Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2025 12:40 Söngelsku bræðurnir í VÆB hafa slegið í gegn og krakkarnir keppast við að líkjast þeim á öskudaginn. Allt sem gæti minnt á útlit Væb-strákanna í Söngvakeppninni hefur rokið úr Partýbúðinni að sögn verslunarstjóra sem hefur selt alveg gríðarlega mikið af silfurlituðum flíkum og speglagleraugum. Hún segir að meginbreytingin frá fyrri árum sé aukin þátttaka hinna fullorðnu í öskudagsfjörinu. Líkt og fyrri ár var nóg að gera hjá starfsfólki Partýbúðarinnar í Skeifunni í gær sem hafði opið hjá sér til miðnættis til að allir gætu nælt sér í búning sem vildu. Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri Partýbúðarinnar var spurð hvort sterk innkoma hrekkjavökunnar á Íslandi hafi minnkað vægi Öskudagsins. „Nei, fyrst þegar hrekkjavakan var að byrja þá voru það sömu búningarnir í bæði en nú svissum við bara alveg um. Það eru bara fallegir búningar fyrir öskudaginn og ljótir búningar fyrir hrekkjavöku. Eða hryllilegir, við skulum ekki segja ljótir,“ segir Valgerður og hlær. Hvað sækjast krakkarnir í nú í ár? „Sko, Væb er náttúrulega búið að slá alveg gjörsamlega í gegn og allt sem var silfurlitað eða með speglagleraugum mokaðist út hjá okkur. Svo náttúrulega var Squid Game rosalega vinsælt, það var að vísu líka á hrekkjavökunni en nýju þættirnir hafa greinilega slegið í gegn. Svo eru prinsessur náttúrulega rosalega stórar og svo Pókemon, rosalega margir yngri krakkar völdu svoleiðis búninga.“ En aðalbreytingin í ár varðar eldri deildina að sögn Valgerðar. Fullorðna fólkið sé í auknum mæli farið að kaupa sér búninga fyrir öskudaginn. Uppblásnir búningar í alls kyns myndum, til dæmis hamborgarar, hafi selst vel. „Það hefur alltaf verið þannig að kennarar og leikskólakennarar klæða sig upp en mér finnst fleiri og fleiri starfsmenn fyrirtækja klæða sig upp og taka á móti krökkunum í búning, sem eru að koma og syngja. Mér finnst það rosalega skemmtileg breyting.“ Öskudagur Börn og uppeldi Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Sjá meira
Líkt og fyrri ár var nóg að gera hjá starfsfólki Partýbúðarinnar í Skeifunni í gær sem hafði opið hjá sér til miðnættis til að allir gætu nælt sér í búning sem vildu. Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri Partýbúðarinnar var spurð hvort sterk innkoma hrekkjavökunnar á Íslandi hafi minnkað vægi Öskudagsins. „Nei, fyrst þegar hrekkjavakan var að byrja þá voru það sömu búningarnir í bæði en nú svissum við bara alveg um. Það eru bara fallegir búningar fyrir öskudaginn og ljótir búningar fyrir hrekkjavöku. Eða hryllilegir, við skulum ekki segja ljótir,“ segir Valgerður og hlær. Hvað sækjast krakkarnir í nú í ár? „Sko, Væb er náttúrulega búið að slá alveg gjörsamlega í gegn og allt sem var silfurlitað eða með speglagleraugum mokaðist út hjá okkur. Svo náttúrulega var Squid Game rosalega vinsælt, það var að vísu líka á hrekkjavökunni en nýju þættirnir hafa greinilega slegið í gegn. Svo eru prinsessur náttúrulega rosalega stórar og svo Pókemon, rosalega margir yngri krakkar völdu svoleiðis búninga.“ En aðalbreytingin í ár varðar eldri deildina að sögn Valgerðar. Fullorðna fólkið sé í auknum mæli farið að kaupa sér búninga fyrir öskudaginn. Uppblásnir búningar í alls kyns myndum, til dæmis hamborgarar, hafi selst vel. „Það hefur alltaf verið þannig að kennarar og leikskólakennarar klæða sig upp en mér finnst fleiri og fleiri starfsmenn fyrirtækja klæða sig upp og taka á móti krökkunum í búning, sem eru að koma og syngja. Mér finnst það rosalega skemmtileg breyting.“
Öskudagur Börn og uppeldi Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Sjá meira