Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. janúar 2025 07:03 Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. Einhverjir sjá e.t.v. fyrir sér heilbrigðar samverustundir fjölskyldunnar, en í alltof mörgum tilfellum eru þetta alltof æstir ættingjar að hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum. Ekki misskilja mig, ég missi helst ekki af þessum viðburðum. En það er auðvitað hvorki mönnum né börnum bjóðandi að hefja hvers kyns leika um allt land kl. 8 um helgar. Ég hef því rætt það opinskátt að tímasetning íþróttamóta ætti að vera kosningamál! Ég er handviss um mikinn þverpólitískan stuðning við slíkt mál. Það var athyglisvert fyrir fólk með jarðtengingu og heilbrigða skynsemi að fylgjast með kosningabaráttu Flokks fólksins, flokksins hennar Ingu Sæland. Helsta kosningaloforð flokksins var að skattleysismörk yrðu hækkuð í 450.000 kr. á mánuði. Þá yrði öryrkjum og eldri borgurum tryggðar 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust. Þessi loforð hafa dunið á kjósendum og forsvarsmenn flokksins hafa lagt mesta áherslu á þessi mál. Á heimasíðu flokksins eru þetta efstu tvö málin yfir svokölluð forgangsmál Flokks fólksins. Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt. Mögulega mun þess gæta strax í næstu sveitarstjórnarkosningum. Ég skynja ríkan vilja fjölmargra foreldra til þess að koma í veg fyrir kappleiki og sýningar barna á ókristilegum tímum um helgar. Bann við slíku með lögum er þó langsótt. Loforð um slíkt myndi þó eflaust vekja mikla athygli og trekkja að. Ég er ekki viss um að frambjóðendur Flokks fólksins séu mjög bundnir við þessa iðju um helgar. Annars hefði þeim e.t.v. komið þetta til hugar því ekki vefst það fyrir þeim að þurfa ekki að efna gefin loforð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Íþróttir barna Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. Einhverjir sjá e.t.v. fyrir sér heilbrigðar samverustundir fjölskyldunnar, en í alltof mörgum tilfellum eru þetta alltof æstir ættingjar að hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum. Ekki misskilja mig, ég missi helst ekki af þessum viðburðum. En það er auðvitað hvorki mönnum né börnum bjóðandi að hefja hvers kyns leika um allt land kl. 8 um helgar. Ég hef því rætt það opinskátt að tímasetning íþróttamóta ætti að vera kosningamál! Ég er handviss um mikinn þverpólitískan stuðning við slíkt mál. Það var athyglisvert fyrir fólk með jarðtengingu og heilbrigða skynsemi að fylgjast með kosningabaráttu Flokks fólksins, flokksins hennar Ingu Sæland. Helsta kosningaloforð flokksins var að skattleysismörk yrðu hækkuð í 450.000 kr. á mánuði. Þá yrði öryrkjum og eldri borgurum tryggðar 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust. Þessi loforð hafa dunið á kjósendum og forsvarsmenn flokksins hafa lagt mesta áherslu á þessi mál. Á heimasíðu flokksins eru þetta efstu tvö málin yfir svokölluð forgangsmál Flokks fólksins. Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt. Mögulega mun þess gæta strax í næstu sveitarstjórnarkosningum. Ég skynja ríkan vilja fjölmargra foreldra til þess að koma í veg fyrir kappleiki og sýningar barna á ókristilegum tímum um helgar. Bann við slíku með lögum er þó langsótt. Loforð um slíkt myndi þó eflaust vekja mikla athygli og trekkja að. Ég er ekki viss um að frambjóðendur Flokks fólksins séu mjög bundnir við þessa iðju um helgar. Annars hefði þeim e.t.v. komið þetta til hugar því ekki vefst það fyrir þeim að þurfa ekki að efna gefin loforð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun