Þar ræddu þær þrjár, ásamt oddvitum Pírata og Flokks fólksins um að mynda nýjan meirihluta í Reykjavík með fulltrúum þessara fimm flokka.
Er þetta enn bara á óformlegu stigi?
„Þetta eru bara þreifingar svokallaðar,“ sagði Líf.
Hvernig líst ykkur á þetta? Eruði bjartsýnar?
„Ég ætla ekki að „jinx-a“ þetta,“ sagði Líf.
„Við erum bara að fara að ná fjórtán núna, drífa okkur í Strætó,“ sagði Sanna.
Sanna segir viðræðurnar á því stigi að ekki sé hægt að segja frá neinu efnislegu. „Ef það er eitthvað þá látum við heyra í okkur.“
„Það er nefnilega rosa erfitt að tala um eitthvað sem er ófrágengið. Við vitum ekkert hver niðurstaðan verður. Eins og allir gera alltaf, fyrst erum við að þefa hvert af öðru, tala saman, er traust? Það skiptir ótrúlega miklu máli, sérstaklega í ljósi alls. Þetta er bara allt á frumstigi,“ sagði Líf.
Ætlið þið að hittast aftur bráðlega?
„Heiða bakaði yndislegt kryddbrauð og lokkaði okkur til sín. Þannig ég veit ekkert hvað verður næst.“