Kennarar samþykkja innanhússtillögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2025 16:13 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ásamt Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambandsins. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara. Þetta kom fram í máli Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara sem ræddi við fjölmiðla í húsakynnum embættisins á fimmta tímanum. Hann hafði þá augnablikum áður lagt fram tillögu sína. Ástráður segir í samtali við fréttastofu að tillagan nái til allra þeirra kjarasamninga sem séu undir í deilunni, þ.e. allra skólastiga og hvort sem eru samningar við sveitastjórnir eða ríkið. Hann hafi fengið samþykki deiluaðila að leggja fram tillögu sem hann hafi gert klukkan fjögur síðdegis. „Ef aðilarnir fallast á tillöguna þá aflýsast allar boðaðar vinnustöðvanir,“ segir Ástráður. Hún byggi í öllum meginatriðum á sömu hugmyndum og fyrri tillögur, sé framhald af þeim, og á þeim atriðum sem aðilar hafi orðið sammála um. Það sem skilji deiluaðila séu tillögur sáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi þegar samþykkt tillöguna. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að stjórn sambandsins hittist á fundi klukkan átta í kvöld. Þar muni samninganefndin kynna miðlunartillöguna fyrir stjórninni. Ríkissáttasemjara verði svarað um leið og þeim fundi lýkur og fyrir tilskilin frest klukkan 22 í kvöld. Einar Mar Þórðarson hjá samninganefnd ríkisins vildi ekki tjá sig um tillöguna að svo stöddu. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögunum en framhaldsskólarnir heyra undir ríkið. Samninganefndir kennara og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fundað bæði í gær og í dag í deilunni. Verkföll eru fyrirhuguð í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars að óbreyttu. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara sem ræddi við fjölmiðla í húsakynnum embættisins á fimmta tímanum. Hann hafði þá augnablikum áður lagt fram tillögu sína. Ástráður segir í samtali við fréttastofu að tillagan nái til allra þeirra kjarasamninga sem séu undir í deilunni, þ.e. allra skólastiga og hvort sem eru samningar við sveitastjórnir eða ríkið. Hann hafi fengið samþykki deiluaðila að leggja fram tillögu sem hann hafi gert klukkan fjögur síðdegis. „Ef aðilarnir fallast á tillöguna þá aflýsast allar boðaðar vinnustöðvanir,“ segir Ástráður. Hún byggi í öllum meginatriðum á sömu hugmyndum og fyrri tillögur, sé framhald af þeim, og á þeim atriðum sem aðilar hafi orðið sammála um. Það sem skilji deiluaðila séu tillögur sáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi þegar samþykkt tillöguna. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að stjórn sambandsins hittist á fundi klukkan átta í kvöld. Þar muni samninganefndin kynna miðlunartillöguna fyrir stjórninni. Ríkissáttasemjara verði svarað um leið og þeim fundi lýkur og fyrir tilskilin frest klukkan 22 í kvöld. Einar Mar Þórðarson hjá samninganefnd ríkisins vildi ekki tjá sig um tillöguna að svo stöddu. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögunum en framhaldsskólarnir heyra undir ríkið. Samninganefndir kennara og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fundað bæði í gær og í dag í deilunni. Verkföll eru fyrirhuguð í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars að óbreyttu. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira