Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2025 12:40 Söngelsku bræðurnir í VÆB hafa slegið í gegn og krakkarnir keppast við að líkjast þeim á öskudaginn. Allt sem gæti minnt á útlit Væb-strákanna í Söngvakeppninni hefur rokið úr Partýbúðinni að sögn verslunarstjóra sem hefur selt alveg gríðarlega mikið af silfurlituðum flíkum og speglagleraugum. Hún segir að meginbreytingin frá fyrri árum sé aukin þátttaka hinna fullorðnu í öskudagsfjörinu. Líkt og fyrri ár var nóg að gera hjá starfsfólki Partýbúðarinnar í Skeifunni í gær sem hafði opið hjá sér til miðnættis til að allir gætu nælt sér í búning sem vildu. Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri Partýbúðarinnar var spurð hvort sterk innkoma hrekkjavökunnar á Íslandi hafi minnkað vægi Öskudagsins. „Nei, fyrst þegar hrekkjavakan var að byrja þá voru það sömu búningarnir í bæði en nú svissum við bara alveg um. Það eru bara fallegir búningar fyrir öskudaginn og ljótir búningar fyrir hrekkjavöku. Eða hryllilegir, við skulum ekki segja ljótir,“ segir Valgerður og hlær. Hvað sækjast krakkarnir í nú í ár? „Sko, Væb er náttúrulega búið að slá alveg gjörsamlega í gegn og allt sem var silfurlitað eða með speglagleraugum mokaðist út hjá okkur. Svo náttúrulega var Squid Game rosalega vinsælt, það var að vísu líka á hrekkjavökunni en nýju þættirnir hafa greinilega slegið í gegn. Svo eru prinsessur náttúrulega rosalega stórar og svo Pókemon, rosalega margir yngri krakkar völdu svoleiðis búninga.“ En aðalbreytingin í ár varðar eldri deildina að sögn Valgerðar. Fullorðna fólkið sé í auknum mæli farið að kaupa sér búninga fyrir öskudaginn. Uppblásnir búningar í alls kyns myndum, til dæmis hamborgarar, hafi selst vel. „Það hefur alltaf verið þannig að kennarar og leikskólakennarar klæða sig upp en mér finnst fleiri og fleiri starfsmenn fyrirtækja klæða sig upp og taka á móti krökkunum í búning, sem eru að koma og syngja. Mér finnst það rosalega skemmtileg breyting.“ Öskudagur Börn og uppeldi Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Líkt og fyrri ár var nóg að gera hjá starfsfólki Partýbúðarinnar í Skeifunni í gær sem hafði opið hjá sér til miðnættis til að allir gætu nælt sér í búning sem vildu. Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri Partýbúðarinnar var spurð hvort sterk innkoma hrekkjavökunnar á Íslandi hafi minnkað vægi Öskudagsins. „Nei, fyrst þegar hrekkjavakan var að byrja þá voru það sömu búningarnir í bæði en nú svissum við bara alveg um. Það eru bara fallegir búningar fyrir öskudaginn og ljótir búningar fyrir hrekkjavöku. Eða hryllilegir, við skulum ekki segja ljótir,“ segir Valgerður og hlær. Hvað sækjast krakkarnir í nú í ár? „Sko, Væb er náttúrulega búið að slá alveg gjörsamlega í gegn og allt sem var silfurlitað eða með speglagleraugum mokaðist út hjá okkur. Svo náttúrulega var Squid Game rosalega vinsælt, það var að vísu líka á hrekkjavökunni en nýju þættirnir hafa greinilega slegið í gegn. Svo eru prinsessur náttúrulega rosalega stórar og svo Pókemon, rosalega margir yngri krakkar völdu svoleiðis búninga.“ En aðalbreytingin í ár varðar eldri deildina að sögn Valgerðar. Fullorðna fólkið sé í auknum mæli farið að kaupa sér búninga fyrir öskudaginn. Uppblásnir búningar í alls kyns myndum, til dæmis hamborgarar, hafi selst vel. „Það hefur alltaf verið þannig að kennarar og leikskólakennarar klæða sig upp en mér finnst fleiri og fleiri starfsmenn fyrirtækja klæða sig upp og taka á móti krökkunum í búning, sem eru að koma og syngja. Mér finnst það rosalega skemmtileg breyting.“
Öskudagur Börn og uppeldi Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira