Sér samninginn endurtekið í hyllingum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 23:10 Verkföll eru framundan. Boðuð hafa verið verkföll í leik- og grunnskólum vegna kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands vonar að ný verkfallsboðun setji aukinn þrýsting á samningsaðila. Hann er bjartsýnn á að samið verði fyrr en síðar. Verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst þann 3. mars næstkomandi í Kópavogsbæ en þar eru 22 leikskólar. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi fara einnig í verkfall 3. mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Þá hefst atkvæðagreiðsla um ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðarbyggðar eftir helgi. Fyrr í mánuðinum voru aðgerðir Kennarasambandsins, sem náðu til þrettán leikskóla og sjö grunnskóla dæmd ólögmæt af Félagsdómi. Einungis verkfall í leikskólanum í Snæfellsnesbæ var talið löglegt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vonar að nýja verkfallsboðunin hafi ekki áhrif á samningaviðræður milli kennara, ríkis og sveitarfélaga. „Það hefur náðst árangur í mörgu finnst mér, við höfum verið í góðri umræðu við launagreiðendur um virðismatsvegferðina sem að ríkissáttasemjari hefur verið að leggja svolítið til og bæði forsætisráðherra og formaður sambandsins hafa stutt. Við lendum í því að síðasta sunnudag kemur Félagsdómur sem að dæmir þær aðgerðir sem voru ólöglegar. Það auðvitað kom okkur mjög á óvart og veit ég fleiri lögfræðingum í opinberum launþegasamtökum. Við fórum strax um kvöldið að lesa hvað væri leyfilegt og það var ákveðið fordæmi í þeim eina leikskóla sem var dæmdur í löglegu verkfalli,“ segir Magnús Þór. „Því miður hefur það verið þannig í þessum viðræðum að það hefur yfirleitt verið mesti fókusinn á viðræður þegar það eru aðgerðir á leiðinni eða í gangi.“ Vildu dreifa verkföllunum Ákveðið var að verkföll yrðu í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem að ekki hafa verið verkföll þar áður. „Það var ástæðan það. Við höfðum verið að dreifa verkföllunum í grunnskólunum á álíka staði. Þetta er þannig núna að við vorum að velja sveitarfélög en ekki einstaka skóla. Það eru aðildarfélög KÍ hvert og eitt sem að velja ákveðna skóla og núna þá sveitarfélög sem urðu fyrir valinu. Þetta var niðurstaðan,“ segir Magnús. Framundan eru einnig ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla sem hefjast 21. febrúar. Magnús vonar að yfirvofandi verkfall hjálpi samningsaðilum að semja sem fyrst. Hann er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Mér finnst við oft síðustu daga hafa verið á þeim stað að við gætum farið yfir þessa síðustu brú,“ segir Magnús. „Það er löngu kominn tími á að við klárum þessa kjarasamninga.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst þann 3. mars næstkomandi í Kópavogsbæ en þar eru 22 leikskólar. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi fara einnig í verkfall 3. mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Þá hefst atkvæðagreiðsla um ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðarbyggðar eftir helgi. Fyrr í mánuðinum voru aðgerðir Kennarasambandsins, sem náðu til þrettán leikskóla og sjö grunnskóla dæmd ólögmæt af Félagsdómi. Einungis verkfall í leikskólanum í Snæfellsnesbæ var talið löglegt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vonar að nýja verkfallsboðunin hafi ekki áhrif á samningaviðræður milli kennara, ríkis og sveitarfélaga. „Það hefur náðst árangur í mörgu finnst mér, við höfum verið í góðri umræðu við launagreiðendur um virðismatsvegferðina sem að ríkissáttasemjari hefur verið að leggja svolítið til og bæði forsætisráðherra og formaður sambandsins hafa stutt. Við lendum í því að síðasta sunnudag kemur Félagsdómur sem að dæmir þær aðgerðir sem voru ólöglegar. Það auðvitað kom okkur mjög á óvart og veit ég fleiri lögfræðingum í opinberum launþegasamtökum. Við fórum strax um kvöldið að lesa hvað væri leyfilegt og það var ákveðið fordæmi í þeim eina leikskóla sem var dæmdur í löglegu verkfalli,“ segir Magnús Þór. „Því miður hefur það verið þannig í þessum viðræðum að það hefur yfirleitt verið mesti fókusinn á viðræður þegar það eru aðgerðir á leiðinni eða í gangi.“ Vildu dreifa verkföllunum Ákveðið var að verkföll yrðu í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem að ekki hafa verið verkföll þar áður. „Það var ástæðan það. Við höfðum verið að dreifa verkföllunum í grunnskólunum á álíka staði. Þetta er þannig núna að við vorum að velja sveitarfélög en ekki einstaka skóla. Það eru aðildarfélög KÍ hvert og eitt sem að velja ákveðna skóla og núna þá sveitarfélög sem urðu fyrir valinu. Þetta var niðurstaðan,“ segir Magnús. Framundan eru einnig ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla sem hefjast 21. febrúar. Magnús vonar að yfirvofandi verkfall hjálpi samningsaðilum að semja sem fyrst. Hann er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Mér finnst við oft síðustu daga hafa verið á þeim stað að við gætum farið yfir þessa síðustu brú,“ segir Magnús. „Það er löngu kominn tími á að við klárum þessa kjarasamninga.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira