Kennarar samþykkja innanhússtillögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2025 16:13 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ásamt Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambandsins. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara. Þetta kom fram í máli Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara sem ræddi við fjölmiðla í húsakynnum embættisins á fimmta tímanum. Hann hafði þá augnablikum áður lagt fram tillögu sína. Ástráður segir í samtali við fréttastofu að tillagan nái til allra þeirra kjarasamninga sem séu undir í deilunni, þ.e. allra skólastiga og hvort sem eru samningar við sveitastjórnir eða ríkið. Hann hafi fengið samþykki deiluaðila að leggja fram tillögu sem hann hafi gert klukkan fjögur síðdegis. „Ef aðilarnir fallast á tillöguna þá aflýsast allar boðaðar vinnustöðvanir,“ segir Ástráður. Hún byggi í öllum meginatriðum á sömu hugmyndum og fyrri tillögur, sé framhald af þeim, og á þeim atriðum sem aðilar hafi orðið sammála um. Það sem skilji deiluaðila séu tillögur sáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi þegar samþykkt tillöguna. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að stjórn sambandsins hittist á fundi klukkan átta í kvöld. Þar muni samninganefndin kynna miðlunartillöguna fyrir stjórninni. Ríkissáttasemjara verði svarað um leið og þeim fundi lýkur og fyrir tilskilin frest klukkan 22 í kvöld. Einar Mar Þórðarson hjá samninganefnd ríkisins vildi ekki tjá sig um tillöguna að svo stöddu. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögunum en framhaldsskólarnir heyra undir ríkið. Samninganefndir kennara og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fundað bæði í gær og í dag í deilunni. Verkföll eru fyrirhuguð í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars að óbreyttu. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara sem ræddi við fjölmiðla í húsakynnum embættisins á fimmta tímanum. Hann hafði þá augnablikum áður lagt fram tillögu sína. Ástráður segir í samtali við fréttastofu að tillagan nái til allra þeirra kjarasamninga sem séu undir í deilunni, þ.e. allra skólastiga og hvort sem eru samningar við sveitastjórnir eða ríkið. Hann hafi fengið samþykki deiluaðila að leggja fram tillögu sem hann hafi gert klukkan fjögur síðdegis. „Ef aðilarnir fallast á tillöguna þá aflýsast allar boðaðar vinnustöðvanir,“ segir Ástráður. Hún byggi í öllum meginatriðum á sömu hugmyndum og fyrri tillögur, sé framhald af þeim, og á þeim atriðum sem aðilar hafi orðið sammála um. Það sem skilji deiluaðila séu tillögur sáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi þegar samþykkt tillöguna. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að stjórn sambandsins hittist á fundi klukkan átta í kvöld. Þar muni samninganefndin kynna miðlunartillöguna fyrir stjórninni. Ríkissáttasemjara verði svarað um leið og þeim fundi lýkur og fyrir tilskilin frest klukkan 22 í kvöld. Einar Mar Þórðarson hjá samninganefnd ríkisins vildi ekki tjá sig um tillöguna að svo stöddu. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögunum en framhaldsskólarnir heyra undir ríkið. Samninganefndir kennara og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fundað bæði í gær og í dag í deilunni. Verkföll eru fyrirhuguð í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars að óbreyttu. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira