði hún. Hverjir voru nákvæmlega á fundinum? „Á fundinum voru leiðtogar og forsætisráðherrar allra þessara landa. Það var Keir Starmer frá Bretlandi, Jonas Gahr Støre frá Noregi, síðan var Erdogan frá Tyrklandi, Ursula von der Leyen og Antonio Costa frá Evrópusambandinu og Kaja Kallas,“ sagði Kristrún og bætti við: „Trudeau, ég gleymdi að minnast á hann. Þetta verður mögulega hans síðasti fundur með þessum hópi því núna stefnir í breytingar í Kanada.“ Fjölskyldumynd fyrir fund nítján evrópskra leiðtoga í gær.EPA-EFE/NEIL HALL Evrópusambandið komið í aðgerðaham Hvernig meturðu stöðuna í heiminum og hefurðu áhyggjur? „Ég held að fólk sé mjög hugsi yfir stöðunni. Lykilatriði núna er að það leiði til einhverra aðgerða. Evrópusambandið hefur á mjög fljótum tíma ákveðið að hreyfa sig hratt og hreyfa sig í ákveðna átt sem er að styrkja varnir álfunnar. Það er jákvætt skref,“ sagði Kristrún „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham en hins vegar mjög meðvituð um að nota þá strúktúra sem eru til staðar. Það er Evrópuhlið á NATO ef svo má segja, það er samhæfing og strúktúr varðandi hvernig þessi lönd vinna innan Atlantshafsbandalagsins. Þannig það er ekki verið að búa til nýja strúktúra, það er verið að styrkja þá og styrkja sambandið líka þvert yfir til Bandaríkjanna.“ Varnarsamningurinn standi sterkt Kristrún segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt og ríkisstjórnin eigi í góðum samskiptum við ráðamenn vestanhafs. „Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ sagði Kristrún. Hornsteinn þess samstarfs sé vera Íslands í NATO og Íslendingar þurfi að vera góðir bandamenn. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað,“ sagði Kristrún. Ísland hefði verk að vinna og gæti styrkt sig gegnum Landhelgisgæsluna og lögregluna. Ríkisstjórnin tæki stöðuna alvarleg en Kristrún ætlaði að leyfa sér að vera bjartsýn um samskipti þvert yfir álfuna. Kristrún sagði umræðu um Evrópusambandsaðild ekki hafa komið til tals á fundinum, ráðamenn í Evrópu væru þó meðvitaðir um að til stæði að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um inngöngu í sambandið. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
„Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur til þess að segja okkur aðeins nánar frá fundinum sem átti sér stað meðal Evrópusambandsríkja í gær. Það var auðvitað sögulegur fundur í gær þar sem tilkynnt var um 800 milljarða evra framlag til varnarmál,“ sagði Kristrún um fjarfund sem hún átti með æðstu embættismönnum ESB og nokkurra ríkja. Kristrún á fjarfundinum í Stjórnarráðinu.Stjórnarráðið „Það var verið að ræða í þessum breiðari hópi, þar sem leiðtogar Íslands, Bretlands, Evrópusambandsins, Tyrklands og síðan Kanada líka komu saman til þess að átta sig á því hvernig þessi samningur í raun og þessi framlög myndu hafa áhrif líka á þessi lönd,“ sagði hún. Um væri að ræða lönd sem væru líka í NATO. „Ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ sagði Kristrún. Passa upp á að íslenskt fjármagn rati á rétta staði Kristrún sagði fundinn fyrst og fremst hafa verið til að upplýsa um stöðu mála og til að tryggja að þessi ríki sem hafi unnið saman, til að mynda í gegnum Atlantshafsbandalagið, nýti fjármuni sína rétt. „Við vorum nýlega í ríkisstjórninni að samþykkja aukið framlag, til dæmis til Úkraínu í varnartengdum stuðningi. Við viljum tryggja að það fjármagn nýtist í rétt verkefni þannig við getum nýtt svona fundi til að ræða hvaða verkefni það eru sem eru raunverulega að skila árangri,“ sagði hún. Kristrún sagði að það ætti til dæmis við um danska módelið sem fælist í því að fjármagna vopnaframleiðslu í Úkraínu „Þannig við erum að samhæfa, passa upp á að íslenskt fjármagn rati á rétta staði og síðan erum við líka að halda okkar hagsmunum til haga innan Atlantshafsbandalagsins,“ sagði Kristrún. Starmer, Erdogan og fleiri til Kristrún sagði hljóðið í fundarmönnum hafa verið gott og það hafi fagnað aðgerðunum sem jákvæðu skrefi. „Þetta styrkir auðvitað varnir Evrópu en styrkir líka varnir þessara landa sem voru á fundinum vegna þess að öll erum við að vinna saman undir Atlantshafsbandalaginu og við höfum verið bandamenn þegar kemur að stórum málum,“ sagði Kristrún. „Allt sem styrkir Evrópu mun styrkja samskiptin þvert á þessi lönd. Það koma líka fram mjög skýrt af þeim aðilum sem töluðu þarna að það þarf að vinna áfram saman með Bandaríkjum og styrkja það samband,“ sagði hún. Hverjir voru nákvæmlega á fundinum? „Á fundinum voru leiðtogar og forsætisráðherrar allra þessara landa. Það var Keir Starmer frá Bretlandi, Jonas Gahr Støre frá Noregi, síðan var Erdogan frá Tyrklandi, Ursula von der Leyen og Antonio Costa frá Evrópusambandinu og Kaja Kallas,“ sagði Kristrún og bætti við: „Trudeau, ég gleymdi að minnast á hann. Þetta verður mögulega hans síðasti fundur með þessum hópi því núna stefnir í breytingar í Kanada.“ Fjölskyldumynd fyrir fund nítján evrópskra leiðtoga í gær.EPA-EFE/NEIL HALL Evrópusambandið komið í aðgerðaham Hvernig meturðu stöðuna í heiminum og hefurðu áhyggjur? „Ég held að fólk sé mjög hugsi yfir stöðunni. Lykilatriði núna er að það leiði til einhverra aðgerða. Evrópusambandið hefur á mjög fljótum tíma ákveðið að hreyfa sig hratt og hreyfa sig í ákveðna átt sem er að styrkja varnir álfunnar. Það er jákvætt skref,“ sagði Kristrún „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham en hins vegar mjög meðvituð um að nota þá strúktúra sem eru til staðar. Það er Evrópuhlið á NATO ef svo má segja, það er samhæfing og strúktúr varðandi hvernig þessi lönd vinna innan Atlantshafsbandalagsins. Þannig það er ekki verið að búa til nýja strúktúra, það er verið að styrkja þá og styrkja sambandið líka þvert yfir til Bandaríkjanna.“ Varnarsamningurinn standi sterkt Kristrún segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt og ríkisstjórnin eigi í góðum samskiptum við ráðamenn vestanhafs. „Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ sagði Kristrún. Hornsteinn þess samstarfs sé vera Íslands í NATO og Íslendingar þurfi að vera góðir bandamenn. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað,“ sagði Kristrún. Ísland hefði verk að vinna og gæti styrkt sig gegnum Landhelgisgæsluna og lögregluna. Ríkisstjórnin tæki stöðuna alvarleg en Kristrún ætlaði að leyfa sér að vera bjartsýn um samskipti þvert yfir álfuna. Kristrún sagði umræðu um Evrópusambandsaðild ekki hafa komið til tals á fundinum, ráðamenn í Evrópu væru þó meðvitaðir um að til stæði að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um inngöngu í sambandið.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44