Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2025 17:01 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í Reykjavík sé ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur. Hún óskar nýjum meirihluta góðs gengis en neitar því ekki að fimm flokka vinstri meirihluti sé mynstur sem hugnist henni síst. „Ég óska nýjum meirihluta borgarstjórnar góðs gengis og vona að þær vinni borgarbúum gagn næstu mánuði,“ sagði Hildur í færslu á samfélagsmiðlum. Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins var kynntur í gær á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flokkarnir kynntu málefnasamninginn „samstarfsyfirlýsing um lífsgæði í Reykjavík.“ Engin áform um heilbrigðan húsnæðismarkað Hildur segir að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum snúi eingöngu að uppbyggingu á óhagnaðardrifnu og félagslegu húsnæði - og hjólhýsabyggð. „Engin áform um að byggja hér heilbrigðan húsnæðismarkað fyrir meginþorra fólks - sem ekki þarf niðurgreitt húsnæði.“ „Eina mælanlega markmið sáttmálans er uppbygging 10.000 óhagnaðardrifinna íbúða í Úlfarsárdal í samvinnu við verkalýðsfélögin - en aðspurðar segja þær uppbygginguna geta tekið allt að 40 ár!“ Þá leggist meirihlutinn gegn leikskólum á vinnustöðum foreldra og tryggi þannig að biðlistar eftir plássum styttist ekki. Áherslur í samgöngumálum séu samhengislausar og ótímasettar, ljóst sé að áfram muni ríkja ófremdarástand í samgöngukerfi borgarinnar. „Þær segjast ætla að fara vel með opinbert fé en bera svo fram hverja útgjalda tillöguna á fætur annarri - eins og þá að koma upp 100 milljóna króna selalaug í Húsdýragarðinum!“ Hildur segir að borgin hefði þurft kraftmikinn og framkvæmdaglaðan meirihluta, sem láti ekki kreddur þvælast fyrir skynsemi og raunhæfum lausnum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var á svipuðu máli í gær. Hann segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga, en hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust á milli flokkanna fimm. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Ég óska nýjum meirihluta borgarstjórnar góðs gengis og vona að þær vinni borgarbúum gagn næstu mánuði,“ sagði Hildur í færslu á samfélagsmiðlum. Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins var kynntur í gær á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flokkarnir kynntu málefnasamninginn „samstarfsyfirlýsing um lífsgæði í Reykjavík.“ Engin áform um heilbrigðan húsnæðismarkað Hildur segir að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum snúi eingöngu að uppbyggingu á óhagnaðardrifnu og félagslegu húsnæði - og hjólhýsabyggð. „Engin áform um að byggja hér heilbrigðan húsnæðismarkað fyrir meginþorra fólks - sem ekki þarf niðurgreitt húsnæði.“ „Eina mælanlega markmið sáttmálans er uppbygging 10.000 óhagnaðardrifinna íbúða í Úlfarsárdal í samvinnu við verkalýðsfélögin - en aðspurðar segja þær uppbygginguna geta tekið allt að 40 ár!“ Þá leggist meirihlutinn gegn leikskólum á vinnustöðum foreldra og tryggi þannig að biðlistar eftir plássum styttist ekki. Áherslur í samgöngumálum séu samhengislausar og ótímasettar, ljóst sé að áfram muni ríkja ófremdarástand í samgöngukerfi borgarinnar. „Þær segjast ætla að fara vel með opinbert fé en bera svo fram hverja útgjalda tillöguna á fætur annarri - eins og þá að koma upp 100 milljóna króna selalaug í Húsdýragarðinum!“ Hildur segir að borgin hefði þurft kraftmikinn og framkvæmdaglaðan meirihluta, sem láti ekki kreddur þvælast fyrir skynsemi og raunhæfum lausnum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var á svipuðu máli í gær. Hann segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga, en hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust á milli flokkanna fimm.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira