„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 13:28 Alfreð Erling er talinn hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, segir að vinna þurfi mun betur að forvörnum í geðheilbrigðismálum.Geðhjálp Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann átti því ekki að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Ef fólk einangrast og á enga samleið með öðru fólki eða á ekki í sig og á, eða þak yfir höfuðið og upplifir enga samkennd þá getur hver sem er orði hættulegur,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar. Hún nefnir að maður á fertugsaldri, sem banaði tíu námsmönnum í Svíþjóð á þriðjudag, hafi verið mikill einfari og staðið illa félagslega. „Við megum ekki láta neinn verða út undan þannig að það er ekki nóg að setja fjármagn í eitthvað. Það verður að hugsa hvað við setjum það í. Við í Geðhjálp höfum líka verið að leggja áherslu á það að fjölga jafningjastarfsmönnum því þeir nálgast fólk á manneskjulegan hátt og setja mennskuna í forgrunn,“ segir Elín Ebba. „Við erum ofsalega oft að beina fólki á einhverja ákveðna braut í ákveðna kassa. Það er ofslaega oft sem fólkið sem ekki fittar í þessa kassa sem við erum búin að búa til sem verður svona utanveltu.“ Oft sé gott að búa í litlum samfélögum, þar sem nágrannar haldi oft betur hvor um annan. „En ef enginn bregst við og það er látið aðgerðalaust þýðir ekkert að hrópa á torgum og segja: Við þurfum fleiri vistunarpláss ef við sem samfélag erum að ýta út fólki og leyfum því ekki að eiga samleið,“ segir Elín Ebba. „Við búum núna í miklu fjölbreyttara samfélagi þar sem er að koma fólk frá alls konar löndum. Ef við ýtum þeim út erum við að búa til ný vandamál í framtíðinni. Þess vegna er inngilding svona mikilvæg og að fólk fái að taka þátt. Það er ekki nóg að taka við fólki heldur verður það að fá að taka þátt í samfélaginu og upplifa að það fái sömu tækifæri. Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum.“ Geðheilbrigði Fjarðabyggð Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, segir að vinna þurfi mun betur að forvörnum í geðheilbrigðismálum.Geðhjálp Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann átti því ekki að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Ef fólk einangrast og á enga samleið með öðru fólki eða á ekki í sig og á, eða þak yfir höfuðið og upplifir enga samkennd þá getur hver sem er orði hættulegur,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar. Hún nefnir að maður á fertugsaldri, sem banaði tíu námsmönnum í Svíþjóð á þriðjudag, hafi verið mikill einfari og staðið illa félagslega. „Við megum ekki láta neinn verða út undan þannig að það er ekki nóg að setja fjármagn í eitthvað. Það verður að hugsa hvað við setjum það í. Við í Geðhjálp höfum líka verið að leggja áherslu á það að fjölga jafningjastarfsmönnum því þeir nálgast fólk á manneskjulegan hátt og setja mennskuna í forgrunn,“ segir Elín Ebba. „Við erum ofsalega oft að beina fólki á einhverja ákveðna braut í ákveðna kassa. Það er ofslaega oft sem fólkið sem ekki fittar í þessa kassa sem við erum búin að búa til sem verður svona utanveltu.“ Oft sé gott að búa í litlum samfélögum, þar sem nágrannar haldi oft betur hvor um annan. „En ef enginn bregst við og það er látið aðgerðalaust þýðir ekkert að hrópa á torgum og segja: Við þurfum fleiri vistunarpláss ef við sem samfélag erum að ýta út fólki og leyfum því ekki að eiga samleið,“ segir Elín Ebba. „Við búum núna í miklu fjölbreyttara samfélagi þar sem er að koma fólk frá alls konar löndum. Ef við ýtum þeim út erum við að búa til ný vandamál í framtíðinni. Þess vegna er inngilding svona mikilvæg og að fólk fái að taka þátt. Það er ekki nóg að taka við fólki heldur verður það að fá að taka þátt í samfélaginu og upplifa að það fái sömu tækifæri. Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum.“
Geðheilbrigði Fjarðabyggð Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51