Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. janúar 2025 08:36 Budde hefur almennt fengið mikið lof fyrir ræðu sína, jafnvel þótt hún hafi farið í pirrurnar á forsetanum og stuðningsmönnum hans. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup,“ segja séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn Bolladóttir í aðsendri grein á Vísi í morgun. Tilefnið eru harkaleg viðbrögð Donald Trump við ræðu biskupsins Mariann Edgar Budde í guðsþjónustu á mánudag, sama dag og Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. „Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis,“ segja Bjarni og Jóna. Mikið hefur verið fjallað um ræðuna og viðbrögð Trump í fjölmiðlum og á samskiptamiðlunum en Budde notaði tækifærið til að biðla til forsetans um að sýna minnihlutahópum, hinsegin fólki og innflytjendum, mildi og miskunn. Eins og kunnugt er undirritaði Trump samdægurs fjölda forsetatilskipana sem fela í sér aðför að umræddum hópum og þá fordæmdi hann Budde á Truth Social og kallaði hana „öfga vinstri harðlínu Trump hatara“. Í grein sinni segja Bjarni og Jóna að í messunni á mánudag hafi yfirráðavaldið verið afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd.“ Prestarnir segja ræðu Budde munu hafa mikil áhrif og vekja von. Fólk geti valið veg friðar og einingar ef það vill; „menning fyrirlitningarinnar“ sé misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Fólk sé óttaslegið Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið og segir á Facebook að það sé hlutverk kristinnar kirkju að standa með þeim og vera rödd þeirra sem verða undir í samfélaginu. „Þetta hefur varla verið auðveldasta ræða sem hún hefur flutt, að standa frammi fyrir nýkjörnum forseta, ávarpa hann beint og biðja hann um að sýna miskunn,“ segir biskup um Budde. „Það sem hún gerði krafðist hugrekkis sem hún hefur án efa sótt til Guðs og góðra ráðgjafa.“ Biskup segir fyrsta dag Trump í embætti hafa sýnt að hann hyggist ekki sýna þá miskunnsemi sem Budde kallaði eftir. Margir séu enn óttaslegnari en áður. Hins vegar sé alveg sama hversu margar tilskipanir hann undirritar; fólk muni alltaf rísa upp og berjast gegn óréttlæti. Það sé mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar kemur að mannréttindum. „Ég er svo þakklát Mariann Edgar Budde fyrir að hafa haldið einmitt þessa prédikun í dag. Guð gefi að ræðan hennar sái fræjum þrátt fyrir allt.“ Bandaríkin Trúmál Donald Trump Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Tilefnið eru harkaleg viðbrögð Donald Trump við ræðu biskupsins Mariann Edgar Budde í guðsþjónustu á mánudag, sama dag og Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. „Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis,“ segja Bjarni og Jóna. Mikið hefur verið fjallað um ræðuna og viðbrögð Trump í fjölmiðlum og á samskiptamiðlunum en Budde notaði tækifærið til að biðla til forsetans um að sýna minnihlutahópum, hinsegin fólki og innflytjendum, mildi og miskunn. Eins og kunnugt er undirritaði Trump samdægurs fjölda forsetatilskipana sem fela í sér aðför að umræddum hópum og þá fordæmdi hann Budde á Truth Social og kallaði hana „öfga vinstri harðlínu Trump hatara“. Í grein sinni segja Bjarni og Jóna að í messunni á mánudag hafi yfirráðavaldið verið afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd.“ Prestarnir segja ræðu Budde munu hafa mikil áhrif og vekja von. Fólk geti valið veg friðar og einingar ef það vill; „menning fyrirlitningarinnar“ sé misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Fólk sé óttaslegið Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið og segir á Facebook að það sé hlutverk kristinnar kirkju að standa með þeim og vera rödd þeirra sem verða undir í samfélaginu. „Þetta hefur varla verið auðveldasta ræða sem hún hefur flutt, að standa frammi fyrir nýkjörnum forseta, ávarpa hann beint og biðja hann um að sýna miskunn,“ segir biskup um Budde. „Það sem hún gerði krafðist hugrekkis sem hún hefur án efa sótt til Guðs og góðra ráðgjafa.“ Biskup segir fyrsta dag Trump í embætti hafa sýnt að hann hyggist ekki sýna þá miskunnsemi sem Budde kallaði eftir. Margir séu enn óttaslegnari en áður. Hins vegar sé alveg sama hversu margar tilskipanir hann undirritar; fólk muni alltaf rísa upp og berjast gegn óréttlæti. Það sé mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar kemur að mannréttindum. „Ég er svo þakklát Mariann Edgar Budde fyrir að hafa haldið einmitt þessa prédikun í dag. Guð gefi að ræðan hennar sái fræjum þrátt fyrir allt.“
Bandaríkin Trúmál Donald Trump Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira