Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 12:06 Óveðri er spáð um allt land í dag og á morgun. Vísir/vilhelm Aftakaveður gengur yfir landið eftir hádegi, nær öllu millilandaflugi hefur verið aflýst og vegir í öllum landshlutum eru á óvissustigi. Veðurfræðingur segir óveðrið munu skella á með miklum látum og spáir hviðum upp undir fimmtíu metra á sekúndu. Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að sækja börn sín í skólann. Veður versnar hratt suðvestanlands upp úr hádegi, þar sem appelsínugular storm- og rigningarviðvaranir taka gildi klukkan tvö. Viðaranir tínast svo inn í öðrum landshlutum skömmu síðar og nær allt landið verður orðið appelsínugult klukkan fimm. Höfuðborgarsvæðið er þar ekki undanskilið og foreldrar skólabarna eru hvattir til að fylgjast vel með stöðunni síðdegis, jafnvel sækja börn sín í skóla eða frístund eftir því sem við á. Hvessir ógurlega Miklar raskanir eru á flugi í dag, nær öllum flugferðum til og frá landinu eftir klukkan eitt hefur verið aflýst, samkvæmt vef Isavia. Þá eru vegir um allt land á óvissustigi í dag, sem þýðir að þeim getur verið lokað með skömmum fyrirvara. Óvissustig tekur gildi á Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði ýmist nú klukkan tólf eða eitt. Þá hefur Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði verið lokað. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. „Veðrið skellur á með dálitlum látum, eftir hádegi, sérstaklega milli tvö og fjögur, kemur að okkur af fullum þunga og fullum styrk. Það byrjar með því að það snjóar á fjallvegum og verður svo hált í kjölfarið þannig að það er erfitt við að eiga, eins og til dæmis á Hellisheiðinni,“ segir Einar. „Þegar þetta gerist svona þá hvessir ógurlega á landinu, eiginlega um land allt og það versnar mjög hratt á landinu. Það eru þessar hviður, þessir sviptivindar, sem verða þegar loftið er þetta hlýtt. Þetta eru svona 20, 25 metrar á sekúndu í jöfnum vindi nokkuð víða. Við eigum eftir að sjá hviður sem eru um og yfir fimmtíu metra á sekúndu, staðbundið á norðurlandi og ekki síður fyrir austan.“ Hafi varann á Einar ræður fólki frá því að leggja í langferðir. „Menn hafi varann á sér nú síðdegis og verði búnir að koma börnum og sjálfum sér í hús.“ Viðvaranir byrja smám saman að detta úr gildi sunnan, vestan, norðan og norðaustanlands upp úr miðnætti en koma aftur inn með morgninum. „Síðan kemur ný lægð, heldur minni en viðheldur vinstrengnum um austanvert landið, og verður líka mjög slæmt hér suðvestanlands sérstaklega milli átta og tólf í fyrramálið,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Veður Samgöngur Tengdar fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49 Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21 Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Veður versnar hratt suðvestanlands upp úr hádegi, þar sem appelsínugular storm- og rigningarviðvaranir taka gildi klukkan tvö. Viðaranir tínast svo inn í öðrum landshlutum skömmu síðar og nær allt landið verður orðið appelsínugult klukkan fimm. Höfuðborgarsvæðið er þar ekki undanskilið og foreldrar skólabarna eru hvattir til að fylgjast vel með stöðunni síðdegis, jafnvel sækja börn sín í skóla eða frístund eftir því sem við á. Hvessir ógurlega Miklar raskanir eru á flugi í dag, nær öllum flugferðum til og frá landinu eftir klukkan eitt hefur verið aflýst, samkvæmt vef Isavia. Þá eru vegir um allt land á óvissustigi í dag, sem þýðir að þeim getur verið lokað með skömmum fyrirvara. Óvissustig tekur gildi á Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði ýmist nú klukkan tólf eða eitt. Þá hefur Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði verið lokað. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. „Veðrið skellur á með dálitlum látum, eftir hádegi, sérstaklega milli tvö og fjögur, kemur að okkur af fullum þunga og fullum styrk. Það byrjar með því að það snjóar á fjallvegum og verður svo hált í kjölfarið þannig að það er erfitt við að eiga, eins og til dæmis á Hellisheiðinni,“ segir Einar. „Þegar þetta gerist svona þá hvessir ógurlega á landinu, eiginlega um land allt og það versnar mjög hratt á landinu. Það eru þessar hviður, þessir sviptivindar, sem verða þegar loftið er þetta hlýtt. Þetta eru svona 20, 25 metrar á sekúndu í jöfnum vindi nokkuð víða. Við eigum eftir að sjá hviður sem eru um og yfir fimmtíu metra á sekúndu, staðbundið á norðurlandi og ekki síður fyrir austan.“ Hafi varann á Einar ræður fólki frá því að leggja í langferðir. „Menn hafi varann á sér nú síðdegis og verði búnir að koma börnum og sjálfum sér í hús.“ Viðvaranir byrja smám saman að detta úr gildi sunnan, vestan, norðan og norðaustanlands upp úr miðnætti en koma aftur inn með morgninum. „Síðan kemur ný lægð, heldur minni en viðheldur vinstrengnum um austanvert landið, og verður líka mjög slæmt hér suðvestanlands sérstaklega milli átta og tólf í fyrramálið,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.
Veður Samgöngur Tengdar fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49 Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21 Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49
Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21
Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12