Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Lovísa Arnardóttir skrifar 6. mars 2025 19:26 Gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar. Vísir/RAX Hættulegustu gatnamótin í Reykjavík eru gatnamótin við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og svo gatnamótin við Miklubraut og Grensásveg. Aðalvarðstjóri umferðardeildar telur að hægt sé að bæta umferðaröryggi með því að bæta ljósastýringu við Grensásveg. Skráð tjón hjá Sjóvá í umferðinni á síðasta ári voru 336 talsins á Miklubraut. Stærstur hluti þeirra átti sér stað við þessi tvö gatnamót. Tjónið skiptist í 69 kaskótjón og 267 ábyrgðartjón. Miðað gögn Sjóvá eru gatnamótin við Miklabraut og Grensásveg hættulegust með tilliti til slysa og óhappa en gatnamótin við Miklabraut og Kringlumýrarbraut hættulegust með tilliti til slysa. Við gatnamótin við Kringlumýrarbraut ekur fólk inn að Kringlunni og út í nágrannasveitarfélög Reykjavíkur. Við gatnamótin við Grensásveg ekur fólk svo annað hvort inn í Smáíbúðahverfi og í átt að Fossvogi eða inn í Skeifuna. Miklarbraut er þjóðvegur í þéttbýli og er á ábyrgð Vegagerðar. Miklabraut tekur við af Hringbraut við Hlíðarnar og verður svo að Nesbraut/Vesturlandsvegi við gatnamót við Sæbraut. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Hún segir mikla umferð um Miklubrautina, hún sé einskonar lífæð borgarinnar, og það geti auðvitað skýrt fjölda tjóna og slysa við gatnamótin. Mikill kostnaður við tjón og slys „Þetta eru umferðarþung gatnamót en þau eru líka ljósastýrð sem þýðir að það er kannski meiri hraði en ef þetta væri hringtorg eða eitthvað þannig,“ segir Hrefna og það geti til dæmis skýrt fjölda tjóna, óhappa og slysa. Hrefna segir alltaf mikinn kostnað við að lenda í óhappi. Það kosti mikið að laga bíla og meira yfirleitt en kannski fólk gerir sér grein fyrir. „Svo er kostnaður af meiðslum langvinnur og erfitt að meta hann fyrr en miklu seinna. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli, að koma í veg fyrir slys af fólki.“ Við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er ljósastýring í allar áttir. Lögregla segist finna mun á umferð eftir að því var breytt.Vísir/RAX Kostnaðurinn hjá Sjóvá vegna tjóna á þessum gatnamótum er verulegur. Um 65 prósent tjónanna er vegna aftanákeyrslna og Hrefna segir það oft vegna þess að fólk er ekki með hugann við aksturinn. Það sé freistandi í hægri umferð að fikta í símanum en það sé ólöglegt og mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn. Þá segir hún um tíu prósent tjóna vegna þess að fólk er að skipta um akrein. Miklabrautin verði að jarðgöngum Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, segir fjölda tjóna og slysa líklega tengjast mikilli umferð á þessum gatnamótum. Það sé ljósastýring á þeim og vinstri beygjur varðar eins og Vegagerðin vilji hafa það þannig á stórum og þungum gatnamótum. Það sé á verkefnalista Vegagerðarinnar að laga gönguleiðir við þessi gatnamót. Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni segir stóra planið að setja Miklubraut í jarðgöng og þá róist umferðin. Vísir/Sigurjón Hún segir gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar einnig til skoðunar og gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar og hinn endann í framhaldinu. Bryndís bendir á að samkvæmt samgöngusáttmálanum sé svo gert ráð fyrir að Miklabrautin verði að jarðgöngum frá Grensásvegi og að Landspítala. Þannig færist stór hluti þessarar umferðar neðanjarðar. Samkvæmt framkvæmdaáætlun er þó ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir við jarðgöngin hefjist fyrr en 2033 og taki í það minnsta fimm ár. „Þá minnkar umferðin þarna í gegn töluvert af því að hluti fer neðanjarðar. Þá verður gatnakerfið rólegra og viðráðanlegra ofan jarðar, fyrir akandi, gangandi og hjólandi,“ segir Bryndís og að umhverfið ofan á verði lagað með tilliti til þess. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Vegagerð Tengdar fréttir Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. 3. júlí 2024 20:55 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Skráð tjón hjá Sjóvá í umferðinni á síðasta ári voru 336 talsins á Miklubraut. Stærstur hluti þeirra átti sér stað við þessi tvö gatnamót. Tjónið skiptist í 69 kaskótjón og 267 ábyrgðartjón. Miðað gögn Sjóvá eru gatnamótin við Miklabraut og Grensásveg hættulegust með tilliti til slysa og óhappa en gatnamótin við Miklabraut og Kringlumýrarbraut hættulegust með tilliti til slysa. Við gatnamótin við Kringlumýrarbraut ekur fólk inn að Kringlunni og út í nágrannasveitarfélög Reykjavíkur. Við gatnamótin við Grensásveg ekur fólk svo annað hvort inn í Smáíbúðahverfi og í átt að Fossvogi eða inn í Skeifuna. Miklarbraut er þjóðvegur í þéttbýli og er á ábyrgð Vegagerðar. Miklabraut tekur við af Hringbraut við Hlíðarnar og verður svo að Nesbraut/Vesturlandsvegi við gatnamót við Sæbraut. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Hún segir mikla umferð um Miklubrautina, hún sé einskonar lífæð borgarinnar, og það geti auðvitað skýrt fjölda tjóna og slysa við gatnamótin. Mikill kostnaður við tjón og slys „Þetta eru umferðarþung gatnamót en þau eru líka ljósastýrð sem þýðir að það er kannski meiri hraði en ef þetta væri hringtorg eða eitthvað þannig,“ segir Hrefna og það geti til dæmis skýrt fjölda tjóna, óhappa og slysa. Hrefna segir alltaf mikinn kostnað við að lenda í óhappi. Það kosti mikið að laga bíla og meira yfirleitt en kannski fólk gerir sér grein fyrir. „Svo er kostnaður af meiðslum langvinnur og erfitt að meta hann fyrr en miklu seinna. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli, að koma í veg fyrir slys af fólki.“ Við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er ljósastýring í allar áttir. Lögregla segist finna mun á umferð eftir að því var breytt.Vísir/RAX Kostnaðurinn hjá Sjóvá vegna tjóna á þessum gatnamótum er verulegur. Um 65 prósent tjónanna er vegna aftanákeyrslna og Hrefna segir það oft vegna þess að fólk er ekki með hugann við aksturinn. Það sé freistandi í hægri umferð að fikta í símanum en það sé ólöglegt og mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn. Þá segir hún um tíu prósent tjóna vegna þess að fólk er að skipta um akrein. Miklabrautin verði að jarðgöngum Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, segir fjölda tjóna og slysa líklega tengjast mikilli umferð á þessum gatnamótum. Það sé ljósastýring á þeim og vinstri beygjur varðar eins og Vegagerðin vilji hafa það þannig á stórum og þungum gatnamótum. Það sé á verkefnalista Vegagerðarinnar að laga gönguleiðir við þessi gatnamót. Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni segir stóra planið að setja Miklubraut í jarðgöng og þá róist umferðin. Vísir/Sigurjón Hún segir gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar einnig til skoðunar og gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar og hinn endann í framhaldinu. Bryndís bendir á að samkvæmt samgöngusáttmálanum sé svo gert ráð fyrir að Miklabrautin verði að jarðgöngum frá Grensásvegi og að Landspítala. Þannig færist stór hluti þessarar umferðar neðanjarðar. Samkvæmt framkvæmdaáætlun er þó ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir við jarðgöngin hefjist fyrr en 2033 og taki í það minnsta fimm ár. „Þá minnkar umferðin þarna í gegn töluvert af því að hluti fer neðanjarðar. Þá verður gatnakerfið rólegra og viðráðanlegra ofan jarðar, fyrir akandi, gangandi og hjólandi,“ segir Bryndís og að umhverfið ofan á verði lagað með tilliti til þess.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Vegagerð Tengdar fréttir Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. 3. júlí 2024 20:55 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. 3. júlí 2024 20:55