Sér samninginn endurtekið í hyllingum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 23:10 Verkföll eru framundan. Boðuð hafa verið verkföll í leik- og grunnskólum vegna kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands vonar að ný verkfallsboðun setji aukinn þrýsting á samningsaðila. Hann er bjartsýnn á að samið verði fyrr en síðar. Verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst þann 3. mars næstkomandi í Kópavogsbæ en þar eru 22 leikskólar. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi fara einnig í verkfall 3. mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Þá hefst atkvæðagreiðsla um ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðarbyggðar eftir helgi. Fyrr í mánuðinum voru aðgerðir Kennarasambandsins, sem náðu til þrettán leikskóla og sjö grunnskóla dæmd ólögmæt af Félagsdómi. Einungis verkfall í leikskólanum í Snæfellsnesbæ var talið löglegt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vonar að nýja verkfallsboðunin hafi ekki áhrif á samningaviðræður milli kennara, ríkis og sveitarfélaga. „Það hefur náðst árangur í mörgu finnst mér, við höfum verið í góðri umræðu við launagreiðendur um virðismatsvegferðina sem að ríkissáttasemjari hefur verið að leggja svolítið til og bæði forsætisráðherra og formaður sambandsins hafa stutt. Við lendum í því að síðasta sunnudag kemur Félagsdómur sem að dæmir þær aðgerðir sem voru ólöglegar. Það auðvitað kom okkur mjög á óvart og veit ég fleiri lögfræðingum í opinberum launþegasamtökum. Við fórum strax um kvöldið að lesa hvað væri leyfilegt og það var ákveðið fordæmi í þeim eina leikskóla sem var dæmdur í löglegu verkfalli,“ segir Magnús Þór. „Því miður hefur það verið þannig í þessum viðræðum að það hefur yfirleitt verið mesti fókusinn á viðræður þegar það eru aðgerðir á leiðinni eða í gangi.“ Vildu dreifa verkföllunum Ákveðið var að verkföll yrðu í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem að ekki hafa verið verkföll þar áður. „Það var ástæðan það. Við höfðum verið að dreifa verkföllunum í grunnskólunum á álíka staði. Þetta er þannig núna að við vorum að velja sveitarfélög en ekki einstaka skóla. Það eru aðildarfélög KÍ hvert og eitt sem að velja ákveðna skóla og núna þá sveitarfélög sem urðu fyrir valinu. Þetta var niðurstaðan,“ segir Magnús. Framundan eru einnig ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla sem hefjast 21. febrúar. Magnús vonar að yfirvofandi verkfall hjálpi samningsaðilum að semja sem fyrst. Hann er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Mér finnst við oft síðustu daga hafa verið á þeim stað að við gætum farið yfir þessa síðustu brú,“ segir Magnús. „Það er löngu kominn tími á að við klárum þessa kjarasamninga.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst þann 3. mars næstkomandi í Kópavogsbæ en þar eru 22 leikskólar. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi fara einnig í verkfall 3. mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Þá hefst atkvæðagreiðsla um ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðarbyggðar eftir helgi. Fyrr í mánuðinum voru aðgerðir Kennarasambandsins, sem náðu til þrettán leikskóla og sjö grunnskóla dæmd ólögmæt af Félagsdómi. Einungis verkfall í leikskólanum í Snæfellsnesbæ var talið löglegt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vonar að nýja verkfallsboðunin hafi ekki áhrif á samningaviðræður milli kennara, ríkis og sveitarfélaga. „Það hefur náðst árangur í mörgu finnst mér, við höfum verið í góðri umræðu við launagreiðendur um virðismatsvegferðina sem að ríkissáttasemjari hefur verið að leggja svolítið til og bæði forsætisráðherra og formaður sambandsins hafa stutt. Við lendum í því að síðasta sunnudag kemur Félagsdómur sem að dæmir þær aðgerðir sem voru ólöglegar. Það auðvitað kom okkur mjög á óvart og veit ég fleiri lögfræðingum í opinberum launþegasamtökum. Við fórum strax um kvöldið að lesa hvað væri leyfilegt og það var ákveðið fordæmi í þeim eina leikskóla sem var dæmdur í löglegu verkfalli,“ segir Magnús Þór. „Því miður hefur það verið þannig í þessum viðræðum að það hefur yfirleitt verið mesti fókusinn á viðræður þegar það eru aðgerðir á leiðinni eða í gangi.“ Vildu dreifa verkföllunum Ákveðið var að verkföll yrðu í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem að ekki hafa verið verkföll þar áður. „Það var ástæðan það. Við höfðum verið að dreifa verkföllunum í grunnskólunum á álíka staði. Þetta er þannig núna að við vorum að velja sveitarfélög en ekki einstaka skóla. Það eru aðildarfélög KÍ hvert og eitt sem að velja ákveðna skóla og núna þá sveitarfélög sem urðu fyrir valinu. Þetta var niðurstaðan,“ segir Magnús. Framundan eru einnig ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla sem hefjast 21. febrúar. Magnús vonar að yfirvofandi verkfall hjálpi samningsaðilum að semja sem fyrst. Hann er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Mér finnst við oft síðustu daga hafa verið á þeim stað að við gætum farið yfir þessa síðustu brú,“ segir Magnús. „Það er löngu kominn tími á að við klárum þessa kjarasamninga.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira