Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 09:27 Kolbeinn Tumi og Berghildur Erla eru meðal þeirra sem eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024. Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason, blaðamenn fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024. Berghildur Erla er tilnefnd í flokknum Umfjöllun ársins fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt.“ Kolbeinn Tumi er tilnefndur í flokknum Viðtal ársins, fyrir viðtal sitt við Davíð Viðarsson. Í rökustuðningi dómnefndar segir: „Án óþarfa málalenginga er sögu hins upprunalega Davíðs Viðarssonar gerð skil. Aðstæður hans og samskipti við Quang Le eru harmrænar og blaðamaðurinn nálgast viðmælandann af virðingu og nærgætni, um leið og hann gerir flókna sögu skýra og spennandi. Viðtalið er knappt en engu að síður eitt hið eftirminnilegasta frá árinu enda óvæntur vinkill á stórt fréttamál.“ Í flokknum Umfjöllun ársins eru tilnefndir ásamt Berghildi þau Guðrún Huld Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum með koltvísýring, og Pétur Magnússon, fréttamaður hjá RÚV, fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða um mál Árna Tómasar Ragnarssonar læknis. Auk Kolbeins Tuma eru tilnefnd fyrir Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, og Eva Björk Benediktsdóttir, fréttamaður RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur, sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, eru tilnefndir í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexanderson, blaðamenn á Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um Running Tide, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins eru tilnefnd Auður Jónsdóttir á Heimildinni fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjöllun, Freyr Gígja Gunnarsson hjá RÚV fyrir fréttaskýringar í Speglinum og Hólmfríður María Ragnhildardóttir á Morgunblaðinu og mbl.is fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda. Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Berghildur Erla er tilnefnd í flokknum Umfjöllun ársins fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt.“ Kolbeinn Tumi er tilnefndur í flokknum Viðtal ársins, fyrir viðtal sitt við Davíð Viðarsson. Í rökustuðningi dómnefndar segir: „Án óþarfa málalenginga er sögu hins upprunalega Davíðs Viðarssonar gerð skil. Aðstæður hans og samskipti við Quang Le eru harmrænar og blaðamaðurinn nálgast viðmælandann af virðingu og nærgætni, um leið og hann gerir flókna sögu skýra og spennandi. Viðtalið er knappt en engu að síður eitt hið eftirminnilegasta frá árinu enda óvæntur vinkill á stórt fréttamál.“ Í flokknum Umfjöllun ársins eru tilnefndir ásamt Berghildi þau Guðrún Huld Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum með koltvísýring, og Pétur Magnússon, fréttamaður hjá RÚV, fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða um mál Árna Tómasar Ragnarssonar læknis. Auk Kolbeins Tuma eru tilnefnd fyrir Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, og Eva Björk Benediktsdóttir, fréttamaður RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur, sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, eru tilnefndir í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexanderson, blaðamenn á Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um Running Tide, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins eru tilnefnd Auður Jónsdóttir á Heimildinni fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjöllun, Freyr Gígja Gunnarsson hjá RÚV fyrir fréttaskýringar í Speglinum og Hólmfríður María Ragnhildardóttir á Morgunblaðinu og mbl.is fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda.
Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira