Dómarinn kveður Facebook með tárum Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2025 15:27 Einn frægasti álitsgjafi landsins kveður, í bili. Brynjar er hér ásamt Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur en hún sótti einnig um stöðuna sem Brynjar hreppti. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson héraðsdómari, en hann hefur verið einhver vinsælasti gasprari á Facebook, kveður samfélagsmiðilinn og segir tal þar ekki samræmast nýju starfi. „Eins og fram hefur komið í fréttum hef ég verið settur sem héraðsdómari til ársloka. Eðli máls samkvæmt takmarkar það málfrelsi mitt á opinberum vettvangi og þátttaka í pólitísku starfi lýkur jafnframt.“ Sjálfskipaðir stjórnsýslufræðingar láta gamminn geysa Þannig hefst einskonar kveðjupistill Brynjars. Hann segist nú vilja fylgja þessum skráðu og óskráðu reglum meðan hann starfi sem dómari. Brynjar getur þó ekki á sér setið í kveðjupistli sínum; hann notar tækifærið og sendir mönnum glósu og aðra: „Stjórnsýslufræðingar, ekki síst sjálfskipaðir, hafa tekið til máls í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að þessi tímabundna setning mín í starf héraðsdómara var kunngerð. Má ráða af þeim skrifum að ég sé meira og minna vanhæfur til dómstarfa vegna þess að ég hef verið í stjórnmálum og tjáð skoðanir á þeim vettvangi. Einnig haldið fram fullum fetum að mér hafi verið tryggð full eftirlaun dómara til æviloka með þessari setningu í starf héraðsdómara.“ Meira lesinn en miðlar sem þiggja styrki Brynjar segir þetta úr lausu lofti gripið, í raun blanda af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hann vill minna þessa sérfræðinga á að dómendum ber í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögunum, eins og segir í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Það þýði að eigin skoðanir eða réttlæti getur ekki ráðið niðurstöðunni. Skipan Brynjars í stöðu héraðsdómara er umdeild og þannig ritaði Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar leiðara og lýsir yfir sárum vonbrigðum með skipanina. Niðurlag hennar skrifa er á þessa leið: „Í dag búum við enn við réttarkerfi sem var mótað af körlum. Karlar settu lögin og túlkuðu þau, með þeim afleiðingum að reynsla og lífsviðhorf karla voru lögð til grundvallar réttinum. Karla sem sumir hverjir höfðu sömu viðhorf og Brynjar.“ Brynjar hins vegar lætur þetta ekki á sig fá. „Að lokum vil ég þakka fésbókarvinum mínum og fylgjendum samfylgdina öll árin. Miðað við viðbrögðin við skrifum mínum sýnist mér þið hafið fylgst nokkuð vel með mér. Sennilega hef ég haft fleiri lesendur en miðlarnir sem fá styrkina frá skattgreiðendum en geta ekki einu sinni farið rétt með staðreyndir um eftirlaun héraðsdómara. Sennilega þarf að hækka styrkina. Takk fyrir mig í bili.“ Dómstólar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Eins og fram hefur komið í fréttum hef ég verið settur sem héraðsdómari til ársloka. Eðli máls samkvæmt takmarkar það málfrelsi mitt á opinberum vettvangi og þátttaka í pólitísku starfi lýkur jafnframt.“ Sjálfskipaðir stjórnsýslufræðingar láta gamminn geysa Þannig hefst einskonar kveðjupistill Brynjars. Hann segist nú vilja fylgja þessum skráðu og óskráðu reglum meðan hann starfi sem dómari. Brynjar getur þó ekki á sér setið í kveðjupistli sínum; hann notar tækifærið og sendir mönnum glósu og aðra: „Stjórnsýslufræðingar, ekki síst sjálfskipaðir, hafa tekið til máls í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að þessi tímabundna setning mín í starf héraðsdómara var kunngerð. Má ráða af þeim skrifum að ég sé meira og minna vanhæfur til dómstarfa vegna þess að ég hef verið í stjórnmálum og tjáð skoðanir á þeim vettvangi. Einnig haldið fram fullum fetum að mér hafi verið tryggð full eftirlaun dómara til æviloka með þessari setningu í starf héraðsdómara.“ Meira lesinn en miðlar sem þiggja styrki Brynjar segir þetta úr lausu lofti gripið, í raun blanda af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hann vill minna þessa sérfræðinga á að dómendum ber í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögunum, eins og segir í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Það þýði að eigin skoðanir eða réttlæti getur ekki ráðið niðurstöðunni. Skipan Brynjars í stöðu héraðsdómara er umdeild og þannig ritaði Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar leiðara og lýsir yfir sárum vonbrigðum með skipanina. Niðurlag hennar skrifa er á þessa leið: „Í dag búum við enn við réttarkerfi sem var mótað af körlum. Karlar settu lögin og túlkuðu þau, með þeim afleiðingum að reynsla og lífsviðhorf karla voru lögð til grundvallar réttinum. Karla sem sumir hverjir höfðu sömu viðhorf og Brynjar.“ Brynjar hins vegar lætur þetta ekki á sig fá. „Að lokum vil ég þakka fésbókarvinum mínum og fylgjendum samfylgdina öll árin. Miðað við viðbrögðin við skrifum mínum sýnist mér þið hafið fylgst nokkuð vel með mér. Sennilega hef ég haft fleiri lesendur en miðlarnir sem fá styrkina frá skattgreiðendum en geta ekki einu sinni farið rétt með staðreyndir um eftirlaun héraðsdómara. Sennilega þarf að hækka styrkina. Takk fyrir mig í bili.“
Dómstólar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira