Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 15:29 Hæstiréttur klofnaði í málinu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Val Davíðssyni, Ólafsfirðingi á fertugsaldri. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Hæstiréttur klofnaði í málinu og tveir dómarar réttarins töldu að ómerkja ætti dóm Landsréttar Ingi Valur var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra en Landsréttur þyngdi refsingu hans í þrjú ár í apríl í fyrra. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan: Ingi Valur óskaði í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Það gerði hann á þeim grundvelli að málsmeðferð Landsréttar hafi verið ábótavant. Hann krafðist þess að dómur Landsréttar yrði ómerktur eða hann yrði sýknaður. Vildi að Landsréttur tæki mark á framburði tveggja vitna Í málskotsbeiðni Inga Vals sagði að hann hefði gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist hafi verið á það. Hann teldi vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setti út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur taldi ástæðu til að ætla að málsmeðferð fyrir Landsrétti gæti hafa verið stórlega ábótavant þar sem Landsréttur lagði hvorki mat á sönnunargildi munnlegs framburðar þeirra tveggja vitna sem báru vitni fyrir Landsrétti en höfðu ekki komið fyrir héraðsdóm né mat hvernig framburður þeirra samrýmdist framburði Inga Vals og vitna. Sammála Inga Val að hluta Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp klukkan 14, segir að meirihluti Hæstaréttar hafi tekið fram að við meðferð málsins fyrir Landsrétti hefðu verið heimilaðar viðbótarskýrslutökur, sem að mati Inga Vals hefðu þýðingu um trúverðugleika stúlkunnar. Því hefði verið tilefni fyrir Landsrétt að víkja að efni og afstöðu hans til þeirra með skýrari hætti en gert hafi verið í hinum áfrýjaða dómi. Hæstiréttur hafi þó ekki talið þetta hagga því að ekkert væri fram komið um að ágallar hefðu verið á aðferð Landsréttar við mat á sönnun um þá háttsemi Inga Vals sem lýst hafi verið í ákæru og máli hefðu getað skipt við hið heildstæða sönnunarmat sem niðurstaðan væri reist á. Því hafi meirihlutinn ekki fallist á kröfu Inga Vals um ómerkingu hins áfrýjaða dóms, sem hefði verið staðfestur. Ása og Karl vildu ómerkja Dómi Hæstaréttar fylgir sératkvæði hæstaréttardómaranna Ásu Ólafsdóttur og Karls Axelssonar. Í sératkvæði þeirra segir að þau séu ósammála formhlið málsins og telji að ómerkja beri hinn áfrýjaða dóm í málinu. Þau segja að Hæstiréttur geti ekki endurmetið niðurstöðu Landsréttar um sönnunargildi munnlegs framburðar og þá sé ekki heimild til að áfrýja dómi Landsréttar til endurskoðunar á slíku sönnunarmati. Vegna þess þrönga stakks sem Hæstarétti er sniðinn að þessu leyti verði því að gæta þess sérstaklega við meðferð máls fyrir réttinum hvort meginreglna um réttindi sakaðra manna til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið gætt við meðferð máls á lægri dómstigum. Allan vafa þar um beri að túlka þeim í hag. Í ljósi aðdraganda þess að vitnin tvö gáfu fyrst skýrslu fyrir Landsrétti hafi það aukið enn frekar kröfu um að einhver grein yrði gerð í dóminum fyrir framburði þeirra þar og mögulegri þýðingu fyrir heildarsönnunarmat í málinu. Þá væri til þess að líta að ekki hafi verið réttilega staðið að framkvæmd skýrslutökunnar af hálfu dómsformanns Landsréttar, svo sem nánar sé rakið í atkvæði meirihluta dómenda „Við erum hins vegar ósammála meirihluta dómenda um þýðingu þessara ágalla sem grein hefur verið gerð fyrir hér að framan.“ Ingi Valur ætti að njóta vafans Til þess væri að líta að sakfelling Inga Vals hafi alfarið byggst á mati á trúverðugleika á framburði hans og brotaþola svo og á framburði annarra vitna sem urðu ekki áskynja um atvik málsins sjálf eins og þau tvö vitni sem sérstaklega var heimilað að gefa fyrst skýrslu fyrir Landsrétti. Þá yrði ekkert ráðið af dómi Landsréttar hvort litið hafi verið til framburðar þessara nýju vitna eða fram hjá honum horft og þá af hvaða ástæðu, til að mynda hvort talið hafi verið að þau hefðu ekki þýðingu við sönnunarmatið. Sú almenna tilvísun sem fram komi í dómi Landsréttar nægi ekki í þessum efnum. „Undir þessum kringumstæðum teljum við að ákærði eigi að njóta alls vafa um hvort framburður þessara nýju vitna hafi haft áhrif á mat Landsréttar á trúverðugleika framburðar ákærða og brotaþola. Engin heimild stendur til þess að taka umrædda framburði nú upp í dóm Hæstaréttar og bera þá saman við ályktanir Landsréttar um sönnunarfærslu enda lætur þá að minnsta kosti nærri að með því fari fram endurskoðun á sönnunarmati munnlegra framburða fyrir Landsrétti sem er sem fyrr greinir ekki á færi Hæstaréttar.“ Þau telji jafnframt að réttur sakbornings til þess að leiða fram ný vitni fyrir Landsrétt sé án efnislegrar þýðingar ef ekki má ráða af dómi við aðstæður sem þessar hvort tekin hafi verið raunveruleg afstaða til framburðar nýrra vitna eða þess eftir atvikum getið að þau hafi ekki haft þýðingu fyrir úrlausn máls. „Í ljósi alls framangreinds er það niðurstaða okkar að ágallar þeir, sem meirihluti og minnihluti eru sammála um að hafi orðið við rekstur málsins og samningu dóms í Landsrétti, séu slíkir að óhjákvæmilegt sé að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu aftur til endurtekinnar málsmeðferðar fyrir Landsrétti. Samkvæmt þeirri niðurstöðu ætti að fella sakarkostnað ákærða vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti og Hæstarétti á ríkissjóð.“ Dóm Hæstaréttar og sératkvæði Ásu og Karls má lesa hér. Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Ingi Valur var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra en Landsréttur þyngdi refsingu hans í þrjú ár í apríl í fyrra. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan: Ingi Valur óskaði í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Það gerði hann á þeim grundvelli að málsmeðferð Landsréttar hafi verið ábótavant. Hann krafðist þess að dómur Landsréttar yrði ómerktur eða hann yrði sýknaður. Vildi að Landsréttur tæki mark á framburði tveggja vitna Í málskotsbeiðni Inga Vals sagði að hann hefði gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist hafi verið á það. Hann teldi vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setti út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur taldi ástæðu til að ætla að málsmeðferð fyrir Landsrétti gæti hafa verið stórlega ábótavant þar sem Landsréttur lagði hvorki mat á sönnunargildi munnlegs framburðar þeirra tveggja vitna sem báru vitni fyrir Landsrétti en höfðu ekki komið fyrir héraðsdóm né mat hvernig framburður þeirra samrýmdist framburði Inga Vals og vitna. Sammála Inga Val að hluta Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp klukkan 14, segir að meirihluti Hæstaréttar hafi tekið fram að við meðferð málsins fyrir Landsrétti hefðu verið heimilaðar viðbótarskýrslutökur, sem að mati Inga Vals hefðu þýðingu um trúverðugleika stúlkunnar. Því hefði verið tilefni fyrir Landsrétt að víkja að efni og afstöðu hans til þeirra með skýrari hætti en gert hafi verið í hinum áfrýjaða dómi. Hæstiréttur hafi þó ekki talið þetta hagga því að ekkert væri fram komið um að ágallar hefðu verið á aðferð Landsréttar við mat á sönnun um þá háttsemi Inga Vals sem lýst hafi verið í ákæru og máli hefðu getað skipt við hið heildstæða sönnunarmat sem niðurstaðan væri reist á. Því hafi meirihlutinn ekki fallist á kröfu Inga Vals um ómerkingu hins áfrýjaða dóms, sem hefði verið staðfestur. Ása og Karl vildu ómerkja Dómi Hæstaréttar fylgir sératkvæði hæstaréttardómaranna Ásu Ólafsdóttur og Karls Axelssonar. Í sératkvæði þeirra segir að þau séu ósammála formhlið málsins og telji að ómerkja beri hinn áfrýjaða dóm í málinu. Þau segja að Hæstiréttur geti ekki endurmetið niðurstöðu Landsréttar um sönnunargildi munnlegs framburðar og þá sé ekki heimild til að áfrýja dómi Landsréttar til endurskoðunar á slíku sönnunarmati. Vegna þess þrönga stakks sem Hæstarétti er sniðinn að þessu leyti verði því að gæta þess sérstaklega við meðferð máls fyrir réttinum hvort meginreglna um réttindi sakaðra manna til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið gætt við meðferð máls á lægri dómstigum. Allan vafa þar um beri að túlka þeim í hag. Í ljósi aðdraganda þess að vitnin tvö gáfu fyrst skýrslu fyrir Landsrétti hafi það aukið enn frekar kröfu um að einhver grein yrði gerð í dóminum fyrir framburði þeirra þar og mögulegri þýðingu fyrir heildarsönnunarmat í málinu. Þá væri til þess að líta að ekki hafi verið réttilega staðið að framkvæmd skýrslutökunnar af hálfu dómsformanns Landsréttar, svo sem nánar sé rakið í atkvæði meirihluta dómenda „Við erum hins vegar ósammála meirihluta dómenda um þýðingu þessara ágalla sem grein hefur verið gerð fyrir hér að framan.“ Ingi Valur ætti að njóta vafans Til þess væri að líta að sakfelling Inga Vals hafi alfarið byggst á mati á trúverðugleika á framburði hans og brotaþola svo og á framburði annarra vitna sem urðu ekki áskynja um atvik málsins sjálf eins og þau tvö vitni sem sérstaklega var heimilað að gefa fyrst skýrslu fyrir Landsrétti. Þá yrði ekkert ráðið af dómi Landsréttar hvort litið hafi verið til framburðar þessara nýju vitna eða fram hjá honum horft og þá af hvaða ástæðu, til að mynda hvort talið hafi verið að þau hefðu ekki þýðingu við sönnunarmatið. Sú almenna tilvísun sem fram komi í dómi Landsréttar nægi ekki í þessum efnum. „Undir þessum kringumstæðum teljum við að ákærði eigi að njóta alls vafa um hvort framburður þessara nýju vitna hafi haft áhrif á mat Landsréttar á trúverðugleika framburðar ákærða og brotaþola. Engin heimild stendur til þess að taka umrædda framburði nú upp í dóm Hæstaréttar og bera þá saman við ályktanir Landsréttar um sönnunarfærslu enda lætur þá að minnsta kosti nærri að með því fari fram endurskoðun á sönnunarmati munnlegra framburða fyrir Landsrétti sem er sem fyrr greinir ekki á færi Hæstaréttar.“ Þau telji jafnframt að réttur sakbornings til þess að leiða fram ný vitni fyrir Landsrétt sé án efnislegrar þýðingar ef ekki má ráða af dómi við aðstæður sem þessar hvort tekin hafi verið raunveruleg afstaða til framburðar nýrra vitna eða þess eftir atvikum getið að þau hafi ekki haft þýðingu fyrir úrlausn máls. „Í ljósi alls framangreinds er það niðurstaða okkar að ágallar þeir, sem meirihluti og minnihluti eru sammála um að hafi orðið við rekstur málsins og samningu dóms í Landsrétti, séu slíkir að óhjákvæmilegt sé að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu aftur til endurtekinnar málsmeðferðar fyrir Landsrétti. Samkvæmt þeirri niðurstöðu ætti að fella sakarkostnað ákærða vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti og Hæstarétti á ríkissjóð.“ Dóm Hæstaréttar og sératkvæði Ásu og Karls má lesa hér.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira