Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 20:05 Life360 er eitt af þeim forritum sem ungmenni nota til að fylgjast með vinum sínum og foreldrar til að vakta börnin sín. Getty Afar algengt er að ungmenni deili staðsetningu sinni með vinum og kunningjum í gegnum hin ýmsu snjallsímaforrit. Því fylgja kostir og gallar að deila staðsetningu sinni með öðrum en sérfræðingur óttast að vanþekking ríki um þær hættur sem þessu geta fylgt. Það sé algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau. Forritið Find My í Iphone, Life360 og SnapChat eru meðal þeirra forrita sem hægt er að nýta til að fylgjast með staðsetningu fjölskyldu og vina. Þær Kamilla og Eldey, 15 og 16 ára, segja í samtali við fréttastofu að nánast allir sem þær þekkja nýti bæði SnapChat og Life360 til að fylgjast með vinum sínum. „Hún var að gera það áðan fyrir fimm mínútum,“ segir Kamilla og hlær. „Já bara til að tékka hvar þau eru,“ segir Eldey. Fleiri ungmenni sem fréttastofa ræddi við könnuðust vel við forritin, sérstaklega. Kristján Örn Sigurðsson er einnig meðal þeirra sem hefur prófað Life360 sem hann og vinirnir nýttu til að auðvelda sér lífið í útskriftarferðinni. „Þá var fínt að vera með þetta, til að vita hver var á hvaða skemmtistað og svona. En svo hættum við að nota þetta eftir það,“ útskýrir Kristján, en nánar var rætt við nokkur hress ungmenni í kvöldfréttum Stöðvar 2 um málið. Einnig algengt meðal foreldra Foreldrar nýta tæknina gjarnan til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni og það er skiljanlegt að sögn sérfræðings. Því fylgi hins vegar kostir og gallar að sögn Skúla Braga Geirdal sem er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. „Hætturnar eru auðvitað aðgengi að börnunum. Og þegar við horfum á samfélagsmiðla þar sem er eitthvað 13 ára aldurstakmark sem gengur út á söfnun persónuupplýsinga, við þurfum að vera að horfa á þetta í breiðara samhengi. Það er aðgengi að skaðlegu efni og áreiti og áreitni frá ókunnugum,“ segir Skúli. „Ef að við leyfum staðsetninguna okkar þá erum við að gefa færi á okkur og færi á því að nálgast börnin okkar, að fylgjast með þeim. Hverjir eru það, eru það vinir, eru það fyrrverandi kærastar eða eru það ókunnugir einstaklingar?“ Skúli Bragi Geirdal.Vísir/Sigurjón Hann óttast að foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um hætturnar enda sé meining foreldra af hinu góða og hugsuð til að hlúa að öryggi barnanna. „Ég er með kveikt á staðsetningunni hjá barninu mínu til að geta fylgst með því, en á móti býð ég öðrum þá upp á þann möguleika að geta fylgst með þeim,“ útskýrir Skúli. Ókunnugir reyni að nálgast börn í yngstu bekkjum Hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn og foreldra um netöryggi á samfélagsmiðlum og hvernig sé best að umgangast slíka miðla. „Ég finn fyrir því í öllu okkar fræðslustarfi, alveg niður í 1. bekk, að það er ofboðslega algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau,“ segir Skúli. Fólk á öllum aldri geti hugað betur að því hvernig það umgengst nýja tækni. „Fólk á mínum aldri að sjálfsögðu líka. Við fáum þessa tækni í hendurnar og byrjum að fylgjast með öðrum og finnst það eðlilegt. Við förum að horfa á persónuupplýsingar á þann hátt að „já ég hef ekkert að fela“. En þetta snýst ekkert um það að við séum glæpamenn, heldur meira hvað er gert með þessar persónuupplýsingar. Ég held að við lifum í þannig nútímasamfélagi að við séum orðin ónæm fyrir því hversu mikið magn þetta er og hvernig aðrir eru að nýta það,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Persónuvernd Netöryggi Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Forritið Find My í Iphone, Life360 og SnapChat eru meðal þeirra forrita sem hægt er að nýta til að fylgjast með staðsetningu fjölskyldu og vina. Þær Kamilla og Eldey, 15 og 16 ára, segja í samtali við fréttastofu að nánast allir sem þær þekkja nýti bæði SnapChat og Life360 til að fylgjast með vinum sínum. „Hún var að gera það áðan fyrir fimm mínútum,“ segir Kamilla og hlær. „Já bara til að tékka hvar þau eru,“ segir Eldey. Fleiri ungmenni sem fréttastofa ræddi við könnuðust vel við forritin, sérstaklega. Kristján Örn Sigurðsson er einnig meðal þeirra sem hefur prófað Life360 sem hann og vinirnir nýttu til að auðvelda sér lífið í útskriftarferðinni. „Þá var fínt að vera með þetta, til að vita hver var á hvaða skemmtistað og svona. En svo hættum við að nota þetta eftir það,“ útskýrir Kristján, en nánar var rætt við nokkur hress ungmenni í kvöldfréttum Stöðvar 2 um málið. Einnig algengt meðal foreldra Foreldrar nýta tæknina gjarnan til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni og það er skiljanlegt að sögn sérfræðings. Því fylgi hins vegar kostir og gallar að sögn Skúla Braga Geirdal sem er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. „Hætturnar eru auðvitað aðgengi að börnunum. Og þegar við horfum á samfélagsmiðla þar sem er eitthvað 13 ára aldurstakmark sem gengur út á söfnun persónuupplýsinga, við þurfum að vera að horfa á þetta í breiðara samhengi. Það er aðgengi að skaðlegu efni og áreiti og áreitni frá ókunnugum,“ segir Skúli. „Ef að við leyfum staðsetninguna okkar þá erum við að gefa færi á okkur og færi á því að nálgast börnin okkar, að fylgjast með þeim. Hverjir eru það, eru það vinir, eru það fyrrverandi kærastar eða eru það ókunnugir einstaklingar?“ Skúli Bragi Geirdal.Vísir/Sigurjón Hann óttast að foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um hætturnar enda sé meining foreldra af hinu góða og hugsuð til að hlúa að öryggi barnanna. „Ég er með kveikt á staðsetningunni hjá barninu mínu til að geta fylgst með því, en á móti býð ég öðrum þá upp á þann möguleika að geta fylgst með þeim,“ útskýrir Skúli. Ókunnugir reyni að nálgast börn í yngstu bekkjum Hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn og foreldra um netöryggi á samfélagsmiðlum og hvernig sé best að umgangast slíka miðla. „Ég finn fyrir því í öllu okkar fræðslustarfi, alveg niður í 1. bekk, að það er ofboðslega algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau,“ segir Skúli. Fólk á öllum aldri geti hugað betur að því hvernig það umgengst nýja tækni. „Fólk á mínum aldri að sjálfsögðu líka. Við fáum þessa tækni í hendurnar og byrjum að fylgjast með öðrum og finnst það eðlilegt. Við förum að horfa á persónuupplýsingar á þann hátt að „já ég hef ekkert að fela“. En þetta snýst ekkert um það að við séum glæpamenn, heldur meira hvað er gert með þessar persónuupplýsingar. Ég held að við lifum í þannig nútímasamfélagi að við séum orðin ónæm fyrir því hversu mikið magn þetta er og hvernig aðrir eru að nýta það,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Persónuvernd Netöryggi Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira