Býður sig fram til formanns VR Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2025 07:29 Bjarni Þór Sigurðsson hefur setið í stjórn VR frá árinu 2012. Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. Bjarni Þór greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að hann hafi verið félagi í VR í þrjátíu ár og tekið virkan þátt í störfum félagsins frá árinu 2009 og setið í stjórn frá árinu 2012. Áður hefur Halla Gunnarsdóttir lýst yfir framboði til formanns. Hún var varaformaður en tók við formennsku í félaginu þegar Ragnar Þór Ingólfsson tók sæti á þingi. Í tilkynningunni frá Bjarna Þór segir að hann hafi í störfum sínum fyrir VR lagt áherslu á að VR og verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði að uppbyggingu heilbrigðs húsnæðismarkaðar. „Af öðrum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég setið í miðstjórn ASÍ og sinnt formennsku í húsnæðisnefnd ASÍ, húsnæðisnefnd VR og stjórn Bjargs íbúðarfélags. Ég er fulltrúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og sit í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna. Þá var ég varaformaður VR í fjögur ár frá árinu 2013 til 2017. Ég legg áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæðiskerfi sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Blær leigufélag VR er þessa dagana að afhenda 36 íbúðir fyrir félagsfólki VR. Nauðsynlegt er að halda því starfi áfram og hvetja önnur félög til að feta sömu braut. Endurmenntun og símenntun fyrir framtíðarstörf Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félagsfólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og að huga vel að sí-og endurmenntun til að mæta tæknivæðingu og aukinni notkun gervigreindar. Það kallar á nýja hugsun í endurmenntun launafólks. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur. Ég ætla að leggja áherslu á breytingar í orlofskerfi VR og tel að það sé löngu tímabært að fjölga sumarhúsum og öðrum valkostum í orlofsmálum. Ég hef unnið megnið af starfsævinni við verslunar-og skrifstofustörf, fjölmiðla og hin síðari ár hef ég einnig starfað að við leiðsögn. Óska ég eftir stuðningi félagsmanna til áframhaldandi vinnu að hagsmunum félaga í VR,“ segir Bjarni Þór. Stéttarfélög Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Bjarni Þór greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að hann hafi verið félagi í VR í þrjátíu ár og tekið virkan þátt í störfum félagsins frá árinu 2009 og setið í stjórn frá árinu 2012. Áður hefur Halla Gunnarsdóttir lýst yfir framboði til formanns. Hún var varaformaður en tók við formennsku í félaginu þegar Ragnar Þór Ingólfsson tók sæti á þingi. Í tilkynningunni frá Bjarna Þór segir að hann hafi í störfum sínum fyrir VR lagt áherslu á að VR og verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði að uppbyggingu heilbrigðs húsnæðismarkaðar. „Af öðrum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég setið í miðstjórn ASÍ og sinnt formennsku í húsnæðisnefnd ASÍ, húsnæðisnefnd VR og stjórn Bjargs íbúðarfélags. Ég er fulltrúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og sit í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna. Þá var ég varaformaður VR í fjögur ár frá árinu 2013 til 2017. Ég legg áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæðiskerfi sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Blær leigufélag VR er þessa dagana að afhenda 36 íbúðir fyrir félagsfólki VR. Nauðsynlegt er að halda því starfi áfram og hvetja önnur félög til að feta sömu braut. Endurmenntun og símenntun fyrir framtíðarstörf Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félagsfólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og að huga vel að sí-og endurmenntun til að mæta tæknivæðingu og aukinni notkun gervigreindar. Það kallar á nýja hugsun í endurmenntun launafólks. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur. Ég ætla að leggja áherslu á breytingar í orlofskerfi VR og tel að það sé löngu tímabært að fjölga sumarhúsum og öðrum valkostum í orlofsmálum. Ég hef unnið megnið af starfsævinni við verslunar-og skrifstofustörf, fjölmiðla og hin síðari ár hef ég einnig starfað að við leiðsögn. Óska ég eftir stuðningi félagsmanna til áframhaldandi vinnu að hagsmunum félaga í VR,“ segir Bjarni Þór.
Stéttarfélög Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira