Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. janúar 2025 14:28 Inga hringdi í Ársæl Guðmundsson skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds Nike-skós barnabarns hennar og minnti hann á áhrif hennar í samfélaginu og tengsl við lögregluna. Inga vildi að gengið yrði í það án hiks að skórnir fyndust. vísir/Egill/Vilhelm Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. Aðdragandi símtals Ingu til skólastjóra var sá að barnabarn hennar sem nemur við skólann hafði glatað dýrum Nike skóm á göngum skólans. Borgarholtsskóli er sokkaskóli í þeim skilningi að nemendur fara úr skónum þegar þeir koma í skólabygginguna og allir eru á inniskóm eða sokkunum á göngum skólans. Skólastjóri ósáttur við símtal frá Ingu Skórnir sem týndust voru samkvæmt heimildum fréttastofu svartir Nike af tegund sem nýtur mikilla vinsælda hjá menntaskólanemum. Skórnir höfðu ekki verið geymdir í skóskáp heldur talið að þeir hefðu gleymst á ganginum. Illa gekk að finna skóna og fór svo að síminn hringdi hjá Ársæli Guðmundssyni skólastjóra. Á línunni var félagsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga allt annað en sátt við það að skórnir væru ekki komnir í leitirnar. Minnti hún á áhrif sín í samfélaginu og vísaði meðal annars til tengsla við lögregluna í því sambandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu blöskraði Ársæli skólastjóra símtalið ef marka má samtöl hans við samkennara og starfsfólk skólans þar sem efni símtalsins kom fram í grófum dráttum eins og rakið hefur verið. Inga frábiður sér svona fréttamennsku Ársæll staðfesti í samtali við Vísi að Inga Sæland hefði hringt í hann. Ársæll vildi ekkert tjá sig um efni símtalsins. Fréttastofa gerði tilraun til að nálgast Ingu að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag en hún gaf ekki kost á viðtölum. Klippa: Inga Sæland bregst ókvæða við spurningu um símtal við skólastjóra Fréttastofa hefur nú í allan morgun reynt að ná tali af Ingu vegna málsins, sem og aðstoðarmönnum hennar þeim Sigurjóni Arnórssyni og Hreiðari Inga Eðvarðssyni, en þau hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttamaður fréttastofu náði að bera upp spurningu varðandi þetta mál við Ingu í lok fundar um hagkvæmt húsnæði en Inga vildi frábiðja sér fréttamennsku af þessu tagi. Þetta kæmi Vísi ekki við. Brot úr viðtalinu sem Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður átti við Ingu um þetta atriði má sjá hér að ofan. Það fylgir sögunni að skórnir týndu komu í leitirnar að lokum. Samnemandi hafði ruglast á skóm en eins og fyrr segir eru um afar vinsæla skótegund að ræða. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Aðdragandi símtals Ingu til skólastjóra var sá að barnabarn hennar sem nemur við skólann hafði glatað dýrum Nike skóm á göngum skólans. Borgarholtsskóli er sokkaskóli í þeim skilningi að nemendur fara úr skónum þegar þeir koma í skólabygginguna og allir eru á inniskóm eða sokkunum á göngum skólans. Skólastjóri ósáttur við símtal frá Ingu Skórnir sem týndust voru samkvæmt heimildum fréttastofu svartir Nike af tegund sem nýtur mikilla vinsælda hjá menntaskólanemum. Skórnir höfðu ekki verið geymdir í skóskáp heldur talið að þeir hefðu gleymst á ganginum. Illa gekk að finna skóna og fór svo að síminn hringdi hjá Ársæli Guðmundssyni skólastjóra. Á línunni var félagsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga allt annað en sátt við það að skórnir væru ekki komnir í leitirnar. Minnti hún á áhrif sín í samfélaginu og vísaði meðal annars til tengsla við lögregluna í því sambandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu blöskraði Ársæli skólastjóra símtalið ef marka má samtöl hans við samkennara og starfsfólk skólans þar sem efni símtalsins kom fram í grófum dráttum eins og rakið hefur verið. Inga frábiður sér svona fréttamennsku Ársæll staðfesti í samtali við Vísi að Inga Sæland hefði hringt í hann. Ársæll vildi ekkert tjá sig um efni símtalsins. Fréttastofa gerði tilraun til að nálgast Ingu að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag en hún gaf ekki kost á viðtölum. Klippa: Inga Sæland bregst ókvæða við spurningu um símtal við skólastjóra Fréttastofa hefur nú í allan morgun reynt að ná tali af Ingu vegna málsins, sem og aðstoðarmönnum hennar þeim Sigurjóni Arnórssyni og Hreiðari Inga Eðvarðssyni, en þau hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttamaður fréttastofu náði að bera upp spurningu varðandi þetta mál við Ingu í lok fundar um hagkvæmt húsnæði en Inga vildi frábiðja sér fréttamennsku af þessu tagi. Þetta kæmi Vísi ekki við. Brot úr viðtalinu sem Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður átti við Ingu um þetta atriði má sjá hér að ofan. Það fylgir sögunni að skórnir týndu komu í leitirnar að lokum. Samnemandi hafði ruglast á skóm en eins og fyrr segir eru um afar vinsæla skótegund að ræða.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira