Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2025 07:00 Hinar finnsku Maria Falkenberg og Tuula Hyvarinen lentu í tveimur flugslysum sama daginn. Stöð 2 Tveir sjúkraþjálfarar af Reykjalundi og franskur vinur þeirra lifðu af tvö flugslys sem urðu með fjögurra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði rétt fyrir jól árið 1979. Þennan dag horfðust ellefu manns, í lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl. „Ekki aftur flugslys, ég trúi því ekki,“ segir hin finnska Tuula Hyvarinen í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Tveir læknar af Borgarspítalanum voru í þyrlunni. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Lentu í tveimur flugslysum sama daginn Skerandi neyðar- og sársaukahróp á slysstað Tuula var nýlega komin um borð í björgunarþyrlu varnarliðsins sem var að sækja hana og Mariu, vinkonu hennar, og Frakkann, flugmann Cessnunnar, eftir að þau höfðu brotlent illa og slasast ofarlega á Mosfellsheiðinni. Þegar þyrlan var komin í um 500 feta hæð hrapaði hún til jarðar. Tveir íslenskir læknar af slysadeild Borgarspítalans, Magnús Guðmundsson og Ólafur Kjartansson höfðu komið með þyrlunni frá Reykjavík. Þeir lifðu báðir slysið af en slösuðust báðir. Ólafur Kjartansson er annar af læknunum tveimur sem komu með björgunarþyrlunni frá Reykjavík - og lentu síðan sjálfir í slysi.Stöð 2 Í þættinum er viðtal við Ólaf, sem þrátt fyrir meiðsl, fór að sinna hinum slösuðu á vettvangi – þar af þremur bandarískum þyrluflugmönnum sem höfðu lærbrotnað. Einnig er viðtal við Ragnar Axelsson ljósmyndara sem var hræddur um að valda íkveikju á slysstað með flassljósi. Meðal þeirra sem gengu í björgunarstörf var Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem einnig lenti í lífshættu í flugferð þegar hann var að störfum sjö árum síðar.Stöð 2 Þegar björgunarsveitarmenn komu að þyrlunni heyrðust þaðan skerandi neyðar- og sársaukahróp. Ofboðsleg eldsneytisgufa og neistaflug mætti þeim. 19 ára piltur, Skúli Karlsson, vann hetjudáð með því að bruna að þyrluflakinu á vélsleða áður en hann fór inn í það þar sem hann sló út aðalrofa. Með því er hann talinn hafa komið í veg fyrir að fjöldi fólks lét lífið. Flugslysin tvö urðu með fjögurra klukkustunda millibili árið 1979.RAX Útkall Fréttir af flugi Mosfellsbær Bláskógabyggð Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Ekki aftur flugslys, ég trúi því ekki,“ segir hin finnska Tuula Hyvarinen í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Tveir læknar af Borgarspítalanum voru í þyrlunni. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Lentu í tveimur flugslysum sama daginn Skerandi neyðar- og sársaukahróp á slysstað Tuula var nýlega komin um borð í björgunarþyrlu varnarliðsins sem var að sækja hana og Mariu, vinkonu hennar, og Frakkann, flugmann Cessnunnar, eftir að þau höfðu brotlent illa og slasast ofarlega á Mosfellsheiðinni. Þegar þyrlan var komin í um 500 feta hæð hrapaði hún til jarðar. Tveir íslenskir læknar af slysadeild Borgarspítalans, Magnús Guðmundsson og Ólafur Kjartansson höfðu komið með þyrlunni frá Reykjavík. Þeir lifðu báðir slysið af en slösuðust báðir. Ólafur Kjartansson er annar af læknunum tveimur sem komu með björgunarþyrlunni frá Reykjavík - og lentu síðan sjálfir í slysi.Stöð 2 Í þættinum er viðtal við Ólaf, sem þrátt fyrir meiðsl, fór að sinna hinum slösuðu á vettvangi – þar af þremur bandarískum þyrluflugmönnum sem höfðu lærbrotnað. Einnig er viðtal við Ragnar Axelsson ljósmyndara sem var hræddur um að valda íkveikju á slysstað með flassljósi. Meðal þeirra sem gengu í björgunarstörf var Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem einnig lenti í lífshættu í flugferð þegar hann var að störfum sjö árum síðar.Stöð 2 Þegar björgunarsveitarmenn komu að þyrlunni heyrðust þaðan skerandi neyðar- og sársaukahróp. Ofboðsleg eldsneytisgufa og neistaflug mætti þeim. 19 ára piltur, Skúli Karlsson, vann hetjudáð með því að bruna að þyrluflakinu á vélsleða áður en hann fór inn í það þar sem hann sló út aðalrofa. Með því er hann talinn hafa komið í veg fyrir að fjöldi fólks lét lífið. Flugslysin tvö urðu með fjögurra klukkustunda millibili árið 1979.RAX
Útkall Fréttir af flugi Mosfellsbær Bláskógabyggð Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira