Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 19:24 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ánægð með að nú standi til að fjölga lögreglumönnum. Það varði öryggistilfinningu sjálfrar lögreglunnar og borgaranna. Vísir/Egill Árgangurinn sem hefur nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri í haust verður líklega sá langfjölmennasti til þessa. Ríkislögreglustjóri segir fjölda lögreglumanna haldast í hendur við öryggistilfinningu þeirra sjálfra og borgaranna. Hún bindur vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki um til að lögreglan endurspegli breytta samsetningu þjóðarinnar. Fyrsta verk nýs dómsmálaráðherra var að fjölga stöðugildum innan lögreglu um fimmtíu og fjölga plássum í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Opnað hefur verið fyrir umsóknir en skólinn getur tekið við allt að 95 nemendum í haust. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. „Þarna er stærsti árgangur sem hingað til hefur verið tekinn inn í lögreglunám á einu bretti og það sem hefur gerst líka er að við erum að taka yngra fólk inn, það er núna búið að breyta umgjörðinni, nú er það strax eftir menntaskóla, þannig að það er 19 ára.“ Sem muni verulega um því þótt aldurstakmarkið hafi áður verið 20 þá hafi lögreglan misst frá sér margt ung fólk sem hafi viljað fara strax í nám eftir stúdent. Sigríður segir að fyrir nokkrum árum hafi lögreglan verið gríðarlega undirmönnuð. Stytting vinnuvikunnar og fleiri þættir hafi orðið til þess að fjöldi lögreglumanna við störf hverju sinni var alls ekki nægilegur. „Það er gríðarlega brýnt að fjölga í lögreglunni, vegna þess að þetta snýst um öryggistilfinningu bæði borgaranna - fólksins sem við erum að þjóna - en líka lögreglumannanna sjálfra sem eru að sinna verkefnunum.“ Bindur vonir við aukna fjölbreyttni í lögregluhópnum Sigríður hvetur fólk til að skella sér í lögreglunám en hún vill sérstaklega fólk með fjölbreyttan bakgrunn. „Okkar viðskiptavinir eru alls konar og þess vegna skiptir máli að við séum ekki of einsleitur hópur. Núna er 20% þjóðarinnar af erlendum uppruna og það er mikilvægt að okkar samsetning endurspegli það og það hefur ekki tekist til þessa. Við bindum vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki núna um inngöngu, gríðarstór árgangur að hefja spennandi nám og þetta starf er ótrúlegt, og tekur á öllum hliðum mannlegs samfélags“ Hún vill líka laða að fólk á fjölbreyttu aldursskeiði. „Við viljum líka fólk sem er eldra, er kannski að prófa nýjan feril. Við höfum góða reynslu af kennurum svo það sé sagt, sem hafa verið að söðla um þannig að ég hvet alla þá sem ala þann draum í brjósti að vera lögreglumenn, þá er tækifærið núna.“ Lögreglan Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15 Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Sjá meira
Fyrsta verk nýs dómsmálaráðherra var að fjölga stöðugildum innan lögreglu um fimmtíu og fjölga plássum í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Opnað hefur verið fyrir umsóknir en skólinn getur tekið við allt að 95 nemendum í haust. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. „Þarna er stærsti árgangur sem hingað til hefur verið tekinn inn í lögreglunám á einu bretti og það sem hefur gerst líka er að við erum að taka yngra fólk inn, það er núna búið að breyta umgjörðinni, nú er það strax eftir menntaskóla, þannig að það er 19 ára.“ Sem muni verulega um því þótt aldurstakmarkið hafi áður verið 20 þá hafi lögreglan misst frá sér margt ung fólk sem hafi viljað fara strax í nám eftir stúdent. Sigríður segir að fyrir nokkrum árum hafi lögreglan verið gríðarlega undirmönnuð. Stytting vinnuvikunnar og fleiri þættir hafi orðið til þess að fjöldi lögreglumanna við störf hverju sinni var alls ekki nægilegur. „Það er gríðarlega brýnt að fjölga í lögreglunni, vegna þess að þetta snýst um öryggistilfinningu bæði borgaranna - fólksins sem við erum að þjóna - en líka lögreglumannanna sjálfra sem eru að sinna verkefnunum.“ Bindur vonir við aukna fjölbreyttni í lögregluhópnum Sigríður hvetur fólk til að skella sér í lögreglunám en hún vill sérstaklega fólk með fjölbreyttan bakgrunn. „Okkar viðskiptavinir eru alls konar og þess vegna skiptir máli að við séum ekki of einsleitur hópur. Núna er 20% þjóðarinnar af erlendum uppruna og það er mikilvægt að okkar samsetning endurspegli það og það hefur ekki tekist til þessa. Við bindum vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki núna um inngöngu, gríðarstór árgangur að hefja spennandi nám og þetta starf er ótrúlegt, og tekur á öllum hliðum mannlegs samfélags“ Hún vill líka laða að fólk á fjölbreyttu aldursskeiði. „Við viljum líka fólk sem er eldra, er kannski að prófa nýjan feril. Við höfum góða reynslu af kennurum svo það sé sagt, sem hafa verið að söðla um þannig að ég hvet alla þá sem ala þann draum í brjósti að vera lögreglumenn, þá er tækifærið núna.“
Lögreglan Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15 Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Sjá meira
Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15
Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53