Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 15:36 Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari Vísir/Vilhelm Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa kynnt ríkissáttasemjara að þeim litist ekki á innanhússtillögu hans á fundi sem fram fór í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu, en þar segir að í fyrri tillögu sáttasemjara, sem var samþykkt af stjórn sambandsins, hafi falist 22 prósenta hækkun á samningatímanum, á meðan hækkun á öðrum samningum væri upp á 14 til 15 prósenta hækkun. Hins vegar hafi meiri hækkun falist í þessari nýju tillögu. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar sl., á þremur stjórnarfundum. M.a. kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort að hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði til,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn Sambandsins vill því koma því skýrt á framfæri að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara var ekki með samþykki stjórnar eða samninganefndar.“ Greint var frá því um hádegisleytið í dag að sambandið hafi ekki fallist á tillögu sáttasemjara. Í kjölfarið hafa kennarar víða um land lagt niður störf. Í tilkynningunni segir að stjórn sambandsins telji sér ekki fært að fallast á umrædda tillögu í núverandi mynd þar sem hún fæli í sér „hærri innáborgun á virðismat en sú miðlunartillaga sem stjórn var búin að samþykkja“. Þá væri gert ráð fyrir því að hægt væri að segja samningnum upp á samningtíma. „Stjórn Sambandsins hefur ávallt haldið þeirri afstöðu að viðræðurnar þurfi að byggja á sanngjörnum launakjörum fyrir kennara en telur að tillögur sáttasemjara eins og þær eru settar fram feli í sér óásættanlega áhættu.“ Þó sé margt í tillögunni sem hugnis sveitarfélögunum vel. „Sambandið er fullvisst um að sú virðismatsvegferð sem lögð er til muni leiða til sanngjarnrar, gagnsærrar og málefnalegrar launasetningar kennara. Sambandið getur þó ekki fallist á það að kennarasambandið hafi heimild til að segja samningnum upp fyrir lok samningstíma, án þessa að ljúka virðismatsvegferðinni,“ segir í tilkynningunni. „Hætta er á að það myndi setji alla aðra kjarasamninga á vinnumarkaði í uppnám enda hafa stöðugleikasamningar verið leiðarljós allra undirritaðra samninga opinberra launagreiðanda.“ Í tilkynningunni segist sambandið ítreka samningsvilja sinn. „Sú tillaga sáttasemjara sem var samþykkt af stjórn fól í sér að lágmarki 22% hækkun á samningstímanum á meðan aðrir samningar á markaði og við aðrar stéttir felur í sér 14-15% hækkun. Ný tillaga hljóðar uppá meiri hækkun.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu, en þar segir að í fyrri tillögu sáttasemjara, sem var samþykkt af stjórn sambandsins, hafi falist 22 prósenta hækkun á samningatímanum, á meðan hækkun á öðrum samningum væri upp á 14 til 15 prósenta hækkun. Hins vegar hafi meiri hækkun falist í þessari nýju tillögu. „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar sl., á þremur stjórnarfundum. M.a. kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort að hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði til,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn Sambandsins vill því koma því skýrt á framfæri að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara var ekki með samþykki stjórnar eða samninganefndar.“ Greint var frá því um hádegisleytið í dag að sambandið hafi ekki fallist á tillögu sáttasemjara. Í kjölfarið hafa kennarar víða um land lagt niður störf. Í tilkynningunni segir að stjórn sambandsins telji sér ekki fært að fallast á umrædda tillögu í núverandi mynd þar sem hún fæli í sér „hærri innáborgun á virðismat en sú miðlunartillaga sem stjórn var búin að samþykkja“. Þá væri gert ráð fyrir því að hægt væri að segja samningnum upp á samningtíma. „Stjórn Sambandsins hefur ávallt haldið þeirri afstöðu að viðræðurnar þurfi að byggja á sanngjörnum launakjörum fyrir kennara en telur að tillögur sáttasemjara eins og þær eru settar fram feli í sér óásættanlega áhættu.“ Þó sé margt í tillögunni sem hugnis sveitarfélögunum vel. „Sambandið er fullvisst um að sú virðismatsvegferð sem lögð er til muni leiða til sanngjarnrar, gagnsærrar og málefnalegrar launasetningar kennara. Sambandið getur þó ekki fallist á það að kennarasambandið hafi heimild til að segja samningnum upp fyrir lok samningstíma, án þessa að ljúka virðismatsvegferðinni,“ segir í tilkynningunni. „Hætta er á að það myndi setji alla aðra kjarasamninga á vinnumarkaði í uppnám enda hafa stöðugleikasamningar verið leiðarljós allra undirritaðra samninga opinberra launagreiðanda.“ Í tilkynningunni segist sambandið ítreka samningsvilja sinn. „Sú tillaga sáttasemjara sem var samþykkt af stjórn fól í sér að lágmarki 22% hækkun á samningstímanum á meðan aðrir samningar á markaði og við aðrar stéttir felur í sér 14-15% hækkun. Ný tillaga hljóðar uppá meiri hækkun.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent