Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Bjarki Sigurðsson skrifar 29. janúar 2025 19:00 Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova með soninn. Sá var aldeilis lúinn þegar fréttastofa kíkti á þau, enda hlýtur það að taka á að fæðast í háloftunum. Rétt er að taka fram að hann er að geispa á myndinni, en ekki að gráta. Vísir/Bjarni Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna. Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova eru frá Úsbekistan en búa í Ohio í Bandaríkjunum. Þau voru um borð í flugvél Uzbekistan Airways á leið til New York í gær ásamt fjórum börnum sínum þegar Sevara, sem var komin átta mánuði á leið, fann að eitthvað væri að. „Ég tók dóttur mína upp og þá fann ég verk í maganum. Svo sá ég að það kom blóð. Ég sagði flugfreyjunni það og að barnið væri að koma. Það var mikið áfall,“ segir Sevara. Áhöfnin athugaði hvort læknir væri um borð og viti menn, þeir voru þrír og ein ljósmóðir. Sevara telur að einungis korteri síðar hafi sonur þeirra hjóna komið í heiminn. Vélin var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þau breiddu yfir hana og svo heyrðum við barnið gráta. Svo sá ég að þarna var barnið, nýfætt barn. Allir í flugvélinni klöppuðu,“ segir Bakhtiyor. Fjölskyldan ásamt áhöfninni eftir ótrúlega fæðingu. Rúmlega sjötíu börn hafa fæðst í háloftunum síðan það gerðist fyrst árið 1929. Áhöfn vélarinnar ákvað að snúa henni við og lenda á Keflavíkurflugvelli þaðan sem Sevara og sonurinn voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæði móður og barni heilsast vel og þau stefna á að komast heim til Bandaríkjanna fyrir helgi. Bakhtiyor segist mjög stoltur af eiginkonu sinni og þau þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað þau síðastliðinn sólarhring. „Fólkið er mjög gott. Mjög gott. Ég hef komið til margra landa en þar er fólkið ekki svona. Ég er hrifinn af þessum stað,“ segir Bakhtiyor. Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Úsbekistan Barnalán Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova eru frá Úsbekistan en búa í Ohio í Bandaríkjunum. Þau voru um borð í flugvél Uzbekistan Airways á leið til New York í gær ásamt fjórum börnum sínum þegar Sevara, sem var komin átta mánuði á leið, fann að eitthvað væri að. „Ég tók dóttur mína upp og þá fann ég verk í maganum. Svo sá ég að það kom blóð. Ég sagði flugfreyjunni það og að barnið væri að koma. Það var mikið áfall,“ segir Sevara. Áhöfnin athugaði hvort læknir væri um borð og viti menn, þeir voru þrír og ein ljósmóðir. Sevara telur að einungis korteri síðar hafi sonur þeirra hjóna komið í heiminn. Vélin var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þau breiddu yfir hana og svo heyrðum við barnið gráta. Svo sá ég að þarna var barnið, nýfætt barn. Allir í flugvélinni klöppuðu,“ segir Bakhtiyor. Fjölskyldan ásamt áhöfninni eftir ótrúlega fæðingu. Rúmlega sjötíu börn hafa fæðst í háloftunum síðan það gerðist fyrst árið 1929. Áhöfn vélarinnar ákvað að snúa henni við og lenda á Keflavíkurflugvelli þaðan sem Sevara og sonurinn voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæði móður og barni heilsast vel og þau stefna á að komast heim til Bandaríkjanna fyrir helgi. Bakhtiyor segist mjög stoltur af eiginkonu sinni og þau þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað þau síðastliðinn sólarhring. „Fólkið er mjög gott. Mjög gott. Ég hef komið til margra landa en þar er fólkið ekki svona. Ég er hrifinn af þessum stað,“ segir Bakhtiyor.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Úsbekistan Barnalán Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira