Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Árni Sæberg skrifar 25. febrúar 2025 15:02 Drengurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir umskurðinn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur telur konu ekki hafa gerst seka um líkamsárás með því að fá erlendan sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim sautján mánaða sonar hennar. Í dag var greint frá því að konan hefði verið sýknuð af ákæru fyrir stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi með því að hafa látið umskera sautján mánaða gamlan son sinn. Sonurinn endaði á sjúkrahúsi eftir umskurðinn. Dómur í málinu hefur nú verið birtur á vef Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum segir að konan hafi verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa þriðjudagsins 27. október 2022, á þáverandi heimili sínu á Akureyri, fengið óþekkta konu til að skera forhúð af getnaðarlim ólögráða sonar hennar. Samkvæmt ákæru hafi afleiðingar háttsemi konunnar orðið þær að leitað var með drenginn á sjúkrahúsið á Akureyri sama dag. Hann hafi dvalist þar í tvo daga eftir að hafa þurft að gangast undir svæfingu og skurðaðgerð. Með þessu hafi konan ógnað lífi og velferð drengsins á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Konan kynnti sig sem sérfræðing og hjúkku Í dóminum segir að í málinu væri óumdeilt að konan hefði fengið erlenda konu til að koma til landsins gegn gjaldi til að umskera son hennar, brotaþola. Óumdeilt væri að konan hafi farið með forsjá sonar síns þegar umskurðurinn fór fram og að faðir hans hafi verið samþykkur að hann yrði umskorinn. Samkvæmt framburði föðurins hjá lögreglu, sem hann hafi staðfest fyrir dómi hafi hann og konan verið búin að ákveða að umskera drenginn, þótt hann hafi ekki vitað fyrir fram af aðgerðinni. Á þeim tíma hafi hann verið staddur í útlöndum. Konan hefði frá upphafi rannsóknar haldið því fram að hún hefði hvorki séð umskurðinn né haft nein áhrif á framkvæmd hans, enda hefði hún talið að viðkomandi kona væri sérfræðingur á þessu sviði. Ekkert í málinu hafi varpað ljósi á að konan hefði gefið konunni fyrirmæli um framkvæmd umskurðarins. Yrði sú staðreynd lögð til grundvallar við úrlausn málsins. Konan hefði sagst hafa treyst konunni til verksins á grundvelli þeirra upplýsinga sem hún hefði aflað fyrir aðgerðina. Viðkomandi kona hefði kynnt sig sem sérfræðing „specialist“á þessu sviði, einnig hjúkrunarfræðing „nurse“ og eins og kæmi fram á framlögðu nafnspjaldi hennar. Ekkert lægi fyrir í málinu sem sanni raunverulega færni konunnar til þessa verks og beri ákæruvaldið hallann af því. Ekki væri nægileg sönnun fram komin í málinu, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, að konan sem framkvæmdi umskurðinn hafi verið óhæf til þess og það hefði átt að vera móðurinni ljóst. Umskera þurfi drengi fyrir tíu ára, ellegar myndu þeir deyja Í dóminum segir að það sé alkunna að umskurður ungra drengja sé algengur víða um heim og hafi svo verið um langan aldur. Umskurður sé stundum framkvæmdur af læknisfræðilegum ástæðum, en einnig mjög oft af trúarlegum sjónarmiðum og öðrum samfélagshefðum. Konan sé með erlent ríkisfang og hafi komið til Íslands árið 2020. Fyrir dómi hafi hún sagst vera kristin og hefði vanist því að drengir væru umskornir. Barnsfaðir hennar sé einnig með sama erlenda ríkisfang. Fyrir lögreglu og fyrir dómi hafi hann lýst því að það væri sterk hefð fyrir því í hans fjölskyldu að umskera drengi fyrir tíu ára aldur. „Ef það væri ekki gert myndu þeir deyja.“ Umskurður drengja sé ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna. Konan hafi borið fyrir lögreglu og fyrir dómi að hún hefði verið í góðri trú að láta umskera drenginn og eingöngu haft í huga velferð hans. Einnig hafi komið fram hjá konunni að hún hefði haldið að umskurður drengja væri ekki bannaður hér á landi, þótt ekki væri hægt að fá slíkt gert á sjúkrastofnunum á Akureyri. Í málinu væri óumdeilt að konan hefði skýrt frá fyrirhuguðum umskurði á leikskóla drengsins, áður en hann fór fram. Umskurðinum ekki lokið Í dóminum segir að í ákæru sé látið við það sitja að tilgreina að farið hafi verið með drenginn á sjúkrahús, án þess að greina nánar frá heilsufarsástandi hans á þeirri stundu þegar ákveðið var að leita á bráðadeild SAk. Til viðbótar sé tilgreint í ákæru um afleiðingar að brotaþoli hafi gengist undir svæfingu og skurðaðgerð og dvalist á sjúkrahúsinu í tvo daga og auk þess án frekari skýringa að háttsemi konunnar hefði ógnað lífi og velferð drengsins á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Ekki yrði séð af gögnum málsins að brýn heilsufarsleg nauðsyn hafi verið ástæða þess að farið var með drenginn á bráðadeild SAk þennan dag. Af vitnisburði tveggja lækna megi ráða að umskurði drengsins hafi að þeirra mati ekki verið lokið þegar þeir skoðuðu hann, en hann hefði ekki verið í lífshættu. „Þeir töldu hins vegar nauðsynlegt að sauma saman hringsár á forhúð meðal annars til að stuðla að réttum gróanda og til að hindra myndun örvefja.“ „Dómurinn telur ekki sannað að ákærða hafi ógnað lífi og velferð brotaþola með háttsemi sinni, með því að heimila umskurð á brotaþola, enda eru slíkar aðgerðir tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir. Ákærða kom ekkert að framkvæmd umskurðarins, enda fékk hún til verksins konu, sérfræðing,sem hún treysti til verksins,“ segir í dóminum. Með vísan til þessa var konan sýknuð af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda konunnar, 2,4 milljónir króna og þóknun skipaðs réttargæslumanns drengsins, ein milljón króna. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Akureyri Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í dag var greint frá því að konan hefði verið sýknuð af ákæru fyrir stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi með því að hafa látið umskera sautján mánaða gamlan son sinn. Sonurinn endaði á sjúkrahúsi eftir umskurðinn. Dómur í málinu hefur nú verið birtur á vef Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum segir að konan hafi verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa þriðjudagsins 27. október 2022, á þáverandi heimili sínu á Akureyri, fengið óþekkta konu til að skera forhúð af getnaðarlim ólögráða sonar hennar. Samkvæmt ákæru hafi afleiðingar háttsemi konunnar orðið þær að leitað var með drenginn á sjúkrahúsið á Akureyri sama dag. Hann hafi dvalist þar í tvo daga eftir að hafa þurft að gangast undir svæfingu og skurðaðgerð. Með þessu hafi konan ógnað lífi og velferð drengsins á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Konan kynnti sig sem sérfræðing og hjúkku Í dóminum segir að í málinu væri óumdeilt að konan hefði fengið erlenda konu til að koma til landsins gegn gjaldi til að umskera son hennar, brotaþola. Óumdeilt væri að konan hafi farið með forsjá sonar síns þegar umskurðurinn fór fram og að faðir hans hafi verið samþykkur að hann yrði umskorinn. Samkvæmt framburði föðurins hjá lögreglu, sem hann hafi staðfest fyrir dómi hafi hann og konan verið búin að ákveða að umskera drenginn, þótt hann hafi ekki vitað fyrir fram af aðgerðinni. Á þeim tíma hafi hann verið staddur í útlöndum. Konan hefði frá upphafi rannsóknar haldið því fram að hún hefði hvorki séð umskurðinn né haft nein áhrif á framkvæmd hans, enda hefði hún talið að viðkomandi kona væri sérfræðingur á þessu sviði. Ekkert í málinu hafi varpað ljósi á að konan hefði gefið konunni fyrirmæli um framkvæmd umskurðarins. Yrði sú staðreynd lögð til grundvallar við úrlausn málsins. Konan hefði sagst hafa treyst konunni til verksins á grundvelli þeirra upplýsinga sem hún hefði aflað fyrir aðgerðina. Viðkomandi kona hefði kynnt sig sem sérfræðing „specialist“á þessu sviði, einnig hjúkrunarfræðing „nurse“ og eins og kæmi fram á framlögðu nafnspjaldi hennar. Ekkert lægi fyrir í málinu sem sanni raunverulega færni konunnar til þessa verks og beri ákæruvaldið hallann af því. Ekki væri nægileg sönnun fram komin í málinu, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, að konan sem framkvæmdi umskurðinn hafi verið óhæf til þess og það hefði átt að vera móðurinni ljóst. Umskera þurfi drengi fyrir tíu ára, ellegar myndu þeir deyja Í dóminum segir að það sé alkunna að umskurður ungra drengja sé algengur víða um heim og hafi svo verið um langan aldur. Umskurður sé stundum framkvæmdur af læknisfræðilegum ástæðum, en einnig mjög oft af trúarlegum sjónarmiðum og öðrum samfélagshefðum. Konan sé með erlent ríkisfang og hafi komið til Íslands árið 2020. Fyrir dómi hafi hún sagst vera kristin og hefði vanist því að drengir væru umskornir. Barnsfaðir hennar sé einnig með sama erlenda ríkisfang. Fyrir lögreglu og fyrir dómi hafi hann lýst því að það væri sterk hefð fyrir því í hans fjölskyldu að umskera drengi fyrir tíu ára aldur. „Ef það væri ekki gert myndu þeir deyja.“ Umskurður drengja sé ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna. Konan hafi borið fyrir lögreglu og fyrir dómi að hún hefði verið í góðri trú að láta umskera drenginn og eingöngu haft í huga velferð hans. Einnig hafi komið fram hjá konunni að hún hefði haldið að umskurður drengja væri ekki bannaður hér á landi, þótt ekki væri hægt að fá slíkt gert á sjúkrastofnunum á Akureyri. Í málinu væri óumdeilt að konan hefði skýrt frá fyrirhuguðum umskurði á leikskóla drengsins, áður en hann fór fram. Umskurðinum ekki lokið Í dóminum segir að í ákæru sé látið við það sitja að tilgreina að farið hafi verið með drenginn á sjúkrahús, án þess að greina nánar frá heilsufarsástandi hans á þeirri stundu þegar ákveðið var að leita á bráðadeild SAk. Til viðbótar sé tilgreint í ákæru um afleiðingar að brotaþoli hafi gengist undir svæfingu og skurðaðgerð og dvalist á sjúkrahúsinu í tvo daga og auk þess án frekari skýringa að háttsemi konunnar hefði ógnað lífi og velferð drengsins á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Ekki yrði séð af gögnum málsins að brýn heilsufarsleg nauðsyn hafi verið ástæða þess að farið var með drenginn á bráðadeild SAk þennan dag. Af vitnisburði tveggja lækna megi ráða að umskurði drengsins hafi að þeirra mati ekki verið lokið þegar þeir skoðuðu hann, en hann hefði ekki verið í lífshættu. „Þeir töldu hins vegar nauðsynlegt að sauma saman hringsár á forhúð meðal annars til að stuðla að réttum gróanda og til að hindra myndun örvefja.“ „Dómurinn telur ekki sannað að ákærða hafi ógnað lífi og velferð brotaþola með háttsemi sinni, með því að heimila umskurð á brotaþola, enda eru slíkar aðgerðir tíðkaðar víða um lönd án þess að læknisfræðileg þörf liggi fyrir. Ákærða kom ekkert að framkvæmd umskurðarins, enda fékk hún til verksins konu, sérfræðing,sem hún treysti til verksins,“ segir í dóminum. Með vísan til þessa var konan sýknuð af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda konunnar, 2,4 milljónir króna og þóknun skipaðs réttargæslumanns drengsins, ein milljón króna.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Akureyri Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira