Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 15:01 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Hlíðarfjallsvegi, sem liggur á milli Akureyrar og Hlíðarfjalls. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tryggingafélagið Sjóvá eigi að greiða ungri konu rúmar tvær milljónir, auk vaxta, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún lenti í bílslysi á Hlíðarfjallsvegi við Akureyri. Ágreiningsefni málsins varðaði það hvort konan hefði átt að gera sér grein fyrir því hvort ökumaður bílsins væri ölvaður. Slysið sem málið varðar átti sér stað þann aðfaranótt 1. október 2019. Konan var farþegi í aftursæti bílsins, en hún mun hafa verið á rúntinum með bílstjóranum og öðrum farþega. Bíllinn valt af veginum eftir krappa beygju og endaði á hvolfi. Hinn farþeginn, sem var í framsæti bílsins, kastaðist úr honum. Konunni og ökumanninum tókst að skríða út um brotna rúðu bílsins. Í blóði ökumannsins mældist vínandamagn 0,79 prómíl, sem er yfir mörkum. Bíllinn var í ökutækjatryggingu hjá Sjóvá og krafðist konan bóta úr tryggingunni. Það var mat Sjóvá að skerða ætti bætur konunnar um helming þar sem hún hafði sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að vera í bíl með ölvuðum ökumanni. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að svipaðri niðurstöðu. Að þeirra mati átti konan rétt á tveimur þriðju bótanna. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslu greindi konan frá því að hún hefði ekki verið meðvituð um að maðurinn væri ölvaður. Hann hefði tjáð henni að hann væri edrú, og hún trúað því. Í frumskýrslu lögreglu sagðist maðurinn hafa drukkið átta litla Slots-bjóra og nokkur glös af Jack Daniels. Hann hefði þó verið hættur að drekka nokkrum tímum áður en slysið varð. Þá sýndi þvagprufa að hann hefði notað kókaín og maðurinn viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna þetta kvöld. Það var niðurstaða Landsréttar að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að konan hefði séð ökumanninn neyta áfengis áður en hún fékk far með honum. Ekki væri hægt að taka undir með Sjóvá um að henni hafi átt að vera ljóst um ölvun mannsins, og að hann væri óhæfur til að stjórna bílnum örugglega. Hún sýndi því ekki af sér stórkostlegt gáleysi. Því fær hún bætur úr áðurnefndri tryggingu, sem hljóðar, eins og áður segir, upp á tvær milljónir króna. Akureyri Umferðaröryggi Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Slysið sem málið varðar átti sér stað þann aðfaranótt 1. október 2019. Konan var farþegi í aftursæti bílsins, en hún mun hafa verið á rúntinum með bílstjóranum og öðrum farþega. Bíllinn valt af veginum eftir krappa beygju og endaði á hvolfi. Hinn farþeginn, sem var í framsæti bílsins, kastaðist úr honum. Konunni og ökumanninum tókst að skríða út um brotna rúðu bílsins. Í blóði ökumannsins mældist vínandamagn 0,79 prómíl, sem er yfir mörkum. Bíllinn var í ökutækjatryggingu hjá Sjóvá og krafðist konan bóta úr tryggingunni. Það var mat Sjóvá að skerða ætti bætur konunnar um helming þar sem hún hafði sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að vera í bíl með ölvuðum ökumanni. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að svipaðri niðurstöðu. Að þeirra mati átti konan rétt á tveimur þriðju bótanna. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslu greindi konan frá því að hún hefði ekki verið meðvituð um að maðurinn væri ölvaður. Hann hefði tjáð henni að hann væri edrú, og hún trúað því. Í frumskýrslu lögreglu sagðist maðurinn hafa drukkið átta litla Slots-bjóra og nokkur glös af Jack Daniels. Hann hefði þó verið hættur að drekka nokkrum tímum áður en slysið varð. Þá sýndi þvagprufa að hann hefði notað kókaín og maðurinn viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna þetta kvöld. Það var niðurstaða Landsréttar að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að konan hefði séð ökumanninn neyta áfengis áður en hún fékk far með honum. Ekki væri hægt að taka undir með Sjóvá um að henni hafi átt að vera ljóst um ölvun mannsins, og að hann væri óhæfur til að stjórna bílnum örugglega. Hún sýndi því ekki af sér stórkostlegt gáleysi. Því fær hún bætur úr áðurnefndri tryggingu, sem hljóðar, eins og áður segir, upp á tvær milljónir króna.
Akureyri Umferðaröryggi Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent