Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2025 12:24 Samþykktum Flokks fólksins hefur verið breytt þannig að skráning hans eigi ekki að standa í vegi fyrir opinberum styrkjum til flokksins. Vísir/Vilhelm Landsfundur Flokks fólksins hefur lagt blessun sína yfir breytingar á samþykktum flokksins sem gera honum kleift að verða skráður sem stjórnmálasamtök hjá skattinum. Styrkjamálinu svokallaða er því lokið af hálfu flokksins, að sögn framkvæmdastjóra. Landsfundur Flokks fólksins fer nú fram á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta er fyrsti landsfundur flokksins frá árinu 2019. Til stóð að halda fundinn síðastliðinn nóvember en honum var svo frestað eftir að boðað var til Alþingiskosninga. Á fundinum var meðal annars samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum úr félagasamtökum í stjórnmálasamtök, en slík skráning er lagaskilyrði fyrir því að flokkar geti þegið styrki ætlaða stjórnmálasamtökum úr ríkissjóði. Allt liggi fyrir svo styrkir fáist greiddir Flokkur fólksins hefur fengið 240 milljónir úr ríkissjóði fyrir árin 2022, 2023 og 2024, en fékk ekki styrk fyrir árið 2025, eftir að ófullnægjandi skráning hans hjá skattinum komst í hámæli. Framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins segir styrkjamálinu nú lokið af hálfu flokksins. Heimir Már Pétursson er framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm „Það var verið að breyta ýmsu í samþykktum flokksins, meðal annars voru sett þar inn skilyrði með skýrum hætti sem þarf til að fjármálaráðuneytið geti samþykkt styrki til flokksins og farið eftir þessum reglum sem settar voru á sínum á tíma,“ segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Hafi þegar uppfyllt meginskilyrði Flokkurinn sé því nú búinn að uppfylla öll skilyrði til styrkveitinga, þrátt fyrir að hafa áður uppfyllt „öll meginskilyrði“ þess að vera stjórnmálahreyfing. „Og sannarlega með fulltrúa á þingi, sem styrkirnir miða nú við, að greiða til flokka sem hafa fengið fulltrúa á þing. Jafnvel flokkum sem ekki hafa komist á þing ef þeir fara yfir 2,5 prósent. Þannig að málinu er þá lokið af hálfu flokksins, en það á náttúrulega eftir að koma gögnunum til ríkisskattstjóra,“ segir Heimir. Flokkur fólksins Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Landsfundur Flokks fólksins fer nú fram á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta er fyrsti landsfundur flokksins frá árinu 2019. Til stóð að halda fundinn síðastliðinn nóvember en honum var svo frestað eftir að boðað var til Alþingiskosninga. Á fundinum var meðal annars samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum úr félagasamtökum í stjórnmálasamtök, en slík skráning er lagaskilyrði fyrir því að flokkar geti þegið styrki ætlaða stjórnmálasamtökum úr ríkissjóði. Allt liggi fyrir svo styrkir fáist greiddir Flokkur fólksins hefur fengið 240 milljónir úr ríkissjóði fyrir árin 2022, 2023 og 2024, en fékk ekki styrk fyrir árið 2025, eftir að ófullnægjandi skráning hans hjá skattinum komst í hámæli. Framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins segir styrkjamálinu nú lokið af hálfu flokksins. Heimir Már Pétursson er framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm „Það var verið að breyta ýmsu í samþykktum flokksins, meðal annars voru sett þar inn skilyrði með skýrum hætti sem þarf til að fjármálaráðuneytið geti samþykkt styrki til flokksins og farið eftir þessum reglum sem settar voru á sínum á tíma,“ segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Hafi þegar uppfyllt meginskilyrði Flokkurinn sé því nú búinn að uppfylla öll skilyrði til styrkveitinga, þrátt fyrir að hafa áður uppfyllt „öll meginskilyrði“ þess að vera stjórnmálahreyfing. „Og sannarlega með fulltrúa á þingi, sem styrkirnir miða nú við, að greiða til flokka sem hafa fengið fulltrúa á þing. Jafnvel flokkum sem ekki hafa komist á þing ef þeir fara yfir 2,5 prósent. Þannig að málinu er þá lokið af hálfu flokksins, en það á náttúrulega eftir að koma gögnunum til ríkisskattstjóra,“ segir Heimir.
Flokkur fólksins Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira