Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. mars 2025 21:43 Flugvöllurinn á Ísafirði. Vísir/Einar Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandir. Nýju flugvélarnar, Q400, sem nýttar verði í flug til Grænlands geti ekki lent á Ísafjarðarflugvelli, bæði vegna lengdar flugbrautarinnar og aðstæðna þar. Það er talið mjög erfitt að lenda á flugvellinum sem er staðsettur inni í firðinum. „Þá er í rauninni bara einn áfangastaður sem við erum að nota fyrir þessar vélar, Ísafjörður, og svona staður getur ekki staðið undir rekstri slíkra véla,“ segir Bogi. Samtalið við starfsfólk og samstarfsaðila Icelandair hafi hafist í dag. „Auðvitað bregður fólki við þetta þegar við segjum frá þessum brotnum forsendum og við þurfum að bregðast við því. En við veðrum að taka á þessu með yfirvegun og væntanlega vinna að einhverri lausn.“ Bogi hafi ekki rætt við neina stjórnmálamenn um málið. Flug til einhverra áfangastaða, svo sem Vestmannaeyja, hafa verið boðin út af Vegagerðinni til að halda úti lágmarks þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þessi flug hafa verið boðin út til ýmissa áfangastaði hérna á undanförnum árum og ég sé alveg fram á það við myndum taka þátt í slíku útboði ef það færi fram þarna. En það sem hefur kannski stundum truflað okkar þátttöku er að svona útboð eru oft hugsuð til mjög skamms tíma og það þarf oft talsverða fjárfestingu til að bjóða í,“ segir hann. „Að sjálfsögðu myndum við vilja bjóða í en það verður að koma í ljós hvernig þetta verður,“ segir Bogi. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Súðavíkurhreppur Bolungarvík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
„Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandir. Nýju flugvélarnar, Q400, sem nýttar verði í flug til Grænlands geti ekki lent á Ísafjarðarflugvelli, bæði vegna lengdar flugbrautarinnar og aðstæðna þar. Það er talið mjög erfitt að lenda á flugvellinum sem er staðsettur inni í firðinum. „Þá er í rauninni bara einn áfangastaður sem við erum að nota fyrir þessar vélar, Ísafjörður, og svona staður getur ekki staðið undir rekstri slíkra véla,“ segir Bogi. Samtalið við starfsfólk og samstarfsaðila Icelandair hafi hafist í dag. „Auðvitað bregður fólki við þetta þegar við segjum frá þessum brotnum forsendum og við þurfum að bregðast við því. En við veðrum að taka á þessu með yfirvegun og væntanlega vinna að einhverri lausn.“ Bogi hafi ekki rætt við neina stjórnmálamenn um málið. Flug til einhverra áfangastaða, svo sem Vestmannaeyja, hafa verið boðin út af Vegagerðinni til að halda úti lágmarks þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þessi flug hafa verið boðin út til ýmissa áfangastaði hérna á undanförnum árum og ég sé alveg fram á það við myndum taka þátt í slíku útboði ef það færi fram þarna. En það sem hefur kannski stundum truflað okkar þátttöku er að svona útboð eru oft hugsuð til mjög skamms tíma og það þarf oft talsverða fjárfestingu til að bjóða í,“ segir hann. „Að sjálfsögðu myndum við vilja bjóða í en það verður að koma í ljós hvernig þetta verður,“ segir Bogi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Súðavíkurhreppur Bolungarvík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira