Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 18:24 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tuttugu prósenta launahækkun kennara enn standa til boða. Hún fundar á morgun með samninganefnd sveitarfélaga. „Þær fréttir sem ég fékk á föstudaginn á samráðsfundi með sveitarstjórum voru að það eru frekar litlar breytingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verði stjórnarfundur með samninganefnd sveitarfélaga þar sem farið verður yfir nýjustu vendingar í kjaradeilum kennara, ríkis og sveitarfélaga. Verkföll eru boðuð í leik-, grunn- og framhaldsskólum víða um land en þau fyrstu taka gildi á föstudag. Þá fara fimm framhaldsskólar og tónlistarskóli í verkfall. Verkföll í grunnskólum sveitarfélaga Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi hefjast 3. mars ásamt öllum leikskólum í Kópavogsbæ. „Ég verð að treysta því að þau vinni öll að því að ná sátt í þessari deilu við þess mikilvægu starfsstétt sem vinnur hjá sveitarfélögunum við að mennta börnin okkar,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg sagði í byrjun febrúar að kennurum hafi boðist tuttugu prósenta launahækkun en þeir hafi hafnað því. Í staðinn hófst verkfall sem var á endanum dæmt að mestu leiti ólöglegt fyrir Félagsdómi. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarafélags Íslands, sagði alrangt að um tuttugu prósenta launahækkun væri að ræða. Sjá nánar: Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Heiða Björg segir hins vegar að sú tillaga standi enn. „Við vorum tilbúin að ganga að henni sem þýðir yfir tuttugu prósenta launahækkun. Sú tillaga er enn þá til umræðu skilst mér og engin önnur tillaga komin fram,“ segir hún. Hún voni að viðræður þokist áfram. „Það er gríðarlega mikilvægt að leysa þessa deilu,“ segir Heiða Björg. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
„Þær fréttir sem ég fékk á föstudaginn á samráðsfundi með sveitarstjórum voru að það eru frekar litlar breytingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verði stjórnarfundur með samninganefnd sveitarfélaga þar sem farið verður yfir nýjustu vendingar í kjaradeilum kennara, ríkis og sveitarfélaga. Verkföll eru boðuð í leik-, grunn- og framhaldsskólum víða um land en þau fyrstu taka gildi á föstudag. Þá fara fimm framhaldsskólar og tónlistarskóli í verkfall. Verkföll í grunnskólum sveitarfélaga Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi hefjast 3. mars ásamt öllum leikskólum í Kópavogsbæ. „Ég verð að treysta því að þau vinni öll að því að ná sátt í þessari deilu við þess mikilvægu starfsstétt sem vinnur hjá sveitarfélögunum við að mennta börnin okkar,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg sagði í byrjun febrúar að kennurum hafi boðist tuttugu prósenta launahækkun en þeir hafi hafnað því. Í staðinn hófst verkfall sem var á endanum dæmt að mestu leiti ólöglegt fyrir Félagsdómi. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarafélags Íslands, sagði alrangt að um tuttugu prósenta launahækkun væri að ræða. Sjá nánar: Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Heiða Björg segir hins vegar að sú tillaga standi enn. „Við vorum tilbúin að ganga að henni sem þýðir yfir tuttugu prósenta launahækkun. Sú tillaga er enn þá til umræðu skilst mér og engin önnur tillaga komin fram,“ segir hún. Hún voni að viðræður þokist áfram. „Það er gríðarlega mikilvægt að leysa þessa deilu,“ segir Heiða Björg.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira