Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2025 23:26 Jón hefur reynt að tileinka sér fatavenjur alþingismanna en reynst það erfitt. Vísir/Vilhelm Skrautlegur klæðaburður Jóns Gnarr hefur oft vakið athygli og rifjast í því samhengi upp bleiku jakkafötin sem hann klæddist í borgarstjóratíð sinni. Honum leiðist þó tilgerð og svo virðist sem í dag hafi þau náð hámarki sínu að hans mati þegar átti að meina honum aðgang að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum. Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. Í þingmannshlutverki og einnig í framboði hans til forseta hefur því meira borið á fínum tvídjakkafötum úr smiðju Kormáks og Skjaldar sem eru frekar í jarðlitum. Þó fylgir hann ekki alltaf hinum óskrifuðu reglum jakkafatanna. Hann er oft með skrautleg bindi eða bara ekki með bindi og þá með skyrtuna hneppta niður í vestið. „Í dag gerði ég breytingu á og kom í gallabuxum. Manneskja reyndi að stöðva mig með þeim orðum að ég mætti ekki ganga í þingsal í gallabuxum,“ segir Jón. Hann segir sér hafa brugðið en að hann hafi í stað þess að hlaupa heim og skipta um föt gengið rösklega til sætis og sest. Þá hafi hann komið auga á aðra gallabuxnaklædda þingmenn og honum hafi létt við það. „En þegar leið á fundinn fékk ég skilaboð frá þingflokksformanni að ónefndur þingmaður hefði kvartað yfir því að ég væri í gallabuxum,“ segir Jón. Ljóst er að honum þyki ekki mikið koma til þessara tilburða þessa ónefnda þingmanns og svo virðist sem að honum hafi strax dottið leið í hug til að klekkja á honum. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ segir Jón. Tíska og hönnun Alþingi Viðreisn Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. Í þingmannshlutverki og einnig í framboði hans til forseta hefur því meira borið á fínum tvídjakkafötum úr smiðju Kormáks og Skjaldar sem eru frekar í jarðlitum. Þó fylgir hann ekki alltaf hinum óskrifuðu reglum jakkafatanna. Hann er oft með skrautleg bindi eða bara ekki með bindi og þá með skyrtuna hneppta niður í vestið. „Í dag gerði ég breytingu á og kom í gallabuxum. Manneskja reyndi að stöðva mig með þeim orðum að ég mætti ekki ganga í þingsal í gallabuxum,“ segir Jón. Hann segir sér hafa brugðið en að hann hafi í stað þess að hlaupa heim og skipta um föt gengið rösklega til sætis og sest. Þá hafi hann komið auga á aðra gallabuxnaklædda þingmenn og honum hafi létt við það. „En þegar leið á fundinn fékk ég skilaboð frá þingflokksformanni að ónefndur þingmaður hefði kvartað yfir því að ég væri í gallabuxum,“ segir Jón. Ljóst er að honum þyki ekki mikið koma til þessara tilburða þessa ónefnda þingmanns og svo virðist sem að honum hafi strax dottið leið í hug til að klekkja á honum. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ segir Jón.
Tíska og hönnun Alþingi Viðreisn Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira