Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2025 13:17 Guðrún Hafsteinsdóttir er hún flutti framboðsræðu sína á landsfundinum í gær. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir var rétt í þessu kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hún vann formannskjörið gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og verður því tíundi formaður Sjálfstæðisflokksins. Um sögulega stund er að ræða þar sem hún er fyrsta konan í tæplega hundrað ára sögu Sjálfstæðisflokksins til að vera kjörin í embætti formanns. Hún tekur við af Bjarna Benediktssyni, sem hefur gegnt embættinu frá 2009. Munaði nítján atkvæðum Guðrún hlaut 50,11 prósent atkvæða. Alls greiddu 1862 atkvæði, þar af voru fjögur ógild atkvæði. Áslaug Arna fékk 912 atkvæði gegn 931 atkvæðum Guðrúnar. „Kæru vinir, kæru Sjálfstæðismenn. Takk, takk, takk, takk fyrir það traust sem þið eruð að sýna mér hér í dag. Takk fyrir að sýna mér hér um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn er lang lang öflugasta fjöldahreyfing landsins,“ sagði Guðrún í pontu eftir að úrslitin voru kunngjörð. „Saman ætlum við að gera hann stærri, sterkari og samheldnari en nokkurn tímann fyrr. Kæru vinir, ég fór ekki í pólitík útaf pólitískum metnaði. Ég fór eingöngu í pólitík af hugsjón. Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt og þess vegna er þetta ekki sigur einstaklingsins. Þetta er sigur okkar allra.“ Þakkar Áslaugu drengilega baráttu Þá þakkaði hún mótframbjóðanda sínum fyrir drengilega kosningabaráttu. „Það er ómetanlegt að eiga sterkan og einbeittan bandamann í pólitík. Og það á ég í Áslaugu Örnu og það munum við eiga saman.“ Kosningar í embætti varaformanns og ritara fara fram síðar á fundinum en áætluð fundarslit eru klukkan fimm. Guðrún tók fyrst þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2021. Hún gegndi embætti dómsmálaráðherra 2023-2024. Hún tilkynnti framboð sitt til Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi þann 8. febrúar. Í framboðsræðu sinni í gær kynnti Guðrún þrjár breytingar á flokksstarfinu sem hún mun sem formaður setja í forgang til að bæta samstöðu innan flokksins og stækka hann. „Í fyrsta lagi mun ég færa valdið til flokksmanna. Ég vil efla flokksfélögin og færa verkefni og fjármagn út í kjördæmin,“ segir Guðrún. Þar haldi grasrót flokksins á lofti sjálfstæðishugsjóninni og vísi veginn í sinni heimabyggð. „Við megum aldrei gleyma því að flokksfélög Sjálfstæðisflokksins voru ekki stofnuð til að styðja við Valhöll. Valhöll er starfrækt til að styðja við flokksfélögin.“ Í öðru lagi vilji hún stuðla að því að forysta flokksins sé kjörin með opnari hætti. „Ég vil gefa öllum þeim flokksmönnum, sem sannarlega starfa og styðja flokkinn, færi á að velja sína forystu. Ég hef trú á því að sú breyting muni sameina okkur og styðja flokkinn.“ „Og í þriðja lagi vil ég gera Valhöll að gróðurhúsi nýrra og djarfra hugmynda. Ég heyri að Sjálfstæðismönnum þykir samstarf okkar í síðustu ríkisstjórn hafa litað nálgun okkar og hugarfar. Að við séum orðin of samdauna kerfinu. Ef það er einhver gryfja sem við megum aldrei, aldrei, falla í, þá er það að taka okkur meðvirka varnarstöðu með kerfinu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Um sögulega stund er að ræða þar sem hún er fyrsta konan í tæplega hundrað ára sögu Sjálfstæðisflokksins til að vera kjörin í embætti formanns. Hún tekur við af Bjarna Benediktssyni, sem hefur gegnt embættinu frá 2009. Munaði nítján atkvæðum Guðrún hlaut 50,11 prósent atkvæða. Alls greiddu 1862 atkvæði, þar af voru fjögur ógild atkvæði. Áslaug Arna fékk 912 atkvæði gegn 931 atkvæðum Guðrúnar. „Kæru vinir, kæru Sjálfstæðismenn. Takk, takk, takk, takk fyrir það traust sem þið eruð að sýna mér hér í dag. Takk fyrir að sýna mér hér um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn er lang lang öflugasta fjöldahreyfing landsins,“ sagði Guðrún í pontu eftir að úrslitin voru kunngjörð. „Saman ætlum við að gera hann stærri, sterkari og samheldnari en nokkurn tímann fyrr. Kæru vinir, ég fór ekki í pólitík útaf pólitískum metnaði. Ég fór eingöngu í pólitík af hugsjón. Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt og þess vegna er þetta ekki sigur einstaklingsins. Þetta er sigur okkar allra.“ Þakkar Áslaugu drengilega baráttu Þá þakkaði hún mótframbjóðanda sínum fyrir drengilega kosningabaráttu. „Það er ómetanlegt að eiga sterkan og einbeittan bandamann í pólitík. Og það á ég í Áslaugu Örnu og það munum við eiga saman.“ Kosningar í embætti varaformanns og ritara fara fram síðar á fundinum en áætluð fundarslit eru klukkan fimm. Guðrún tók fyrst þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2021. Hún gegndi embætti dómsmálaráðherra 2023-2024. Hún tilkynnti framboð sitt til Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi þann 8. febrúar. Í framboðsræðu sinni í gær kynnti Guðrún þrjár breytingar á flokksstarfinu sem hún mun sem formaður setja í forgang til að bæta samstöðu innan flokksins og stækka hann. „Í fyrsta lagi mun ég færa valdið til flokksmanna. Ég vil efla flokksfélögin og færa verkefni og fjármagn út í kjördæmin,“ segir Guðrún. Þar haldi grasrót flokksins á lofti sjálfstæðishugsjóninni og vísi veginn í sinni heimabyggð. „Við megum aldrei gleyma því að flokksfélög Sjálfstæðisflokksins voru ekki stofnuð til að styðja við Valhöll. Valhöll er starfrækt til að styðja við flokksfélögin.“ Í öðru lagi vilji hún stuðla að því að forysta flokksins sé kjörin með opnari hætti. „Ég vil gefa öllum þeim flokksmönnum, sem sannarlega starfa og styðja flokkinn, færi á að velja sína forystu. Ég hef trú á því að sú breyting muni sameina okkur og styðja flokkinn.“ „Og í þriðja lagi vil ég gera Valhöll að gróðurhúsi nýrra og djarfra hugmynda. Ég heyri að Sjálfstæðismönnum þykir samstarf okkar í síðustu ríkisstjórn hafa litað nálgun okkar og hugarfar. Að við séum orðin of samdauna kerfinu. Ef það er einhver gryfja sem við megum aldrei, aldrei, falla í, þá er það að taka okkur meðvirka varnarstöðu með kerfinu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira