Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 15:40 Hermann stígur fram til að ræða málið í von um að eitthvað verði aðhafst í málinu í Breiðholtsskóla. Hermann Austmar á dóttur í sjöunda bekk í Breiðholtsskóla þar sem hann segir hóp drengja hafa áreitt aðra nemendur bæði andlega og líkamlega. Hann segir ofbeldið hafi gengið langt án þess að nokkur þori að taka almennilega á hlutunum. Hann segist vera búinn að fá nóg og vill geta rætt um hlutina án þess að vera kallaður rasisti. Hann þvertekur fyrir að um dæmigert eineltismál sé um að ræða. Sindri Sindrason ræddi við Hermann í Íslandi í dag í vikunni. „Ofbeldið sem hefur átt sér stað er bara grafalvarlegt og ég myndi ganga svo langt að kalla þetta morðtilraunir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér,“ segir Hermann og heldur áfram. „Lýsingarnar eru þannig að börn hefðu getað dáið,“ segir Hermann. Hann bætir við að um sé að ræða vopnaburð, barsmíðar og annarskonar ofbeldi sem hafi átt sér stað í skólanum sem ekki hafi verið tekið á að hans mati. Hann vill meina að fólk treysti sér ekki að taka á vandanum vegna uppruna barnanna og fjölskyldna þeirra. „Það eru auðvitað mörg börn sem eiga erlenda foreldra í skólanum og það er hátt hlutfall. Það getur alveg verið að sumt sé menningartengt en í þessu tilfelli þá bara skiptir það engu máli. Þetta eru bara börn sem búa á Íslandi en segjum að þetta væri eitthvað menningartengt þá væri verkefnið aðeins flóknara út frá tungumálinu eða eitthvað svoleiðis. En samkvæmt lögum grunnskóla á Íslandi á að tryggja öllum börnum öryggi, við erum með barnaverndarlög og þau eiga að vernda börn og þetta snýst ekkert um hvort þau eigi íslenska eða erlenda foreldra,“ segir Hermann. Erfitt að ná í foreldrana Hann segist ekki vera í minnsta vafa um að ef um væri að ræða íslenska drengi með íslenskan bakgrunn væri búið að takast á við vandann. Hann segir að þarna sé um að ræða foreldravandamál og um sé að ræða fólk sem sé ekki til í að taka þátt í íslensku samfélagi. „Það hefur verið vandamál að fá þessa foreldra til að vera virk í skólanum og gengur erfiðlega að ná til þeirra. Til þess að það sé hægt að aðstoða börnin. Þetta er ekkert leyndarmál, þessi börn eru bara eftirlitslaus í Breiðholti og það eiginlega bara hræðast þau allir. Við vitum alveg að þegar börn eru að haga sér svona þá er einhver gífurlegur vandi á bak við. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að ég held að það sé stórslys í uppsiglingu, að minnsta kosti í Breiðholti.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Hermann ræðir nánar um málið. Ísland í dag Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Hann segir ofbeldið hafi gengið langt án þess að nokkur þori að taka almennilega á hlutunum. Hann segist vera búinn að fá nóg og vill geta rætt um hlutina án þess að vera kallaður rasisti. Hann þvertekur fyrir að um dæmigert eineltismál sé um að ræða. Sindri Sindrason ræddi við Hermann í Íslandi í dag í vikunni. „Ofbeldið sem hefur átt sér stað er bara grafalvarlegt og ég myndi ganga svo langt að kalla þetta morðtilraunir sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér,“ segir Hermann og heldur áfram. „Lýsingarnar eru þannig að börn hefðu getað dáið,“ segir Hermann. Hann bætir við að um sé að ræða vopnaburð, barsmíðar og annarskonar ofbeldi sem hafi átt sér stað í skólanum sem ekki hafi verið tekið á að hans mati. Hann vill meina að fólk treysti sér ekki að taka á vandanum vegna uppruna barnanna og fjölskyldna þeirra. „Það eru auðvitað mörg börn sem eiga erlenda foreldra í skólanum og það er hátt hlutfall. Það getur alveg verið að sumt sé menningartengt en í þessu tilfelli þá bara skiptir það engu máli. Þetta eru bara börn sem búa á Íslandi en segjum að þetta væri eitthvað menningartengt þá væri verkefnið aðeins flóknara út frá tungumálinu eða eitthvað svoleiðis. En samkvæmt lögum grunnskóla á Íslandi á að tryggja öllum börnum öryggi, við erum með barnaverndarlög og þau eiga að vernda börn og þetta snýst ekkert um hvort þau eigi íslenska eða erlenda foreldra,“ segir Hermann. Erfitt að ná í foreldrana Hann segist ekki vera í minnsta vafa um að ef um væri að ræða íslenska drengi með íslenskan bakgrunn væri búið að takast á við vandann. Hann segir að þarna sé um að ræða foreldravandamál og um sé að ræða fólk sem sé ekki til í að taka þátt í íslensku samfélagi. „Það hefur verið vandamál að fá þessa foreldra til að vera virk í skólanum og gengur erfiðlega að ná til þeirra. Til þess að það sé hægt að aðstoða börnin. Þetta er ekkert leyndarmál, þessi börn eru bara eftirlitslaus í Breiðholti og það eiginlega bara hræðast þau allir. Við vitum alveg að þegar börn eru að haga sér svona þá er einhver gífurlegur vandi á bak við. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að ég held að það sé stórslys í uppsiglingu, að minnsta kosti í Breiðholti.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Hermann ræðir nánar um málið.
Ísland í dag Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira