Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga Jón Þór Stefánsson skrifar 29. janúar 2025 15:41 Konan sagðist hafa sent tölvupóstinn í mikilli geðshræringu. Myndin er úr safni. Getty Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli konu sem árið 2020 deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu. Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness sýknað konuna. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Dómurinn féll í Hæstarétti í dag.Vísir/Vilhelm Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Í dómi Landsréttar sagði að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var komist að því að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. Þá komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Landsréttur um sakfellingu og ákvörðun refsingar. Valdi níu blaðsíður af hundrað Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og sendi síðan umræddan póst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Ákvörðunin af kynferðislegum toga Í dómi Hæstaréttar segir að á þessum níu blaðsíðum hafi verið samskipti milli mannsins og konunnar sem höfðu enga tengingu við persónu eiginkonunnar eða syni þeirra fyrrverandi hjóna. Hæstiréttur segir að þó að fallist sé á með eiginkonunni að gjörðir hennar hafi stjórnast af reiði og geðshræringu vegna þess hvernig maðurinn ræddi um syni þeirra við konuna, verði að líta til þess að hún valdi sérstaklega þessar níu blaðsíður af hundrað til að senda í tölvupósti. Vegna þess að pósturinn sem eiginkonan sendi innihélt engar tilvísanir til hennar sjálfrar eða sonanna er það niðurstaða Hæstaréttar að ástæðurnar sem konan bar fyrir sig skýri ekki ákvörðun hennar. Því þykir Hæstarétti einsýnt að ákvörðunin hafi verið að kynferðislegum toga. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að háttsemi eiginkonunnar hafi verið „lostug“. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness sýknað konuna. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Dómurinn féll í Hæstarétti í dag.Vísir/Vilhelm Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Í dómi Landsréttar sagði að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var komist að því að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. Þá komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Landsréttur um sakfellingu og ákvörðun refsingar. Valdi níu blaðsíður af hundrað Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og sendi síðan umræddan póst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Ákvörðunin af kynferðislegum toga Í dómi Hæstaréttar segir að á þessum níu blaðsíðum hafi verið samskipti milli mannsins og konunnar sem höfðu enga tengingu við persónu eiginkonunnar eða syni þeirra fyrrverandi hjóna. Hæstiréttur segir að þó að fallist sé á með eiginkonunni að gjörðir hennar hafi stjórnast af reiði og geðshræringu vegna þess hvernig maðurinn ræddi um syni þeirra við konuna, verði að líta til þess að hún valdi sérstaklega þessar níu blaðsíður af hundrað til að senda í tölvupósti. Vegna þess að pósturinn sem eiginkonan sendi innihélt engar tilvísanir til hennar sjálfrar eða sonanna er það niðurstaða Hæstaréttar að ástæðurnar sem konan bar fyrir sig skýri ekki ákvörðun hennar. Því þykir Hæstarétti einsýnt að ákvörðunin hafi verið að kynferðislegum toga. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að háttsemi eiginkonunnar hafi verið „lostug“.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira