Verkföll hafin í sex skólum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. febrúar 2025 00:09 Magnús Þór segir að verkfall framhaldsskólakennara sé hafið hvort sem frestur sveitarfélaganna verði samþykktur eður ei. Vísir/Vilhelm Verkfall kennara í fimm framhaldsskólum er skollið á. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið í dag. Kennarar samþykktu tillöguna en sáttasemjari gaf hinu opinbera frest til klukkan tíu í kvöld til að opinbera afstöðu sína. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir fresti til hádegis á morgun en fresturinn var háður samþykki kennara. Viðræðunefnd KÍ veitti samþykki fyrir frestuninni á ellefta tímanum í kvöld. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, staðfestir að verkfall sé hafið í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Þeir eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga auk Tónlistarskólans á Akureyri. Þessi verkföll ná til félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum sem og félagsmanna í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum sem starfa í ofangreindum skólum Félagsmenn í Félagi leikskólakennara, sem starfa í Leikskóla Snæfellsbæjar, hafa verið í verkfalli síðan 1. febrúar og munu verða áfram. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Skólameistari eins framhaldsskólanna sem eru á leið í verkfall að óbreyttu á miðnætti segist ganga út frá því að kennarar leggi niður störf. Það eina sem gæti afstýrt því á þessum tímapunkti sé að deiluaðilar nái saman. 20. febrúar 2025 23:19 Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti til hádegis á morgun til að tilkynna afstöðu sína til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fresturinn er háður samþykki kennara. 20. febrúar 2025 22:08 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið í dag. Kennarar samþykktu tillöguna en sáttasemjari gaf hinu opinbera frest til klukkan tíu í kvöld til að opinbera afstöðu sína. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir fresti til hádegis á morgun en fresturinn var háður samþykki kennara. Viðræðunefnd KÍ veitti samþykki fyrir frestuninni á ellefta tímanum í kvöld. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, staðfestir að verkfall sé hafið í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Þeir eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga auk Tónlistarskólans á Akureyri. Þessi verkföll ná til félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum sem og félagsmanna í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum sem starfa í ofangreindum skólum Félagsmenn í Félagi leikskólakennara, sem starfa í Leikskóla Snæfellsbæjar, hafa verið í verkfalli síðan 1. febrúar og munu verða áfram.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Skólameistari eins framhaldsskólanna sem eru á leið í verkfall að óbreyttu á miðnætti segist ganga út frá því að kennarar leggi niður störf. Það eina sem gæti afstýrt því á þessum tímapunkti sé að deiluaðilar nái saman. 20. febrúar 2025 23:19 Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti til hádegis á morgun til að tilkynna afstöðu sína til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fresturinn er háður samþykki kennara. 20. febrúar 2025 22:08 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Skólameistari eins framhaldsskólanna sem eru á leið í verkfall að óbreyttu á miðnætti segist ganga út frá því að kennarar leggi niður störf. Það eina sem gæti afstýrt því á þessum tímapunkti sé að deiluaðilar nái saman. 20. febrúar 2025 23:19
Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti til hádegis á morgun til að tilkynna afstöðu sína til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fresturinn er háður samþykki kennara. 20. febrúar 2025 22:08