„Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2025 10:34 Mæðginin Eyrún og Hrannar saman í útlöndum. úr einkasafni Hrannar Daði Þórðarson var átján ára þegar hann lést sviplega 2. maí í fyrra eftir að hafa greinst með illvígt krabbamein 19. apríl, aðeins þrettán dögum áður. Móðir hans segir áfallið svipað því að missa ástvin í slysi. Fyrirvarinn sama og enginn. Þegar Eyrún María Rúnarsdóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, lauk við fræðigrein í mars í fyrra óraði hana ekki fyrir því að áður en greinin yrði birt þyrfti hún að bæta við hana minningarorðum um son sinn. Umfjöllunarefnið, netvinátta unglinga, stóð Eyrúnu nærri. Hún var innblásin af Hrannari Daða syni sínum við greinarskrifin en hann var á einhverfurófi og átti að miklu leyti í sínum samskiptum á netinu. Eyrún sagði sögu sína og Hrannars Daða í Íslandi í dag, sem horfa má á hér fyrir ofan. Hún segir að það hafi verið sér mikilvægt að ljá greininni rödd Hrannars Daða og að með fræðistörfum sínum geti hún mögulega stemmt stigu við fordómum sem gæti um netsamskipti og samfélagsmiðla. „Ég kalla þetta skotgrafir. Okkur hættir til að líta á ansi margt í lífinu sem svart og hvítt og ég vil bara benda á þetta er ekki svart eða hvítt málefni. Samfélagsmiðlar eru ekki bara slæmir eða bara góðir, þeir eru bæði. Það er ávinningur, það kemur í ljós úr rannsóknum að krakkar fá miklu frekar jákvæða endurgjöf frá vinum á netinu en neikvæða, það kemur fram að þetta getur aukið þeirra tilfinningu að tilheyra í samfélagi að eiga ríkulegt tengslanet í gegnum netið,“ segir Eyrún. Var orðinn fárveikur þrátt fyrir minniháttar einkenni Andlát Hrannars bar að með mjög sviplegum hætti. Eyrún lýsir því að hann hafi verið slappur, fengið flensueinkenni og hitaslæðing við og við. Hann hafi líka verið þreyttur, sem hafi ekki endilega verið óvenjulegt. Hrannar hafði lengi glímt við þunglyndi og átti það til að fara í niðursveiflur, sem einmitt einkenndust af þreytu og deyfð. „En þetta eru einu einkennin sem hann hafði, einu einkennin. Og barnið var orðið fárveikt af krabbameini. Þegar hann dó var hann kominn með meinvörp um allan líkamann og orðið mjög mikið veikur án þess að nokkur vissi það. Krabbameinið sem hann fékk heitir kímfrumuæxli, það vex í miðmætinu óáreitt, truflar ekki líffærastarfsemi og er gjarnan einkennalítið eða einkennalaust. Og þau einkenni sem hefðu mögulega getað bent á það, þau komu ekki hjá honum. Hann greinist loks með þetta krabbamein 19. apríl og hann er dáinn 2. maí,“ segir Eyrún. Hrannar Daði á spítalanum. Læknar og hjúkrunarfólk voru alveg jafnslegin yfir atburðarásinni og fjölskylda Hrannars Daða, að sögn Eyrúnar.úr einkasafni „Og læknar og hjúkrunarfólk var alveg jafnslegið yfir þessari atburðarás og við vorum. Það átti enginn von á þessu. Hann átti að fara í sex vikna lyfjameðferð, auðvitað vissu allir að þetta væri mjög erfitt tilfelli, mjög sjaldgæft krabbamein og erfitt að eiga við. Það var búið að stilla upp sex vikna lyfjameðferð og hann var búinn með viku af henni og þá bara dó hann.“ Fyrirvarinn nánast enginn Það liðu þannig aðeins þrettán dagar frá því að Hrannar Daði greindist og þar til hann lést. „Þetta er bara eins og bílslys, þetta er eins og að missa hann snögglega hérna úti á vegunum. Enginn fyrirvari og brjálæðislegt högg.“ Eyrún lýsir Hrannari Daða sem ljúfum, góðum og viðkvæmum pilti, miklum keppnismanni sem hafði gaman af tölvuleikjum og borðspilum. „Ég hugsaði oft að hann væri eiginlega of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í.“ Viðtalið við Eyrúnu í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Þá má einnig nálgast þáttinn í streymisveitu Stöðvar 2, Stöð 2+. Ísland í dag Krabbamein Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Þegar Eyrún María Rúnarsdóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, lauk við fræðigrein í mars í fyrra óraði hana ekki fyrir því að áður en greinin yrði birt þyrfti hún að bæta við hana minningarorðum um son sinn. Umfjöllunarefnið, netvinátta unglinga, stóð Eyrúnu nærri. Hún var innblásin af Hrannari Daða syni sínum við greinarskrifin en hann var á einhverfurófi og átti að miklu leyti í sínum samskiptum á netinu. Eyrún sagði sögu sína og Hrannars Daða í Íslandi í dag, sem horfa má á hér fyrir ofan. Hún segir að það hafi verið sér mikilvægt að ljá greininni rödd Hrannars Daða og að með fræðistörfum sínum geti hún mögulega stemmt stigu við fordómum sem gæti um netsamskipti og samfélagsmiðla. „Ég kalla þetta skotgrafir. Okkur hættir til að líta á ansi margt í lífinu sem svart og hvítt og ég vil bara benda á þetta er ekki svart eða hvítt málefni. Samfélagsmiðlar eru ekki bara slæmir eða bara góðir, þeir eru bæði. Það er ávinningur, það kemur í ljós úr rannsóknum að krakkar fá miklu frekar jákvæða endurgjöf frá vinum á netinu en neikvæða, það kemur fram að þetta getur aukið þeirra tilfinningu að tilheyra í samfélagi að eiga ríkulegt tengslanet í gegnum netið,“ segir Eyrún. Var orðinn fárveikur þrátt fyrir minniháttar einkenni Andlát Hrannars bar að með mjög sviplegum hætti. Eyrún lýsir því að hann hafi verið slappur, fengið flensueinkenni og hitaslæðing við og við. Hann hafi líka verið þreyttur, sem hafi ekki endilega verið óvenjulegt. Hrannar hafði lengi glímt við þunglyndi og átti það til að fara í niðursveiflur, sem einmitt einkenndust af þreytu og deyfð. „En þetta eru einu einkennin sem hann hafði, einu einkennin. Og barnið var orðið fárveikt af krabbameini. Þegar hann dó var hann kominn með meinvörp um allan líkamann og orðið mjög mikið veikur án þess að nokkur vissi það. Krabbameinið sem hann fékk heitir kímfrumuæxli, það vex í miðmætinu óáreitt, truflar ekki líffærastarfsemi og er gjarnan einkennalítið eða einkennalaust. Og þau einkenni sem hefðu mögulega getað bent á það, þau komu ekki hjá honum. Hann greinist loks með þetta krabbamein 19. apríl og hann er dáinn 2. maí,“ segir Eyrún. Hrannar Daði á spítalanum. Læknar og hjúkrunarfólk voru alveg jafnslegin yfir atburðarásinni og fjölskylda Hrannars Daða, að sögn Eyrúnar.úr einkasafni „Og læknar og hjúkrunarfólk var alveg jafnslegið yfir þessari atburðarás og við vorum. Það átti enginn von á þessu. Hann átti að fara í sex vikna lyfjameðferð, auðvitað vissu allir að þetta væri mjög erfitt tilfelli, mjög sjaldgæft krabbamein og erfitt að eiga við. Það var búið að stilla upp sex vikna lyfjameðferð og hann var búinn með viku af henni og þá bara dó hann.“ Fyrirvarinn nánast enginn Það liðu þannig aðeins þrettán dagar frá því að Hrannar Daði greindist og þar til hann lést. „Þetta er bara eins og bílslys, þetta er eins og að missa hann snögglega hérna úti á vegunum. Enginn fyrirvari og brjálæðislegt högg.“ Eyrún lýsir Hrannari Daða sem ljúfum, góðum og viðkvæmum pilti, miklum keppnismanni sem hafði gaman af tölvuleikjum og borðspilum. „Ég hugsaði oft að hann væri eiginlega of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í.“ Viðtalið við Eyrúnu í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Þá má einnig nálgast þáttinn í streymisveitu Stöðvar 2, Stöð 2+.
Ísland í dag Krabbamein Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira