Leggur fram innanhússtillögu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2025 11:53 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari leggur fram innanhússtillögu í dag. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari leggur fram innanhússtillögu í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög á fundi í Karphúsinu klukkan fjögur í dag. Ekki þarf að setja innanhússtillögu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna en samninganefndir beggja aðila þurfa að fallast á hana innan tiltekins tíma. Ástráður Haraldsson ríkissáttsemjari mun leggja fram innanhússtillögu að kjarasamningi til lausnar kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög klukkan fjögur í dag. Samninganefndir deiluaðila fá einn til tvo sólahringa til að taka afstöðu til tillögunnar. Fallist nefndirnar á kjarasamninginn fer hann í almenna atkvæðagreiðslu sem þarf að ljúka þann 14. febrúar. Tekur undir áhyggjur en aðgerðir séu nauðsynlegar Umboðsmaður barna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna boðaðra verkfallsaðgerða kennara sem hefjast um mánaðamótin í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum takist ekki að semja á næstu dögum. Fram kemur að staða viðræðna valdi miklum vonbrigðum. Umboðsmaður hefur miklar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að börn eru skólaskyld og hafi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins í kjaradeilunni tekur undir með umboðsmanni. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Sæberg er formaður Skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins. Þau hittast á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Búist er við tíðindum á fundinum.Vísir „Við deilum áhyggjum umboðsmanns. En við þurfum svo það sé hlustað á okkur að beita aðgerðum eins og verkföllum,“ segir Þorsteinn. Umboðsmaður segir í yfirlýsingunni sérlega þungbært að verkfallsaðgerðir bitni aftur á fjórum leikskólum sem voru í verkfalli í fyrra. Þorsteinn segir að það sé tilkomið vegna frestunar á verkföllum. „Þetta eru bara lögin um verkföll. Það er einbeittur vilji hjá Kennarasambandinu að við náum samningum áður en verkföll skella á. Ég vil leyfa mér að fullyrða að það sé ekkert stórt bil milli aðila,“ segir hann. Ekkert samkomulag um mat á réttindum eða viðmiðunarhópum Þorsteinn segir að krafan sé að vinna í átt að samkomulagi sem var gert fyrir níu árum um að samræma laun kennara við hinn almenna vinnumarkað. „Við erum að tala um að fara að saman í vegferð sem snýst um það að jafna laun milli markaða eins og lofað var 2016. Við viljum búta fílinn niður á næstu fimm til sex árum,“ segir hann. Aðspurður um til hvaða almennra sérfræðilauna sé horft til svarar Þorsteinn: „Við erum ekki búin að finna þessa viðmiðunarhópa. Við teljum okkur vita hvaða hópa við getum miðað okkur við. Við erum bara að miða við tölur hagstofunnar,“ segir hann. Hann segir að enn unnið að því að verðmeta réttindi kennara. „Við höfum heyrt ráðmenn eða aðra sem tjá sig fjálglega í fjölmiðlum benda á að það séu gæði á opinbera markaðnum sem séu umfram almenna markaðinn. Við erum sammála því. Það þarf þá að verðmeta þau gæði. Því miður höfum við ekki náð almennilegu samkomulagi um matið,“ segir hann. Segir meðallaun kennara níu prósentum lægri en meðallaun í landinu Þorsteinn bendir á að kennaralaun séu mun lægri en meðallaun í landinu samkvæmt Hagstofunni. Þar kemur fram að 2023 voru regluleg meðallaun í landinu 724 þúsund krónur á mánuði. Heildarmeðallaun þ.e. með yfirvinnu og álagi voru 935 þúsund krónur. „Almenn meðallaun í landinu öllu samkvæmt Hagstofunni eru níu prósentum hærri en meðallaun okkar félagsmanna,“ segir hann. Þorsteinn segir vonbrigði að kjaradeilan sé ekki komin lengra. „Ég myndi vilja sjá samningaviðræðurnar á betri stað í dag en þær eru. En það er algjörlega ljóst á þessum tímapunkti að báðir aðilar hafa slakað eitthvað til. Við erum sannarlega hjá Kennarasambandi Íslands að reyna að ná samkomulagi fyrir mánaðamótin,“ segir Þorsteinn. Kjaramál Stéttarfélög Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttsemjari mun leggja fram innanhússtillögu að kjarasamningi til lausnar kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög klukkan fjögur í dag. Samninganefndir deiluaðila fá einn til tvo sólahringa til að taka afstöðu til tillögunnar. Fallist nefndirnar á kjarasamninginn fer hann í almenna atkvæðagreiðslu sem þarf að ljúka þann 14. febrúar. Tekur undir áhyggjur en aðgerðir séu nauðsynlegar Umboðsmaður barna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna boðaðra verkfallsaðgerða kennara sem hefjast um mánaðamótin í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum takist ekki að semja á næstu dögum. Fram kemur að staða viðræðna valdi miklum vonbrigðum. Umboðsmaður hefur miklar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að börn eru skólaskyld og hafi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins í kjaradeilunni tekur undir með umboðsmanni. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Sæberg er formaður Skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins. Þau hittast á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Búist er við tíðindum á fundinum.Vísir „Við deilum áhyggjum umboðsmanns. En við þurfum svo það sé hlustað á okkur að beita aðgerðum eins og verkföllum,“ segir Þorsteinn. Umboðsmaður segir í yfirlýsingunni sérlega þungbært að verkfallsaðgerðir bitni aftur á fjórum leikskólum sem voru í verkfalli í fyrra. Þorsteinn segir að það sé tilkomið vegna frestunar á verkföllum. „Þetta eru bara lögin um verkföll. Það er einbeittur vilji hjá Kennarasambandinu að við náum samningum áður en verkföll skella á. Ég vil leyfa mér að fullyrða að það sé ekkert stórt bil milli aðila,“ segir hann. Ekkert samkomulag um mat á réttindum eða viðmiðunarhópum Þorsteinn segir að krafan sé að vinna í átt að samkomulagi sem var gert fyrir níu árum um að samræma laun kennara við hinn almenna vinnumarkað. „Við erum að tala um að fara að saman í vegferð sem snýst um það að jafna laun milli markaða eins og lofað var 2016. Við viljum búta fílinn niður á næstu fimm til sex árum,“ segir hann. Aðspurður um til hvaða almennra sérfræðilauna sé horft til svarar Þorsteinn: „Við erum ekki búin að finna þessa viðmiðunarhópa. Við teljum okkur vita hvaða hópa við getum miðað okkur við. Við erum bara að miða við tölur hagstofunnar,“ segir hann. Hann segir að enn unnið að því að verðmeta réttindi kennara. „Við höfum heyrt ráðmenn eða aðra sem tjá sig fjálglega í fjölmiðlum benda á að það séu gæði á opinbera markaðnum sem séu umfram almenna markaðinn. Við erum sammála því. Það þarf þá að verðmeta þau gæði. Því miður höfum við ekki náð almennilegu samkomulagi um matið,“ segir hann. Segir meðallaun kennara níu prósentum lægri en meðallaun í landinu Þorsteinn bendir á að kennaralaun séu mun lægri en meðallaun í landinu samkvæmt Hagstofunni. Þar kemur fram að 2023 voru regluleg meðallaun í landinu 724 þúsund krónur á mánuði. Heildarmeðallaun þ.e. með yfirvinnu og álagi voru 935 þúsund krónur. „Almenn meðallaun í landinu öllu samkvæmt Hagstofunni eru níu prósentum hærri en meðallaun okkar félagsmanna,“ segir hann. Þorsteinn segir vonbrigði að kjaradeilan sé ekki komin lengra. „Ég myndi vilja sjá samningaviðræðurnar á betri stað í dag en þær eru. En það er algjörlega ljóst á þessum tímapunkti að báðir aðilar hafa slakað eitthvað til. Við erum sannarlega hjá Kennarasambandi Íslands að reyna að ná samkomulagi fyrir mánaðamótin,“ segir Þorsteinn.
Kjaramál Stéttarfélög Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira