Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 17:27 Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Landsbankinn Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir vinnubrögð Landsbankans og þær reglur sem bankinn hefur viðhaft vegna lána til íbúðarhúsnæðis í dreifbýli. Sveitarstjórnin telur röksemdir bankans ekki standast skoðun og er það mat sveitarstjórnar að nálgun bankans hafi neikvæð áhrif og geri einkaaðilum og sveitarfélögum erfitt fyrir í þeirri uppbyggingu sem hafi staðið yfir og framundan sé á svæðinu. Sveitarstjórnin vill að stjórnendur bankans endurskoði reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli og „láta þannig af þeirri mismunun“ sem hafi viðgengst gagnvart búsetu í dreifbýli. Hefur sveitarstjórnin komið óánægju sinni á framfæri og hefur óskað eftir skriflegum svörum frá Landsbankanum vegna málsins innan fjögurra vikna. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps sem grein er gerð fyrir í fundargerð sveitarstjórnarfundar sem fram fór á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 4. febrúar. Fram kom í fréttum í lok janúar að svo virðist sem strangari lánareglur gildi um íbúðarlán í dreifbýli hjá Landsbankanum en hjá hinum stóru bönkunum. Þetta vakti furðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hafði fengið erindi um málið inn á sitt borð þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps að ljóst sé að Landsbankinn hafi hafnað lánsveitingu íbúðarlána í Flóahreppi og víðar í dreifbýli í nágrannasveitarfélögum sem hafi haft neikvæð áhrif á íbúðarkaup og uppbyggingu. „Landsbankinn hefur gefið þau svör að bankinn veiti almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli en að íbúðarhúsnæði 1351 á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli skilyrði um íbúðalán hjá bankanum. Sömuleiðis gefur Landsbankinn þau svör að bankinn skoði og meti hvert tilvik fyrir sig og að meðal þess sem lagt sé mat á sé staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en þetta rímar við það sem fram kemur í svörum bankans í tengslum við fyrri umfjöllun fréttastofu um málið. Telja rök bankans ekki standast skoðun Bankinn brást hins vegar aftur við í kjölfar umfjöllunar og dró þá nokkuð í land, en hélt því þó áfram til haga að umsóknir um íbúðarlán í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun. Fyrir liggur að dæmi eru um að bankinn hafi synjað lánsumsóknum viðskiptavina á þeim forsendum að reglur bankans um íbúðalán heimili einungis veitingu íbúðarláns vegna húsnæðis sem skráð er í þéttbýli. Að mati sveitarstjórnarinnar halda rök Landsbankans hins vegar ekki vatni. „Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir þau vinnubrögð og þær reglur sem viðhafðar eru hjá Landsbankanum og telur að þau rök sem gefin eru standist ekki skoðun. Í Flóahreppi hefur virði eigna hækkað mikið undanfarin ár, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði á stökum íbúðarhúsalóðum eða íbúðarhúsnæði á bújörðum. Vegna nálægðar við stærsta þéttbýli Suðurlands er þjónusta við íbúa góð, innviðir í sveitarfélaginu eru sterkir og búsetuskilyrði öll hin bestu,” segir í bókuninni sem samþykkt var með fimm atkvæðum allra fundarmanna. „Varla þarf að benda á skort á fjölbreyttu húsnæði á landsvísu og er uppbygging á þessu svæði rökrétt með tilliti til nálægðar við þéttbýliskjarna, góðar samgöngur og innviði, skóla og aðra nauðsynlega þjónustu. Sveitarstjórn Flóahrepps hvetur stjórnendur Landsbankans til að endurskoða reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli á svæðinu og láta þannig af þeirri mismunun sem viðgengst vegna búsetu þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis,” segir ennfremur í bókuninni. Þá er jafnframt tekið fram að skriflegra viðbragða bankans sé óskað innan fjögurra vikna frá bókun, það er 4. febrúar sl. Flóahreppur Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Sveitarstjórnin vill að stjórnendur bankans endurskoði reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli og „láta þannig af þeirri mismunun“ sem hafi viðgengst gagnvart búsetu í dreifbýli. Hefur sveitarstjórnin komið óánægju sinni á framfæri og hefur óskað eftir skriflegum svörum frá Landsbankanum vegna málsins innan fjögurra vikna. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps sem grein er gerð fyrir í fundargerð sveitarstjórnarfundar sem fram fór á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 4. febrúar. Fram kom í fréttum í lok janúar að svo virðist sem strangari lánareglur gildi um íbúðarlán í dreifbýli hjá Landsbankanum en hjá hinum stóru bönkunum. Þetta vakti furðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hafði fengið erindi um málið inn á sitt borð þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps að ljóst sé að Landsbankinn hafi hafnað lánsveitingu íbúðarlána í Flóahreppi og víðar í dreifbýli í nágrannasveitarfélögum sem hafi haft neikvæð áhrif á íbúðarkaup og uppbyggingu. „Landsbankinn hefur gefið þau svör að bankinn veiti almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli en að íbúðarhúsnæði 1351 á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli skilyrði um íbúðalán hjá bankanum. Sömuleiðis gefur Landsbankinn þau svör að bankinn skoði og meti hvert tilvik fyrir sig og að meðal þess sem lagt sé mat á sé staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en þetta rímar við það sem fram kemur í svörum bankans í tengslum við fyrri umfjöllun fréttastofu um málið. Telja rök bankans ekki standast skoðun Bankinn brást hins vegar aftur við í kjölfar umfjöllunar og dró þá nokkuð í land, en hélt því þó áfram til haga að umsóknir um íbúðarlán í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun. Fyrir liggur að dæmi eru um að bankinn hafi synjað lánsumsóknum viðskiptavina á þeim forsendum að reglur bankans um íbúðalán heimili einungis veitingu íbúðarláns vegna húsnæðis sem skráð er í þéttbýli. Að mati sveitarstjórnarinnar halda rök Landsbankans hins vegar ekki vatni. „Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir þau vinnubrögð og þær reglur sem viðhafðar eru hjá Landsbankanum og telur að þau rök sem gefin eru standist ekki skoðun. Í Flóahreppi hefur virði eigna hækkað mikið undanfarin ár, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði á stökum íbúðarhúsalóðum eða íbúðarhúsnæði á bújörðum. Vegna nálægðar við stærsta þéttbýli Suðurlands er þjónusta við íbúa góð, innviðir í sveitarfélaginu eru sterkir og búsetuskilyrði öll hin bestu,” segir í bókuninni sem samþykkt var með fimm atkvæðum allra fundarmanna. „Varla þarf að benda á skort á fjölbreyttu húsnæði á landsvísu og er uppbygging á þessu svæði rökrétt með tilliti til nálægðar við þéttbýliskjarna, góðar samgöngur og innviði, skóla og aðra nauðsynlega þjónustu. Sveitarstjórn Flóahrepps hvetur stjórnendur Landsbankans til að endurskoða reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli á svæðinu og láta þannig af þeirri mismunun sem viðgengst vegna búsetu þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis,” segir ennfremur í bókuninni. Þá er jafnframt tekið fram að skriflegra viðbragða bankans sé óskað innan fjögurra vikna frá bókun, það er 4. febrúar sl.
Flóahreppur Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira